Jörð skelfur á Reykjanesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. desember 2021 22:46 Margur landsmaðurinn hefur ekið Suðurstrandarveginn á árinu til að skoða eldgosið í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti af stærðinni 4,8 varð 2,5 kílómetra norðaustan af Grindavík klukkan 21:38 í kvöld. Skjálftinn varð á fimm kílómetra dýpi en hann er sá næststærsti sem hefur orðið í yfirstandandi skjálftahrinu sem hófst á þriðjudaginn. Skjálfti upp á 4,7 varð upp úr klukkan þrjú í dag sem var sá stærsti í hrinunni þar til nú í kvöld. Fjórir af stærð fjórir eða meira hafa orðið á svæðinu síðan þá og nú í kvöld. Skjálfti upp á 4,9 varð á miðvikudaginn. Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í dag að skjálftahrinan virtist vera söm við sig. Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa talið líklegast að verði annað gos að kvikan komi upp á sama stað og gaus stóran hluta ársins. Ekki megi þó útiloka að hún komi upp annars staðar og hefur fólk verið varað við því að vera á ferð um svæðið. Stærstu skjálftarnir í kvöld voru fyrrnefndur skjálfti upp á 4,8 klukkan 21:38 og svo annar upp á 4,4 strax í kjölfarið, eftirskjálfti. Stuttu seinna, klukkan 21:43, varð svo skjálfti af stærðinni 4,1. Þessir skjálftar voru norðan Grindavíkur og eru því svokallaðir gikkskjálftar - þeir verða þegar þrýstingur vegna kvikusöfnunar skapar spennu á öðrum stöðum í jarðskorpunni, í þessu tilfelli vestan við kvikusöfnunina. Engin merki eru um gosóróa að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Uppfært klukkan 00:16 Í fyrri útgáfu sagði að skjálftinn upp á 4,8 væri sá stærsti í hrinunni til þessa. Hið rétta er að hann er sá næststærsti. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 mældist á Reykjanesskaga Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15.03 í dag og samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var hann 4,7 að stærð. Skjálftinn er sá stærsti frá upphafi nýlegrar jarðskjálftahrinu í Fagradagsfalli en hún hófst á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. desember 2021 15:06 Skjálftavirkni við Fagradalsfjall: Eitt þúsund skjálftar frá miðnætti Skjálftavirkni tók að aukast við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærkvöldi eftir fremur rólegan gærdag. Um eitt þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti en skjálftahrinan hefur staðið yfir síðan á þriðjudaginn. 24. desember 2021 08:16 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Skjálfti upp á 4,7 varð upp úr klukkan þrjú í dag sem var sá stærsti í hrinunni þar til nú í kvöld. Fjórir af stærð fjórir eða meira hafa orðið á svæðinu síðan þá og nú í kvöld. Skjálfti upp á 4,9 varð á miðvikudaginn. Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í dag að skjálftahrinan virtist vera söm við sig. Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa talið líklegast að verði annað gos að kvikan komi upp á sama stað og gaus stóran hluta ársins. Ekki megi þó útiloka að hún komi upp annars staðar og hefur fólk verið varað við því að vera á ferð um svæðið. Stærstu skjálftarnir í kvöld voru fyrrnefndur skjálfti upp á 4,8 klukkan 21:38 og svo annar upp á 4,4 strax í kjölfarið, eftirskjálfti. Stuttu seinna, klukkan 21:43, varð svo skjálfti af stærðinni 4,1. Þessir skjálftar voru norðan Grindavíkur og eru því svokallaðir gikkskjálftar - þeir verða þegar þrýstingur vegna kvikusöfnunar skapar spennu á öðrum stöðum í jarðskorpunni, í þessu tilfelli vestan við kvikusöfnunina. Engin merki eru um gosóróa að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Uppfært klukkan 00:16 Í fyrri útgáfu sagði að skjálftinn upp á 4,8 væri sá stærsti í hrinunni til þessa. Hið rétta er að hann er sá næststærsti.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 mældist á Reykjanesskaga Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15.03 í dag og samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var hann 4,7 að stærð. Skjálftinn er sá stærsti frá upphafi nýlegrar jarðskjálftahrinu í Fagradagsfalli en hún hófst á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. desember 2021 15:06 Skjálftavirkni við Fagradalsfjall: Eitt þúsund skjálftar frá miðnætti Skjálftavirkni tók að aukast við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærkvöldi eftir fremur rólegan gærdag. Um eitt þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti en skjálftahrinan hefur staðið yfir síðan á þriðjudaginn. 24. desember 2021 08:16 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 mældist á Reykjanesskaga Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15.03 í dag og samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var hann 4,7 að stærð. Skjálftinn er sá stærsti frá upphafi nýlegrar jarðskjálftahrinu í Fagradagsfalli en hún hófst á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. desember 2021 15:06
Skjálftavirkni við Fagradalsfjall: Eitt þúsund skjálftar frá miðnætti Skjálftavirkni tók að aukast við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærkvöldi eftir fremur rólegan gærdag. Um eitt þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti en skjálftahrinan hefur staðið yfir síðan á þriðjudaginn. 24. desember 2021 08:16