Jarðskjálfti 4,2 að stærð: „Það er búið að skjálfa dálítið vel í nótt“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. desember 2021 07:26 Horft yfir Fagradalsfjall í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti, 4,2 af stærð, mældist suðsuðaustur af Fagradalsfjalli klukkan 7:25 í morgun en jörð hefur skolfið við Fagradalsfjall síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftavirkninni en þónokkrir jarðskjálftar mældust yfir 4 að stærð í gær. Sá stærsti mældist á miðvikudaginn en hann var 4,9 að stærð. „Það er búið að skjálfa dálítið vel í nótt,“ segir vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og bætir við að ekkert lát hafi verið á jarðskjálftavirkni. Skjálftarnir hafi þó verið heldur minni en í gærdag. Höfuðborgarbúar fundu vel fyrir jarðskjálfta 4,5 að stærð sem mældist rétt austan við Geldingadali um miðnætti í gær. Á myndinni má sjá jarðskjálftavirkni síðustu 48 klukkustundir.Veðurstofan Staðan er enn óljós en engin merki eru um gosóróa enn sem komið er. Sérfræðingar hjá Veðurstofu fylgjast grannt með stöðu mála og samkvæmt upplýsingu frá náttúruvársérfræðingi er fylgst með þróun mála allan sólarhringinn. Talið hefur verið líklegast að ef annað gos verði komi kvikan upp á sama stað og gaus stóran hluta ársins. Ekki megi þó útiloka að hún komi upp annars staðar og hefur fólk verið varað við því að vera á ferð um svæðið. Gos gæti þess vegna hafist nánast fyrirvaralaust. Fréttin hefur verið uppfærð en skjálftinn hefur nú verið yfirfarinn af Veðurstofunni. Í upphafi var talið að stærð skjálftans hafi verið 4,5 en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu liggur nú fyrir að stærð hans hafi verið 4,2. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 mældist á Reykjanesskaga Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15.03 í dag og samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var hann 4,7 að stærð. Skjálftinn er sá stærsti frá upphafi nýlegrar jarðskjálftahrinu í Fagradagsfalli en hún hófst á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. desember 2021 15:06 Skjálftavirkni við Fagradalsfjall: Eitt þúsund skjálftar frá miðnætti Skjálftavirkni tók að aukast við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærkvöldi eftir fremur rólegan gærdag. Um eitt þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti en skjálftahrinan hefur staðið yfir síðan á þriðjudaginn. 24. desember 2021 08:16 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
„Það er búið að skjálfa dálítið vel í nótt,“ segir vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og bætir við að ekkert lát hafi verið á jarðskjálftavirkni. Skjálftarnir hafi þó verið heldur minni en í gærdag. Höfuðborgarbúar fundu vel fyrir jarðskjálfta 4,5 að stærð sem mældist rétt austan við Geldingadali um miðnætti í gær. Á myndinni má sjá jarðskjálftavirkni síðustu 48 klukkustundir.Veðurstofan Staðan er enn óljós en engin merki eru um gosóróa enn sem komið er. Sérfræðingar hjá Veðurstofu fylgjast grannt með stöðu mála og samkvæmt upplýsingu frá náttúruvársérfræðingi er fylgst með þróun mála allan sólarhringinn. Talið hefur verið líklegast að ef annað gos verði komi kvikan upp á sama stað og gaus stóran hluta ársins. Ekki megi þó útiloka að hún komi upp annars staðar og hefur fólk verið varað við því að vera á ferð um svæðið. Gos gæti þess vegna hafist nánast fyrirvaralaust. Fréttin hefur verið uppfærð en skjálftinn hefur nú verið yfirfarinn af Veðurstofunni. Í upphafi var talið að stærð skjálftans hafi verið 4,5 en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu liggur nú fyrir að stærð hans hafi verið 4,2.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 mældist á Reykjanesskaga Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15.03 í dag og samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var hann 4,7 að stærð. Skjálftinn er sá stærsti frá upphafi nýlegrar jarðskjálftahrinu í Fagradagsfalli en hún hófst á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. desember 2021 15:06 Skjálftavirkni við Fagradalsfjall: Eitt þúsund skjálftar frá miðnætti Skjálftavirkni tók að aukast við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærkvöldi eftir fremur rólegan gærdag. Um eitt þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti en skjálftahrinan hefur staðið yfir síðan á þriðjudaginn. 24. desember 2021 08:16 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 mældist á Reykjanesskaga Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15.03 í dag og samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var hann 4,7 að stærð. Skjálftinn er sá stærsti frá upphafi nýlegrar jarðskjálftahrinu í Fagradagsfalli en hún hófst á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. desember 2021 15:06
Skjálftavirkni við Fagradalsfjall: Eitt þúsund skjálftar frá miðnætti Skjálftavirkni tók að aukast við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærkvöldi eftir fremur rólegan gærdag. Um eitt þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti en skjálftahrinan hefur staðið yfir síðan á þriðjudaginn. 24. desember 2021 08:16