Ómíkron kalli á breytingar á einangrun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. desember 2021 12:08 Arnar Þór Jónsson er lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Sigurjón Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem látið er reyna á lögmæti einangrunar vegna faraldursins en þegar það hefur verið gert hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið dæmd lögmæt. Aðgerðir stjórnvalda í faraldrinum hafa aðeins einu sinni verið dæmdar ólögmætar en það var þegar allir Íslendingar sem komu til landsins voru skikkaðir til að dvelja í sóttkví á farsóttahúsum. Allir fimm sem kæra hafa nú setið einkennalausir í einangrun í viku. Það er Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins sem er lögmaður fólksins. Hann segir ljóst að ætli sóttvarnalæknir sér að svipta fólk frelsi verði mjög sterk vísindaleg gögn að liggja að baki þeirri ákvörðun. „Og það eru mörg vísindaleg gögn sem benda í aðra átt. Til dæmis það að PCR-próf séu ekki áreiðanleg. Og annað að það er risastór rannsókn á milljónum manna sem bendir til þess að einkennalausir smiti ekki,“ segir Arnar Þór. Hann segir undarlegt að sóttvarnalæknir leggi ómíkron-afbrigðið að jöfnu við fyrri afbrigði veirunnar þegar kemur að frelsissviptandi aðgerðum. Það sé auðvitað meira smitandi en allt bendi til þess að það valdi vægari veikindum. Skrýtið að sömu reglur gildi um alla „Það sem er náttúrulega svo óþægilegt við þessar aðgerðir er að það er bara verið að beita breiðvirkum aðgerðum á alla. Það er ekkert horft á það sko að við erum öll höfum mismunandi sterkt ónæmi gegn þessum veirum. Það er þúsundfaldur munur, til dæmis, á börnum og gamalmennum,“ segir Arnar Þór. Hann segir mikilvægt að ræða þessi mál og að dómstólar veðri að sinna aðhaldshlutverki sínu þegar stjórnvöld svipti borgara sína frelsi. Það sé borgaraleg skylda fólksins sem kærir að koma málinu til meðferðar hjá dómsvaldinu. Honum þykir fólk hafa látið of lítið í sér heyra í gegn um faraldurinn. „Já, en það er mín persónulega skoðun og hefur verið frá upphafi. Ég veit að meirihluti Íslendinga er alls ekki á þeirri skoðun og hefur viljað dansa kónga á eftir sóttvarnalækni og vill ekkert hætta því. En það verður auðvitað, eins og ég hef margsagt, að veita öllu valdi aðhald,“ segir Arnar Þór. Uppfært klukkan 16:30: Í upprunalegu fréttinni stóð að þetta væri í fyrsta skipti sem reynt sé á lögmæti einangrunar fyrir dómi. Það hefur tvisvar gerst áður og var ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun dæmd lögleg í bæði skiptin, fyrst með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 23. október 2020 og svo 13. apríl 2021. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem látið er reyna á lögmæti einangrunar vegna faraldursins en þegar það hefur verið gert hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið dæmd lögmæt. Aðgerðir stjórnvalda í faraldrinum hafa aðeins einu sinni verið dæmdar ólögmætar en það var þegar allir Íslendingar sem komu til landsins voru skikkaðir til að dvelja í sóttkví á farsóttahúsum. Allir fimm sem kæra hafa nú setið einkennalausir í einangrun í viku. Það er Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins sem er lögmaður fólksins. Hann segir ljóst að ætli sóttvarnalæknir sér að svipta fólk frelsi verði mjög sterk vísindaleg gögn að liggja að baki þeirri ákvörðun. „Og það eru mörg vísindaleg gögn sem benda í aðra átt. Til dæmis það að PCR-próf séu ekki áreiðanleg. Og annað að það er risastór rannsókn á milljónum manna sem bendir til þess að einkennalausir smiti ekki,“ segir Arnar Þór. Hann segir undarlegt að sóttvarnalæknir leggi ómíkron-afbrigðið að jöfnu við fyrri afbrigði veirunnar þegar kemur að frelsissviptandi aðgerðum. Það sé auðvitað meira smitandi en allt bendi til þess að það valdi vægari veikindum. Skrýtið að sömu reglur gildi um alla „Það sem er náttúrulega svo óþægilegt við þessar aðgerðir er að það er bara verið að beita breiðvirkum aðgerðum á alla. Það er ekkert horft á það sko að við erum öll höfum mismunandi sterkt ónæmi gegn þessum veirum. Það er þúsundfaldur munur, til dæmis, á börnum og gamalmennum,“ segir Arnar Þór. Hann segir mikilvægt að ræða þessi mál og að dómstólar veðri að sinna aðhaldshlutverki sínu þegar stjórnvöld svipti borgara sína frelsi. Það sé borgaraleg skylda fólksins sem kærir að koma málinu til meðferðar hjá dómsvaldinu. Honum þykir fólk hafa látið of lítið í sér heyra í gegn um faraldurinn. „Já, en það er mín persónulega skoðun og hefur verið frá upphafi. Ég veit að meirihluti Íslendinga er alls ekki á þeirri skoðun og hefur viljað dansa kónga á eftir sóttvarnalækni og vill ekkert hætta því. En það verður auðvitað, eins og ég hef margsagt, að veita öllu valdi aðhald,“ segir Arnar Þór. Uppfært klukkan 16:30: Í upprunalegu fréttinni stóð að þetta væri í fyrsta skipti sem reynt sé á lögmæti einangrunar fyrir dómi. Það hefur tvisvar gerst áður og var ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun dæmd lögleg í bæði skiptin, fyrst með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 23. október 2020 og svo 13. apríl 2021.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira