Stefna á afléttingar þrátt fyrir fyrsta dauðsfallið vegna ómíkron Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. desember 2021 10:32 Allt að sex klukkustunda bið hefur verið eftir því að komast í covid-próf í Ástralíu undanfarna daga. EPA-EFE/DANNY CASEY Áströlsk stjórnvöld stefna á afléttingar sóttvarnaaðgerða þrátt fyrir að fyrsta dauðsfallið af völdum nýs ómíkron-afbrigðis hafi verið staðfest. Fleiri hafa þá aldrei greinst smitaðir af veirunni á einum degi í landinu en fáir eru þó inniliggjandi á spítala vegna veirunnar. Maðurinn sem lést í gær var á áttræðisaldri og glímdi við önnur heilsufarsvandamál. Hann er sá fyrst sem vitað er um að látist af völdum ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Ástralíu, sem stefnir nú á afléttinga sóttvarnaaðgerða í skrefum. Ómíkron-afbrigði veirunnar, sem sérfræðingar segja smitast hraðar en valda vægari sjúkdómi en fyrri afbrigði veirunnar, fór að dreifast um Ástralíu þegar ferðatakmörkunum milli fylkja landsins hafði verið aflétt og sóttkví Ástrala, sem sneru heim að utan, var sömuleiðis hætt. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni í Ástralíu en nú, sem hefur undanfarin tvö ár eins og flest ríki viðhaldið einhvers konar takmörkunum vegna sóttarinnar. Maðurinn sem lést smitaðist af veirunni á elliheimili og lést á sjúkrahúsi í Sydney. Hann var einn sjö manna sem létust vegna Covid-19 í Ástralíu í gær en sá eini sem staðfest er að hafi látist vegna ómíkron. 10.186 greindust smitaðir af veirunni í Ástralíu í gær, sem er fyrsta skipti sem fleiri en tíu þúsund greinast smitaðir á einum degi í landinu frá upphafi faraldursins. Flestir greindust smitaðir í Nýju Suður-Wales og Viktoríu. Svo virðist þó vera sem alvarleg veikindi vegna ómíkron séu fá í Ástralíu, eins og víða annars staðar. Í Queensland greindust til að mynda 784 smitaðir af veirunni í gær en fjórir eru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna hennar. Mikið álag er á prófunarstöðum í Ástralíu þessa dagana og er til að mynda sex klukkustunda bið eftir PCR-prófum fyrir þá sem ætla að ferðast. Þá hefur víða verið gripið til hertari aðgerða, þó enn sé stefnt að afléttingum. Nýja Suður-Wales hefur til að mynda endurvakið þá reglu að fólk þurfi að skrá sig inn á almenningssvæði með QR-kóðum og víða annars staðar hefur grímuskylda verið sett á á ný innandyra. Þá hefur biðtími eftir örvunarskömmtum bóluefna verið styttur úr sex mánuðum niður í fjóra og stefnt er að því að biðtíminn verði styttur í þrjá mánuði innan tíðar. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. 27. desember 2021 10:06 Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Maðurinn sem lést í gær var á áttræðisaldri og glímdi við önnur heilsufarsvandamál. Hann er sá fyrst sem vitað er um að látist af völdum ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Ástralíu, sem stefnir nú á afléttinga sóttvarnaaðgerða í skrefum. Ómíkron-afbrigði veirunnar, sem sérfræðingar segja smitast hraðar en valda vægari sjúkdómi en fyrri afbrigði veirunnar, fór að dreifast um Ástralíu þegar ferðatakmörkunum milli fylkja landsins hafði verið aflétt og sóttkví Ástrala, sem sneru heim að utan, var sömuleiðis hætt. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni í Ástralíu en nú, sem hefur undanfarin tvö ár eins og flest ríki viðhaldið einhvers konar takmörkunum vegna sóttarinnar. Maðurinn sem lést smitaðist af veirunni á elliheimili og lést á sjúkrahúsi í Sydney. Hann var einn sjö manna sem létust vegna Covid-19 í Ástralíu í gær en sá eini sem staðfest er að hafi látist vegna ómíkron. 10.186 greindust smitaðir af veirunni í Ástralíu í gær, sem er fyrsta skipti sem fleiri en tíu þúsund greinast smitaðir á einum degi í landinu frá upphafi faraldursins. Flestir greindust smitaðir í Nýju Suður-Wales og Viktoríu. Svo virðist þó vera sem alvarleg veikindi vegna ómíkron séu fá í Ástralíu, eins og víða annars staðar. Í Queensland greindust til að mynda 784 smitaðir af veirunni í gær en fjórir eru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna hennar. Mikið álag er á prófunarstöðum í Ástralíu þessa dagana og er til að mynda sex klukkustunda bið eftir PCR-prófum fyrir þá sem ætla að ferðast. Þá hefur víða verið gripið til hertari aðgerða, þó enn sé stefnt að afléttingum. Nýja Suður-Wales hefur til að mynda endurvakið þá reglu að fólk þurfi að skrá sig inn á almenningssvæði með QR-kóðum og víða annars staðar hefur grímuskylda verið sett á á ný innandyra. Þá hefur biðtími eftir örvunarskömmtum bóluefna verið styttur úr sex mánuðum niður í fjóra og stefnt er að því að biðtíminn verði styttur í þrjá mánuði innan tíðar.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. 27. desember 2021 10:06 Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. 27. desember 2021 10:06
Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28
Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04