Starfsmenn Barnaheilla horfnir eftir fjöldamorð á aðfangadag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 27. desember 2021 08:24 Talið er að á milli þrjátíu og fjörutíu manns hafi farist í atlögu stjórnarhersins á bæinn Mo So. KNDF/AP Fjöldamorð var framið í Myanmar á aðfangadag þegar stjórnarhermenn réðust á þorpið Mo So og myrtu rúmlega þrjátíu þorpsbúa. Tveggja starfsmanna alþjóðlegu samtakanna Save the Children, eða Barnaheilla, er saknað. Morðin hafa vakið mikla reiði meðal landsmanna eftir að ljósmyndir af þorpinu, í kjölfar ódæðisverksins, fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Mikil óánægja hefur verið almennt með störf herforingjastjórnarinnar, sem tók völd í febrúar á þessu ári. Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðana í mannréttindamálum, segist sleginn yfir fréttunum og krefst þess að stjórnvöld í Myanmar láti rannsaka atburðinn. Þá hefur bandaríska sendiráðið í Mjanmar lýst yfir andúð á morðunum og krafist þess að ofbeldi gegn almennum borgurum í Mjanmar verði hætt. Barnaheill hafa hætt allri starfsemi í landinu, tímabundið í það minnsta, en svo virðist sem starfsmennirnir, sem voru á leið heim í jólafrí, hafi lent í átökunum miðjum. Staðfest hefur verið að ráðist hafi verið á bíl þeirra og kveikt í honum en óljóst er hvað varð um fólkið. Dómsuppkvaðningu í málum gegn Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga Mjanmar, hefur verið frestarð fram í janúar.AP Photo/Peter Dejong Bæjarbúi í Mo So lýsti því í samtali við fréttastofu AP að hann hafi séð starfsmennina flýja átökin milli stjórnarandstæðinga og hersins á föstudag. Þeir hafi svo verið myrtir eftir að stjórnarherinn handtók þá við að reyna að komast í flóttamannabúðir nærri bænum. Þá greina erlendir fjölmiðlar frá því að réttarhöldunum yfir Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga Mjanmar, hafi verið frestað fram í janúar. Suu Kyi var handtekinn af herforingjastjórninni í febrúar, þegar hún rændi völdum, og hefur síðan verið ákærð fyrir tugi lögbrota. Kveða átti upp dóm í tveimur málum gegn henni í dag, annars vegar fyrir að hafa haft í fórum sínum ólöglegar talstöðvar. Verði Suu Kyi sakfelld fyrir allt það sem hún hefur verið ákærð fyrir gæti hún átt yfir höfði sér meira en 100 ár í fangelsi en hún hefur neitað allri sök og sagt ákærurnar pólitískar. Mjanmar Tengdar fréttir Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra. 26. desember 2021 09:34 Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi. 9. desember 2021 09:15 Aung San Suu Kiy dæmd í fjögurra ára fangelsi Fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, var í morgun dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar. Búist er við að dómurinn verði þyngdur verulega, því hún á fleiri ákærur yfir höfði sér. 6. desember 2021 06:35 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Morðin hafa vakið mikla reiði meðal landsmanna eftir að ljósmyndir af þorpinu, í kjölfar ódæðisverksins, fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Mikil óánægja hefur verið almennt með störf herforingjastjórnarinnar, sem tók völd í febrúar á þessu ári. Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðana í mannréttindamálum, segist sleginn yfir fréttunum og krefst þess að stjórnvöld í Myanmar láti rannsaka atburðinn. Þá hefur bandaríska sendiráðið í Mjanmar lýst yfir andúð á morðunum og krafist þess að ofbeldi gegn almennum borgurum í Mjanmar verði hætt. Barnaheill hafa hætt allri starfsemi í landinu, tímabundið í það minnsta, en svo virðist sem starfsmennirnir, sem voru á leið heim í jólafrí, hafi lent í átökunum miðjum. Staðfest hefur verið að ráðist hafi verið á bíl þeirra og kveikt í honum en óljóst er hvað varð um fólkið. Dómsuppkvaðningu í málum gegn Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga Mjanmar, hefur verið frestarð fram í janúar.AP Photo/Peter Dejong Bæjarbúi í Mo So lýsti því í samtali við fréttastofu AP að hann hafi séð starfsmennina flýja átökin milli stjórnarandstæðinga og hersins á föstudag. Þeir hafi svo verið myrtir eftir að stjórnarherinn handtók þá við að reyna að komast í flóttamannabúðir nærri bænum. Þá greina erlendir fjölmiðlar frá því að réttarhöldunum yfir Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga Mjanmar, hafi verið frestað fram í janúar. Suu Kyi var handtekinn af herforingjastjórninni í febrúar, þegar hún rændi völdum, og hefur síðan verið ákærð fyrir tugi lögbrota. Kveða átti upp dóm í tveimur málum gegn henni í dag, annars vegar fyrir að hafa haft í fórum sínum ólöglegar talstöðvar. Verði Suu Kyi sakfelld fyrir allt það sem hún hefur verið ákærð fyrir gæti hún átt yfir höfði sér meira en 100 ár í fangelsi en hún hefur neitað allri sök og sagt ákærurnar pólitískar.
Mjanmar Tengdar fréttir Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra. 26. desember 2021 09:34 Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi. 9. desember 2021 09:15 Aung San Suu Kiy dæmd í fjögurra ára fangelsi Fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, var í morgun dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar. Búist er við að dómurinn verði þyngdur verulega, því hún á fleiri ákærur yfir höfði sér. 6. desember 2021 06:35 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra. 26. desember 2021 09:34
Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi. 9. desember 2021 09:15
Aung San Suu Kiy dæmd í fjögurra ára fangelsi Fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, var í morgun dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar. Búist er við að dómurinn verði þyngdur verulega, því hún á fleiri ákærur yfir höfði sér. 6. desember 2021 06:35