Hvetja fólk til að fámenna: „Við venjulegar kringumstæður hefði það auðvitað fyllt mann af angri og depurð“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. desember 2021 12:24 Séra Skúli Sigurður Ólafsson Neskirkja Helgihald hefur víða verið með óhefðbundnu sniði vegna kórónuveirufaraldursins. Séra Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, segir að vel hafi gengið en óvenjulegt hafi verið að þurfa hvetja fólk til að mæta ekki í messu. Kórónuveiran leynist víða og helgihald yfir hátíðarnar hefur verið með óhefðbundnu sniði þetta árið. Í fyrra lögðust messur nánast alfarið af en í ár hefur prestum verið unnt að dreifa boðskapi Jesú Krists „í persónu,“ þó með allnokkrum takmörkunum. „Venjulega náttúrulega þá notar maður sögnina að fjölmenna er það ekki, þegar maður hvetur fólk til að mæta í stórum stíl. En við vorum að grínast með það í Neskirkju að við værum svona frekar að hvetja fólk til að fámenna þessi jólin,“ segir sóknarpresturinn og bætir við að unnt sé að taka á móti kirkjugestum með notkun hraðprófa í samræmi við gildandi takmarkanir. Sem dæmi tóku um sjö hundruð manns þátt í helgihaldi á aðfangadag í Neskirkju árið 2019 en þetta árið voru ekki nema tæplega fimmtíu sem mættu í jólamessuna. Skúli segist þó glaður yfir því að hafa fengið að taka á móti kirkjugestum: „Við venjulegar kringumstæður hefði það auðvitað fyllt mann af angri og depurð. En þetta var náttúrulega bara í ljósi aðstæðna,“ segir Skúli. „Þetta er talsvert minna heldur en í meðalári en í fyrra auðvitað þá var allt samkomuhald bannað yfir jólin. Þá sat maður bara með hendur í skauti og ég er náttúrulega þakklátur fyrir það að við skulum þó geta efnt til þessarar dagskrár í kirkjunni. Þó lítil hafi verið og fámenn,“ segir sóknarpresturinn. Trúmál Þjóðkirkjan Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seltjarnarnes Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Kórónuveiran leynist víða og helgihald yfir hátíðarnar hefur verið með óhefðbundnu sniði þetta árið. Í fyrra lögðust messur nánast alfarið af en í ár hefur prestum verið unnt að dreifa boðskapi Jesú Krists „í persónu,“ þó með allnokkrum takmörkunum. „Venjulega náttúrulega þá notar maður sögnina að fjölmenna er það ekki, þegar maður hvetur fólk til að mæta í stórum stíl. En við vorum að grínast með það í Neskirkju að við værum svona frekar að hvetja fólk til að fámenna þessi jólin,“ segir sóknarpresturinn og bætir við að unnt sé að taka á móti kirkjugestum með notkun hraðprófa í samræmi við gildandi takmarkanir. Sem dæmi tóku um sjö hundruð manns þátt í helgihaldi á aðfangadag í Neskirkju árið 2019 en þetta árið voru ekki nema tæplega fimmtíu sem mættu í jólamessuna. Skúli segist þó glaður yfir því að hafa fengið að taka á móti kirkjugestum: „Við venjulegar kringumstæður hefði það auðvitað fyllt mann af angri og depurð. En þetta var náttúrulega bara í ljósi aðstæðna,“ segir Skúli. „Þetta er talsvert minna heldur en í meðalári en í fyrra auðvitað þá var allt samkomuhald bannað yfir jólin. Þá sat maður bara með hendur í skauti og ég er náttúrulega þakklátur fyrir það að við skulum þó geta efnt til þessarar dagskrár í kirkjunni. Þó lítil hafi verið og fámenn,“ segir sóknarpresturinn.
Trúmál Þjóðkirkjan Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seltjarnarnes Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira