Vara við mikilli svifryksmengun um áramótin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 15:10 Fyrsti dagur ársins gæti vel orðið sá þar sem mestrar svifryksmengunar megi vænta. Vísir/Egill Reykjavíkurborg varar við hættu á mikilli svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2022 vegna mengunar frá flugeldum. Búast megi við því að styrkurinn verði yfir heilsuvrndarmörkum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Segir þar að búast megi við því að styrkurinn verði áfram hár fram eftir degi á nýársdag ef hæglætisveður verði í borginni. „Miðað við undanfarin ár gæti 1. janúar 2022 orðið fyrsti svifryksdagur árins vegna mengunar frá skoteldum. Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömmm á rúmmetra,“ segir í tilkynningunni og fólk hvatt til að fylgjast með loftgæðum á loftgæði.is. Borgarbúar eru hvattir til að sýna aðgát og huga að börnum og dýrum ásamt því að ganga rétt frá flugeldarusli. Svifryksmengun vegna flugelda geti verið mjög varasöm og heilsuspillani en á undanförnum árum hafi verið flutt inn um 600 tonn af skoteldum á hverju ári. Árið í ár sé engin undantekning en fyrir þessi áramót hafi verið flutt inn til landsins tæplega 640 tonn af skoteldum en þar af sé púðurmagnið um 56 tonn. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspá, sem enn sé óljós, en verði hæglætisveður verði auknar líkur á slæmum loftgæðum. Fólk er jafnframt hvatt til að kaupa rótarskot Slysavarnafélagsins Landsbjargar vilji það styrkja starf björgunarsveitanna en á sama tíma huga að loftgæðum. Gæludýraeigendur eru jafnframt hvattir til að huga vel að dýrum sínum. Best sé að halda köttum inni dagana í kring um áramót og hafa hunda ávallt í ól þegar þeim sé hleypt út, þó það sé aðeins út í garð. Reykjavík Flugeldar Áramót Tengdar fréttir Hvetur landsmenn til að styðja við bakið á björgunarsveitum eftir annasamt ár Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í dag og stendur yfir fram á gamlársdag. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir alla flugelda hafa skilað sér til landsins fyrir jól og gera björgunarsveitirnar ráð fyrir mikilli sölu í ár. 28. desember 2021 14:31 Banna fullyrðingar Landsbjargar um „umhverfisvæna flugelda“ Neytendastofa hefur lagt bann við fullyrðingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í auglýsingum sínum um sölu þeirra á „umhverfisvænni flugeldum“. Eru fullyrðingarnar taldar ósannaðar, veita rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar og til þess fallna að hafa áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda. 17. maí 2021 10:22 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Segir þar að búast megi við því að styrkurinn verði áfram hár fram eftir degi á nýársdag ef hæglætisveður verði í borginni. „Miðað við undanfarin ár gæti 1. janúar 2022 orðið fyrsti svifryksdagur árins vegna mengunar frá skoteldum. Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömmm á rúmmetra,“ segir í tilkynningunni og fólk hvatt til að fylgjast með loftgæðum á loftgæði.is. Borgarbúar eru hvattir til að sýna aðgát og huga að börnum og dýrum ásamt því að ganga rétt frá flugeldarusli. Svifryksmengun vegna flugelda geti verið mjög varasöm og heilsuspillani en á undanförnum árum hafi verið flutt inn um 600 tonn af skoteldum á hverju ári. Árið í ár sé engin undantekning en fyrir þessi áramót hafi verið flutt inn til landsins tæplega 640 tonn af skoteldum en þar af sé púðurmagnið um 56 tonn. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspá, sem enn sé óljós, en verði hæglætisveður verði auknar líkur á slæmum loftgæðum. Fólk er jafnframt hvatt til að kaupa rótarskot Slysavarnafélagsins Landsbjargar vilji það styrkja starf björgunarsveitanna en á sama tíma huga að loftgæðum. Gæludýraeigendur eru jafnframt hvattir til að huga vel að dýrum sínum. Best sé að halda köttum inni dagana í kring um áramót og hafa hunda ávallt í ól þegar þeim sé hleypt út, þó það sé aðeins út í garð.
Reykjavík Flugeldar Áramót Tengdar fréttir Hvetur landsmenn til að styðja við bakið á björgunarsveitum eftir annasamt ár Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í dag og stendur yfir fram á gamlársdag. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir alla flugelda hafa skilað sér til landsins fyrir jól og gera björgunarsveitirnar ráð fyrir mikilli sölu í ár. 28. desember 2021 14:31 Banna fullyrðingar Landsbjargar um „umhverfisvæna flugelda“ Neytendastofa hefur lagt bann við fullyrðingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í auglýsingum sínum um sölu þeirra á „umhverfisvænni flugeldum“. Eru fullyrðingarnar taldar ósannaðar, veita rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar og til þess fallna að hafa áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda. 17. maí 2021 10:22 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Hvetur landsmenn til að styðja við bakið á björgunarsveitum eftir annasamt ár Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í dag og stendur yfir fram á gamlársdag. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir alla flugelda hafa skilað sér til landsins fyrir jól og gera björgunarsveitirnar ráð fyrir mikilli sölu í ár. 28. desember 2021 14:31
Banna fullyrðingar Landsbjargar um „umhverfisvæna flugelda“ Neytendastofa hefur lagt bann við fullyrðingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í auglýsingum sínum um sölu þeirra á „umhverfisvænni flugeldum“. Eru fullyrðingarnar taldar ósannaðar, veita rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar og til þess fallna að hafa áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda. 17. maí 2021 10:22