Talíbanar banna langferðir kvenna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. desember 2021 14:31 Ökumönnum hvers kyns farartækja er nú óheimilt að hleypa konum, sem eru einar á langferð og án viðeigandi höfuðslæðu, inn í ökutækin. EPA-EFE/MAXIM SHIPENKOV Talíbanar hafa bannað afgönskum konum, sem ætla að ferðast langar vegalengdir, að ferðast einar. Rútu- og lestarstjórar mega því ekki hleypa konum inn nema þær séu í fylgd karlkyns ættingja sinna. Stjórn Talíbana kynnti þessar nýjustu reglur í gær og er þetta enn eitt skrefið sem skerðir réttindi kvenna frá því að öfgahópurinn tók völd í ágúst. Flestum konum hefur nú verið bannað að vinna og fæstar stúlkur á menntaskólaaldri ganga enn í skóla, þar sem aðeins konur mega kenna stúlkum á þeim aldri. Ráðuneyti Talíbana, sem hvetur til dyggða og kemur í veg fyrir löst (e. Ministry of Promotion of Virtue and Prevention of Vice), sagði í yfirlýsingu í gær að konur sem ætli að ferðast lengra en 72 km þurfi að vera í fylgd karlkyns fjölskyldumeðlima. Með þessari boðun Talíbana fylgir að allir ökumenn, sama hvaða ökutæki þeir stýra, auk þessa ekki að hleypa konum, sem ekki bera viðeigandi slæður, um borð. Þar er þó ekkert sagt um hvers konar slæður séu viðeigandi, en slæður eru af margskonar gerðum og hylja mismikið. Auk þess klæðast flestar afganskar konur slæðum dagsdaglega. Með nýju reglunum er það sömuleiðis bannað að spila tónlist í ökutækjum. Eins og áður segir er langflestum konum ekki lengur heimilt að starfa utan heimilisins. Þar á meðal eru kvenkyns kennarar en reglur segja jafnframt að unglingsstelpur megi ekki nema af karlkyns kennurum. Því eru skólar nær eingöngu opnir drengjum og karlkyns kennurum. Talíbanar vilja þó meina að þessar skerðingar séu aðeins tímabundnar og settar til að tryggja að vinnu- og lærdómsstaðir séu öruggir fyrir stúlkur og konur. Margir telja þó að reglurnar séu komnar til að vera enda bönnuðu Talíbanar, á valdatíð sinni á tíunda áratug síðustu aldar, alla vinnuþátttöku og nám kvenna. Talíbanar bönnuðu konum í síðasta mánuði að koma fram í sjónvarpsþáttum og hafa skipað kvenkyns fréttamönnum og -þulum að bera slæður á höfði sér í sjónvarpinu. Afganistan Jafnréttismál Tengdar fréttir Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36 Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Stjórn Talíbana kynnti þessar nýjustu reglur í gær og er þetta enn eitt skrefið sem skerðir réttindi kvenna frá því að öfgahópurinn tók völd í ágúst. Flestum konum hefur nú verið bannað að vinna og fæstar stúlkur á menntaskólaaldri ganga enn í skóla, þar sem aðeins konur mega kenna stúlkum á þeim aldri. Ráðuneyti Talíbana, sem hvetur til dyggða og kemur í veg fyrir löst (e. Ministry of Promotion of Virtue and Prevention of Vice), sagði í yfirlýsingu í gær að konur sem ætli að ferðast lengra en 72 km þurfi að vera í fylgd karlkyns fjölskyldumeðlima. Með þessari boðun Talíbana fylgir að allir ökumenn, sama hvaða ökutæki þeir stýra, auk þessa ekki að hleypa konum, sem ekki bera viðeigandi slæður, um borð. Þar er þó ekkert sagt um hvers konar slæður séu viðeigandi, en slæður eru af margskonar gerðum og hylja mismikið. Auk þess klæðast flestar afganskar konur slæðum dagsdaglega. Með nýju reglunum er það sömuleiðis bannað að spila tónlist í ökutækjum. Eins og áður segir er langflestum konum ekki lengur heimilt að starfa utan heimilisins. Þar á meðal eru kvenkyns kennarar en reglur segja jafnframt að unglingsstelpur megi ekki nema af karlkyns kennurum. Því eru skólar nær eingöngu opnir drengjum og karlkyns kennurum. Talíbanar vilja þó meina að þessar skerðingar séu aðeins tímabundnar og settar til að tryggja að vinnu- og lærdómsstaðir séu öruggir fyrir stúlkur og konur. Margir telja þó að reglurnar séu komnar til að vera enda bönnuðu Talíbanar, á valdatíð sinni á tíunda áratug síðustu aldar, alla vinnuþátttöku og nám kvenna. Talíbanar bönnuðu konum í síðasta mánuði að koma fram í sjónvarpsþáttum og hafa skipað kvenkyns fréttamönnum og -þulum að bera slæður á höfði sér í sjónvarpinu.
Afganistan Jafnréttismál Tengdar fréttir Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36 Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10
Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36
Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31