Ráðherra skoði hvort framlengja eigi ívilnanir vegna tengiltvinnbíla Eiður Þór Árnason skrifar 28. desember 2021 15:56 Þriðja umræða um bandormsfrumvarp ríkisstjórnarinnar er nú í fullum gangi á Alþingi. Vísir/Sigurjón Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis beinir því til fjármála- og efnahagsráðherra að taka til skoðunar hvort tilefni sé til að framlengja ívilnanir vegna innflutnings tengitvinnbifreiða. Í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á lögum vegna fjárlaga næsta árs er gert ráð fyrir að fjárhæð virðisaukaskattsívilnunar vegna tengiltvinnbifreiða lækki úr 960 þúsund í 480 þúsund á hverja bifreið strax eftir áramót. Þá muni ívilnunin falla úr gildi að fullu eftir að 15 þúsund tengiltvinnbifreiðar sem hafa notið ívilnana eru skráðar í ökutækjaskrá. Talið er að það gæti gerst á fyrsta ársfjórðungi næsta árs en þær voru 13.226 þann 7. desember. Fram kemur í nýju meirihlutaáliti efnahags- og viðskiptanefndar að nefndarmenn telji ekki forsendur til breytinga á fyrirkomulagi ívilnananna að svo stöddu. Slíkt kalli á víðtækari endurskoðun, meðal annars með hliðsjón af ríkisstyrkjareglum og skuldbindingu íslenskra stjórnvalda til þess að tilkynna breytingar á fyrirkomulaginu til Eftirlitsstofnunar EFTA. Ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla eru áætlaðar 3,5 milljarðar króna í ár. Fram kom í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins að ráðuneytið telji að framlenging á virðisaukaskattsívilnun tengiltvinnbíla yrði ekki kostnaðarskilvirk aðgerð í loftslagsmálum. „Í hið minnsta ætti ekki að gera slíka lagabreytingu án fullnægjandi endurmats á stöðunni, valkostum, árangri og kostnaði.“ Hlutur svokallaðra nýorkubíla hefur aukist á síðustu árum.Vísir/Vilhelm Telja að afnám virðisaukaskattsafsláttarins muni vinna gegn loftslagsmarkmiðum Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök verslunar og þjónustu er meðal þeirra aðila sem hafa gagnrýnt fyrirætlanir stjórnvalda. Fram kemur í viðbótarumsögn Bílgreinasambandsins við umrætt frumvarp að gangi þetta eftir muni hlutdeild nýrra hefðbundinna bensín- og díselbíla aukast á næstu árum. „Bílgreinasambandið telur að afnám ívilnana á nú sé stórt skref afturábak og muni hægja á orkuskiptum og áhrif þess muni setja markmið stjórnvalda um kolefnislaust Ísland 2040 í uppnám og til að tryggja að hraði í orkuskiptum verði í það minnsta sá sami og verið hefur síðastliðin 2 ár þá þarf að framlengja ívilnunum og styðja með því enn frekar við orkuskiptin.“ Saka ráðuneytið um fordóma Samtökin gera sömuleiðis athugasemdir við röksemdir fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Hæst er hlutfall rafmagns- og tengiltvinnbíla í Garðabæ og Seltjarnarnesi eða um 16% á meðan á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið 11% og á landsbyggðinni 5%. „Það er mjög sérstakt að sjá þá fordóma sem afhjúpast í umsögn ráðuneytisins varðandi skráningar tengiltvinnbíla og rafbíla í Garðabæ og Seltjarnarnesi og virðist vera gefið í skyn að þar séu efnameiri kaupendur að nýta sér ívilnun án þess að keyra síðan á rafmagni. Þetta er mjög gölluð nálgun og tekur að engu leiti tillit til heildarfjölda nýskráninga bíla á hverju landsvæði og þeirrar staðreyndar að á höfuðborgarsvæðinu búa flestir og að hlutfallslega fleiri nýskráningar eru þar umfram hlutfallslegan íbúafjölda sem hefur að öllum líkindum með almennan kaupmátt að gera sem er hærri á höfuðborgarsvæðinu en almennt á landsbyggðinni,“ segir í umsögn sambandsins. Tengiltvinnbílar (e. Plug-in-Hybrid) eru nokkurs konar blanda af rafmagnsbíl og hefðbundnum bensín eða díselbíl.EPA Enn langt í land Bílgreinasambandið segir að enn sé langt í land þegar kemur að orkuskiptum hér á landi þar sem hreinir rafbílar séu í dag einungis 4,6% af heildarflota skráðra fólksbíla og tengiltvinnbílar 6,7%. Leggja samtökin til að ívilnanirnar vegna tengiltvinnbíla verði framlengdar í tvö ár og heildarfjöldi verði hækkaður úr 15 þúsund. „Ástæða þess að mikilvægt er að framlengja ívilnanir er að brúa bil þar til framboð rafmagnsbíla er orðið fullnægjandi og bílar í boði í öllum verðflokkum og sem uppfylla flestar þarfir kaupenda hvar sem er á landinu og því glapræði að fella ívilnanir úr gildi sem mun hægja á orkuskiptum þar sem almenningur og bílaleigur munu frekar velja bensín- og/ díselbíla.“ Að sögn Bílgreinasambandsins er framboð rafmagnsbíla enn nokkuð takmarkað og sérlega í verðflokkum 4,5 til 6,5 milljónir sem sé sá verðflokkur sem hin almenna fjölskylda kaupir bíla í. Auk þess sé drægni enn takmörkuð miðað við langkeyrslunotkun og ýmsar aðrar þarfir ekki uppfylltar, til dæmis með stærri og rúmbetri bíla, meðal annars sjö sæta, sem rúma fjölskyldur, barnastóla og farangur. Þá þurfi mikið að gerast áður hleðslunet fyrir rafbíla sé orðið sterkt víðast hvar á landinu. Bílar Alþingi Umhverfismál Vistvænir bílar Skattar og tollar Tengdar fréttir Engar frekari ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla Samkvæmt minnisblaði frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu munu ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla senn renna sitt skeið. Skattaívilnanir vegna vistvænna bíla hafa verið í gildi síðan 2011. 24. desember 2021 07:00 Bjarni boðar nýtt álagningakerfi á græn ökutæki Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að innleiða nýtt álagningarkerfi fyrir bifreiðar sem ekki væru drifnar áfram af jarðefnaeldsneyti. Fyrstu skrefin verði vonandi stigin á næsta eða þarnæsta ári. Ríkissjóður geti ekki verið án tekna af umferðinni til að standa undir viðhaldi og uppbyggingu innviða hennar. 9. desember 2021 13:18 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á lögum vegna fjárlaga næsta árs er gert ráð fyrir að fjárhæð virðisaukaskattsívilnunar vegna tengiltvinnbifreiða lækki úr 960 þúsund í 480 þúsund á hverja bifreið strax eftir áramót. Þá muni ívilnunin falla úr gildi að fullu eftir að 15 þúsund tengiltvinnbifreiðar sem hafa notið ívilnana eru skráðar í ökutækjaskrá. Talið er að það gæti gerst á fyrsta ársfjórðungi næsta árs en þær voru 13.226 þann 7. desember. Fram kemur í nýju meirihlutaáliti efnahags- og viðskiptanefndar að nefndarmenn telji ekki forsendur til breytinga á fyrirkomulagi ívilnananna að svo stöddu. Slíkt kalli á víðtækari endurskoðun, meðal annars með hliðsjón af ríkisstyrkjareglum og skuldbindingu íslenskra stjórnvalda til þess að tilkynna breytingar á fyrirkomulaginu til Eftirlitsstofnunar EFTA. Ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla eru áætlaðar 3,5 milljarðar króna í ár. Fram kom í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins að ráðuneytið telji að framlenging á virðisaukaskattsívilnun tengiltvinnbíla yrði ekki kostnaðarskilvirk aðgerð í loftslagsmálum. „Í hið minnsta ætti ekki að gera slíka lagabreytingu án fullnægjandi endurmats á stöðunni, valkostum, árangri og kostnaði.“ Hlutur svokallaðra nýorkubíla hefur aukist á síðustu árum.Vísir/Vilhelm Telja að afnám virðisaukaskattsafsláttarins muni vinna gegn loftslagsmarkmiðum Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök verslunar og þjónustu er meðal þeirra aðila sem hafa gagnrýnt fyrirætlanir stjórnvalda. Fram kemur í viðbótarumsögn Bílgreinasambandsins við umrætt frumvarp að gangi þetta eftir muni hlutdeild nýrra hefðbundinna bensín- og díselbíla aukast á næstu árum. „Bílgreinasambandið telur að afnám ívilnana á nú sé stórt skref afturábak og muni hægja á orkuskiptum og áhrif þess muni setja markmið stjórnvalda um kolefnislaust Ísland 2040 í uppnám og til að tryggja að hraði í orkuskiptum verði í það minnsta sá sami og verið hefur síðastliðin 2 ár þá þarf að framlengja ívilnunum og styðja með því enn frekar við orkuskiptin.“ Saka ráðuneytið um fordóma Samtökin gera sömuleiðis athugasemdir við röksemdir fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Hæst er hlutfall rafmagns- og tengiltvinnbíla í Garðabæ og Seltjarnarnesi eða um 16% á meðan á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið 11% og á landsbyggðinni 5%. „Það er mjög sérstakt að sjá þá fordóma sem afhjúpast í umsögn ráðuneytisins varðandi skráningar tengiltvinnbíla og rafbíla í Garðabæ og Seltjarnarnesi og virðist vera gefið í skyn að þar séu efnameiri kaupendur að nýta sér ívilnun án þess að keyra síðan á rafmagni. Þetta er mjög gölluð nálgun og tekur að engu leiti tillit til heildarfjölda nýskráninga bíla á hverju landsvæði og þeirrar staðreyndar að á höfuðborgarsvæðinu búa flestir og að hlutfallslega fleiri nýskráningar eru þar umfram hlutfallslegan íbúafjölda sem hefur að öllum líkindum með almennan kaupmátt að gera sem er hærri á höfuðborgarsvæðinu en almennt á landsbyggðinni,“ segir í umsögn sambandsins. Tengiltvinnbílar (e. Plug-in-Hybrid) eru nokkurs konar blanda af rafmagnsbíl og hefðbundnum bensín eða díselbíl.EPA Enn langt í land Bílgreinasambandið segir að enn sé langt í land þegar kemur að orkuskiptum hér á landi þar sem hreinir rafbílar séu í dag einungis 4,6% af heildarflota skráðra fólksbíla og tengiltvinnbílar 6,7%. Leggja samtökin til að ívilnanirnar vegna tengiltvinnbíla verði framlengdar í tvö ár og heildarfjöldi verði hækkaður úr 15 þúsund. „Ástæða þess að mikilvægt er að framlengja ívilnanir er að brúa bil þar til framboð rafmagnsbíla er orðið fullnægjandi og bílar í boði í öllum verðflokkum og sem uppfylla flestar þarfir kaupenda hvar sem er á landinu og því glapræði að fella ívilnanir úr gildi sem mun hægja á orkuskiptum þar sem almenningur og bílaleigur munu frekar velja bensín- og/ díselbíla.“ Að sögn Bílgreinasambandsins er framboð rafmagnsbíla enn nokkuð takmarkað og sérlega í verðflokkum 4,5 til 6,5 milljónir sem sé sá verðflokkur sem hin almenna fjölskylda kaupir bíla í. Auk þess sé drægni enn takmörkuð miðað við langkeyrslunotkun og ýmsar aðrar þarfir ekki uppfylltar, til dæmis með stærri og rúmbetri bíla, meðal annars sjö sæta, sem rúma fjölskyldur, barnastóla og farangur. Þá þurfi mikið að gerast áður hleðslunet fyrir rafbíla sé orðið sterkt víðast hvar á landinu.
Bílar Alþingi Umhverfismál Vistvænir bílar Skattar og tollar Tengdar fréttir Engar frekari ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla Samkvæmt minnisblaði frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu munu ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla senn renna sitt skeið. Skattaívilnanir vegna vistvænna bíla hafa verið í gildi síðan 2011. 24. desember 2021 07:00 Bjarni boðar nýtt álagningakerfi á græn ökutæki Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að innleiða nýtt álagningarkerfi fyrir bifreiðar sem ekki væru drifnar áfram af jarðefnaeldsneyti. Fyrstu skrefin verði vonandi stigin á næsta eða þarnæsta ári. Ríkissjóður geti ekki verið án tekna af umferðinni til að standa undir viðhaldi og uppbyggingu innviða hennar. 9. desember 2021 13:18 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Engar frekari ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla Samkvæmt minnisblaði frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu munu ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla senn renna sitt skeið. Skattaívilnanir vegna vistvænna bíla hafa verið í gildi síðan 2011. 24. desember 2021 07:00
Bjarni boðar nýtt álagningakerfi á græn ökutæki Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að innleiða nýtt álagningarkerfi fyrir bifreiðar sem ekki væru drifnar áfram af jarðefnaeldsneyti. Fyrstu skrefin verði vonandi stigin á næsta eða þarnæsta ári. Ríkissjóður geti ekki verið án tekna af umferðinni til að standa undir viðhaldi og uppbyggingu innviða hennar. 9. desember 2021 13:18