Bíllinn líka í jólabaðið: „Þetta er alltaf svona fyrir jólin“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2021 19:31 Langar raðir hafa myndast við bílaþvottastöðvar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Aðsend/Guðjón Pétursson Langar biðraðir hafa verið í bílaþvottastöðvar Löðurs síðustu daga en fyrirtækið rekur alls fimmtán bílaþvottastöðvar hér á landi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir síðustu daga fyrir jól vera allra stærstu daga ársins í bílaþvotti, að frátöldum nýársdag. Notendur samfélagsmiðilsins Twitter voru gáttaðir á bílaþvottaæði landsmanna og veltu því fyrir sér hvort að bílaeigendum væri óhugsandi að halda gleðileg jól án þess að hafa bílinn tandurhreinan. Ég mun aldrei skilja sturluðu röðina í Löður daganna fyrir jól og þá þörf að geta ekki haldið hátíðarnar nema vera búinn að baða bílinn. En dæmi ekkert samt. Gerið það sem gleður. pic.twitter.com/oQC7gWy5dA— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) December 23, 2021 Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Löðurs, segir að landsmenn telji ekki nóg að þrífa allt hátt og lágt heima fyrir. Margir bílaeigendur virðist einnig telja óhugsandi að hafa bílinn grútskítugan úti í stæði á aðfangadag og drífi sig því með hann í þvott. Hún segir að einhverjir virðist jafnvel hafa bílaþvott inni í sjálfri jólarútínunni. „Við erum með rosa langar raðir og fimmtíu bíla í röð en þetta gengur voða hratt fyrir sig. Við getum, eins og niðri á Fiskislóð, tekið 72 bíla á klukkustund,“ og bætir við að starfsfólkið sé á fullu þessa dagana: „Þetta er alltaf svona fyrir jólin. Við erum bara ótrúlega heppin, starfsfólkið er voðalega ánægt og allir kátir. Þetta er bara rosalega gaman,“ segir Elísabet. Myndin er tekin á bílaþvottastöð Löðurs á Vesturlandsvegi.Aðsend/Guðjón Pétursson Reykjavík Bílar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Notendur samfélagsmiðilsins Twitter voru gáttaðir á bílaþvottaæði landsmanna og veltu því fyrir sér hvort að bílaeigendum væri óhugsandi að halda gleðileg jól án þess að hafa bílinn tandurhreinan. Ég mun aldrei skilja sturluðu röðina í Löður daganna fyrir jól og þá þörf að geta ekki haldið hátíðarnar nema vera búinn að baða bílinn. En dæmi ekkert samt. Gerið það sem gleður. pic.twitter.com/oQC7gWy5dA— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) December 23, 2021 Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Löðurs, segir að landsmenn telji ekki nóg að þrífa allt hátt og lágt heima fyrir. Margir bílaeigendur virðist einnig telja óhugsandi að hafa bílinn grútskítugan úti í stæði á aðfangadag og drífi sig því með hann í þvott. Hún segir að einhverjir virðist jafnvel hafa bílaþvott inni í sjálfri jólarútínunni. „Við erum með rosa langar raðir og fimmtíu bíla í röð en þetta gengur voða hratt fyrir sig. Við getum, eins og niðri á Fiskislóð, tekið 72 bíla á klukkustund,“ og bætir við að starfsfólkið sé á fullu þessa dagana: „Þetta er alltaf svona fyrir jólin. Við erum bara ótrúlega heppin, starfsfólkið er voðalega ánægt og allir kátir. Þetta er bara rosalega gaman,“ segir Elísabet. Myndin er tekin á bílaþvottastöð Löðurs á Vesturlandsvegi.Aðsend/Guðjón Pétursson
Reykjavík Bílar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira