Heimsmeistararnir frá 2018 og 2020 komir í 16-manna úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2021 22:39 Peter Wright mætir Ryan Searle í 16-manna úrslitum eftir sigur kvöldsins. Luke Walker/Getty Images Rob Cross og Peter Wright tryggðu sér báðir sæti í 16-manna úrslitum HM í pílu í kvöld. Cross þurfti öll sjö settin til að tryggja sér sigur, en Wright hrökk í gang og tók öll völd eftir að hafa tapað fyrstu tveim. Rob Cross, sem varð heimsmeistari árið 2018 og situr í 11. sæti heimslistans, mætti Daryl Gurney, sem situr í 22. sæti. Cross byrjaði betur og vann fyrsta settið 3-2, og niðurstaðan varð sú sama í öðru setti. Gurney ákvað að taka þátt í þemanu og vann þriðja settið 3-2, áður en Cross kom sér aftur í tveggja setta forystu með sigri í fjórða setti sem fór einmitt 3-2. Cross þurfti því aðeins að vinna eitt sett í viðbót til að tryggja sér sæti í 16-manna úrslitum, en Gurney hafði ekki sagt sitt síðasta og vann næstu tvö sett. Því þurfti sjöunda settið til að útkljá viðureignina þar sem að Cross hafði betur og er því kominn í 16-manna úrslit þar sem hann mætir annað hvort Gary Anderson eða Ian White. 𝗖𝗿𝗼𝘀𝘀 𝗱𝗶𝗴𝘀 𝗱𝗲𝗲𝗽 𝘁𝗼 𝘄𝗶𝗻 𝗮 𝗰𝗹𝗮𝘀𝘀𝗶𝗰!That was a truly incredible game as Rob Cross beats Daryl Gurney 4-3 to reach the Fourth Round. A 170 to win it, in a game in which he hit five ton-plus checkouts and landed 13x 180s. What a match!#WHDarts pic.twitter.com/0XkuQAbcPj— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2021 Í seinni viðureign kvöldsins mættust þeir Peter Wright, heimsmeistarinn frá 2020 og sá næst besti í heiminum samkvæmt heimslista PDC, og Ástralinn Damon Heta sem situr í 31. sæti heimslistans. Heta fór vel af stað og vann fyrstu tvö settin, 3-1 og 3-2. Þá vaknaði Peter Wright til lífsins og gjörsamlega keyrði yfir andstæðing sinn. Wright vann næstu fjögur sett 3-2, 3-1, 3-0 og 3-0 og tryggði sér þar með sæti í 16-manna úrslitum þar sem hann mætir þungarokkaranum sem sér illa, Ryan Searle. Michael van Gerwen og Chris Dobey áttu að mætast í lokaviðureign kvöldins, en sá fyrrnefndi greindist með Covid-19 í dag og þurfti því að draga sig úr leik. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Njarðvík - Valur | Toppsætið undir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Sjá meira
Rob Cross, sem varð heimsmeistari árið 2018 og situr í 11. sæti heimslistans, mætti Daryl Gurney, sem situr í 22. sæti. Cross byrjaði betur og vann fyrsta settið 3-2, og niðurstaðan varð sú sama í öðru setti. Gurney ákvað að taka þátt í þemanu og vann þriðja settið 3-2, áður en Cross kom sér aftur í tveggja setta forystu með sigri í fjórða setti sem fór einmitt 3-2. Cross þurfti því aðeins að vinna eitt sett í viðbót til að tryggja sér sæti í 16-manna úrslitum, en Gurney hafði ekki sagt sitt síðasta og vann næstu tvö sett. Því þurfti sjöunda settið til að útkljá viðureignina þar sem að Cross hafði betur og er því kominn í 16-manna úrslit þar sem hann mætir annað hvort Gary Anderson eða Ian White. 𝗖𝗿𝗼𝘀𝘀 𝗱𝗶𝗴𝘀 𝗱𝗲𝗲𝗽 𝘁𝗼 𝘄𝗶𝗻 𝗮 𝗰𝗹𝗮𝘀𝘀𝗶𝗰!That was a truly incredible game as Rob Cross beats Daryl Gurney 4-3 to reach the Fourth Round. A 170 to win it, in a game in which he hit five ton-plus checkouts and landed 13x 180s. What a match!#WHDarts pic.twitter.com/0XkuQAbcPj— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2021 Í seinni viðureign kvöldsins mættust þeir Peter Wright, heimsmeistarinn frá 2020 og sá næst besti í heiminum samkvæmt heimslista PDC, og Ástralinn Damon Heta sem situr í 31. sæti heimslistans. Heta fór vel af stað og vann fyrstu tvö settin, 3-1 og 3-2. Þá vaknaði Peter Wright til lífsins og gjörsamlega keyrði yfir andstæðing sinn. Wright vann næstu fjögur sett 3-2, 3-1, 3-0 og 3-0 og tryggði sér þar með sæti í 16-manna úrslitum þar sem hann mætir þungarokkaranum sem sér illa, Ryan Searle. Michael van Gerwen og Chris Dobey áttu að mætast í lokaviðureign kvöldins, en sá fyrrnefndi greindist með Covid-19 í dag og þurfti því að draga sig úr leik. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Njarðvík - Valur | Toppsætið undir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Sjá meira