Rauð jól á Grænlandi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. desember 2021 20:29 Þóra Arnórsdóttir og Svavar Halldórsson ákváðu að eyða hátíðinni á Grænlandi þar sem hefur verið einmunablíða. Vísir Íslensk fjölskylda sem ákvað að verja jólunum á Grænlandi segir hafa komið verulega á óvart að upplifa rauð jól þar. Tilhlökkun er fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar fagna áramótunum þrisvar. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona og fjölskylda ákváðu að fara til Nuuk á Grænlandi yfir jólin eftir að vinir þeirra auglýstu að þeir vildu skipta á íbúðum. „Þetta kveikti strax í okkur og við vorum fljót til og buðum þeim okkar íbúð í stað þeirra á Nuuk yfir hátíðirnar. Það var eins gott að við sáum ekki hvað flugið kostar fyrr en við vorum búin að taka þessa ákvörðun,“ segir Þóra og hlær. Óhefðbundið veður á hefðbundnum aðfangadegi Þóra segir að aðfangadagur hafi verið nokkuð hefðbundinn. „Við komum með fulla ferðatösku af jólapökkum. Það var ekki í boði að koma hingað með þrjú börn og vera ekki með jólagjafir. Þá tókum við með okkur íslenskan jólamat,“ segir hún. Þau versluðu þó líka fyrir jólin í Nuuk og segir Þóra aðspurð að verðið sé hærra en á Íslandi. Veðrið sé hins vegar búið að vera afar óhefðbundið. „Grænlendingar hafa ekki upplifað annað eins. Það var svona átta stiga hiti þegar við komum rétt fyrir jól og og því rauð jól sem er afar sjaldgæft hér. Það er þó frost í dag en engin snjókoma,“ segir Þóra. Þóra segir að svo virðist vera að omíkron- afbrigði kórónuveirunnar sé ekki komið til Grænlands. „Við vorum að fá fregnir að vinum okkar sem fengu greiningu klukkan fimm á aðfangadag og þurftu að fara beint í einangrun. Okkur finnst eiginlega eins og við höfum sloppið,“ segir hún. Sprengjuglaðir Grænlendingar Þóra segir tilhlökkun fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar séu jafnvel sprengjuglaðari en Íslendingar. „Hér er mikil flugeldagleði og flugeldum skotið upp klukkan 20 á gamlársdag því þá er miðnætti í Danmörku og því er að sjálfsögðu fagnað, svo aftur klukkan níu því þá er miðnætti í Færeyjum það er svona meira gert til að sýna samstöðu og svo á miðnætti hér,“ segir Þóra að lokum. Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona og fjölskylda ákváðu að fara til Nuuk á Grænlandi yfir jólin eftir að vinir þeirra auglýstu að þeir vildu skipta á íbúðum. „Þetta kveikti strax í okkur og við vorum fljót til og buðum þeim okkar íbúð í stað þeirra á Nuuk yfir hátíðirnar. Það var eins gott að við sáum ekki hvað flugið kostar fyrr en við vorum búin að taka þessa ákvörðun,“ segir Þóra og hlær. Óhefðbundið veður á hefðbundnum aðfangadegi Þóra segir að aðfangadagur hafi verið nokkuð hefðbundinn. „Við komum með fulla ferðatösku af jólapökkum. Það var ekki í boði að koma hingað með þrjú börn og vera ekki með jólagjafir. Þá tókum við með okkur íslenskan jólamat,“ segir hún. Þau versluðu þó líka fyrir jólin í Nuuk og segir Þóra aðspurð að verðið sé hærra en á Íslandi. Veðrið sé hins vegar búið að vera afar óhefðbundið. „Grænlendingar hafa ekki upplifað annað eins. Það var svona átta stiga hiti þegar við komum rétt fyrir jól og og því rauð jól sem er afar sjaldgæft hér. Það er þó frost í dag en engin snjókoma,“ segir Þóra. Þóra segir að svo virðist vera að omíkron- afbrigði kórónuveirunnar sé ekki komið til Grænlands. „Við vorum að fá fregnir að vinum okkar sem fengu greiningu klukkan fimm á aðfangadag og þurftu að fara beint í einangrun. Okkur finnst eiginlega eins og við höfum sloppið,“ segir hún. Sprengjuglaðir Grænlendingar Þóra segir tilhlökkun fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar séu jafnvel sprengjuglaðari en Íslendingar. „Hér er mikil flugeldagleði og flugeldum skotið upp klukkan 20 á gamlársdag því þá er miðnætti í Danmörku og því er að sjálfsögðu fagnað, svo aftur klukkan níu því þá er miðnætti í Færeyjum það er svona meira gert til að sýna samstöðu og svo á miðnætti hér,“ segir Þóra að lokum.
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira