Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2021 15:15 Upptaka úr vestismyndavél lögregluþjóns sýnir þegar Elena Lopez var skotinn til bana. Lögreglan telur að eitt þeirra skota sem lögregluþjónninn skaut úr riffli sínum hafi skoppað af gólfinu og hæft unga stúlku sem hafði leitað sér skjóls með móður sinni í mátunarklefum fyrir aftan Lopez. Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni. Lögreglujónninn skaut þá mann til bana sem hafði gengið í skrokk á minnst tveimur konum í verslun í borginni. Stúlkan, sem hét Valentinu Orellana-Peralta, var úrskurðuð látin á staðnum. Maðurinn var 24 ára og hét Daniel Elena Lopez. Atvikið átti sér stað á fimmtudaginn í síðustu viku og hafði lögreglunni borist tilkynning um að maður væri að ráðast á fólk í verslun. Maðurinn hafði notað hjólalás til að ráðast á tvær konur í versluninni en þegar lögregluþjóna bar að garði hafði hann dregið eina eftir gólfinu á versluninni og í átt að mátunarklefunum þar sem stúlkan og móðir hennar voru. Sjá einnig: Lögregluþjónar skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök Lögreglan birti í gær langt myndband sem inniheldur meðal annars upptöku af símtölum til neyðarlínunnar vegna árásar mannsins, upptökur úr öryggismyndavélum, útskýringar yfirmanns fjölmiðladeildar lögreglunnar og upptöku úr vestismyndavél þess lögregluþjóns sem skaut manninn og stúlkuna til bana og annarra lögregluþjóna. Voru varaðir við því að fólk væri í felum Í myndbandinu kemur fram að lögregluþjónar höfðu verið varaðir við því að maðurinn væri með byssu, sem var ekki rétt. Þeim var einnig sagt að viðskiptavinir verslunarinnar væru í felum þar inni. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar telur lögreglan að kúlan sem hæfði stúlkuna hafi fyrst lent í gólfinu og þaðan farið í gegnum vegg mátunarklefans. Elena Lopez sést á upptökunum vafra um verslunina um tíma og virtist hann áttavilltur á köflum. Eftir að hann réðst á eina konu, að virðist af handahófi, yfirgaf hann verslunina um stund en mætti fljótt aftur og réðst á aðra konu sem hann barði ítrekað með hjólalás sem hann hélt á. Stúlkan sést aldrei á myndböndunum en það sem virðast vera öskur móður hennar heyrast frá mátunarklefunum. LA Times segir að fjölskylda stúlkunnar hafi ráðið lögmann og þau ætli að halda blaðamannafund við höfuðstöðvar lögreglunnar í Los Angeles í dag. Lögreglan segir að rannsókn á banaskotinu muni taka tíma eða allt að ár. Vert er að vara við því að myndbandið getur vakið óhug lesenda enda sýnir það árásirnar á konurnar og banaskot. Myndbandið er langt en slysaskotinu er hleypt af eftir rúmlega 29 mínútur. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Lögreglujónninn skaut þá mann til bana sem hafði gengið í skrokk á minnst tveimur konum í verslun í borginni. Stúlkan, sem hét Valentinu Orellana-Peralta, var úrskurðuð látin á staðnum. Maðurinn var 24 ára og hét Daniel Elena Lopez. Atvikið átti sér stað á fimmtudaginn í síðustu viku og hafði lögreglunni borist tilkynning um að maður væri að ráðast á fólk í verslun. Maðurinn hafði notað hjólalás til að ráðast á tvær konur í versluninni en þegar lögregluþjóna bar að garði hafði hann dregið eina eftir gólfinu á versluninni og í átt að mátunarklefunum þar sem stúlkan og móðir hennar voru. Sjá einnig: Lögregluþjónar skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök Lögreglan birti í gær langt myndband sem inniheldur meðal annars upptöku af símtölum til neyðarlínunnar vegna árásar mannsins, upptökur úr öryggismyndavélum, útskýringar yfirmanns fjölmiðladeildar lögreglunnar og upptöku úr vestismyndavél þess lögregluþjóns sem skaut manninn og stúlkuna til bana og annarra lögregluþjóna. Voru varaðir við því að fólk væri í felum Í myndbandinu kemur fram að lögregluþjónar höfðu verið varaðir við því að maðurinn væri með byssu, sem var ekki rétt. Þeim var einnig sagt að viðskiptavinir verslunarinnar væru í felum þar inni. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar telur lögreglan að kúlan sem hæfði stúlkuna hafi fyrst lent í gólfinu og þaðan farið í gegnum vegg mátunarklefans. Elena Lopez sést á upptökunum vafra um verslunina um tíma og virtist hann áttavilltur á köflum. Eftir að hann réðst á eina konu, að virðist af handahófi, yfirgaf hann verslunina um stund en mætti fljótt aftur og réðst á aðra konu sem hann barði ítrekað með hjólalás sem hann hélt á. Stúlkan sést aldrei á myndböndunum en það sem virðast vera öskur móður hennar heyrast frá mátunarklefunum. LA Times segir að fjölskylda stúlkunnar hafi ráðið lögmann og þau ætli að halda blaðamannafund við höfuðstöðvar lögreglunnar í Los Angeles í dag. Lögreglan segir að rannsókn á banaskotinu muni taka tíma eða allt að ár. Vert er að vara við því að myndbandið getur vakið óhug lesenda enda sýnir það árásirnar á konurnar og banaskot. Myndbandið er langt en slysaskotinu er hleypt af eftir rúmlega 29 mínútur.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira