„Getur verið að fólk sé ekki að fara í prófin eins fljótt og það gerði“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. desember 2021 17:30 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mikilvægt að fólk mæti í sýnatöku finni það fyrir minnstu einkennum. Vísir/Vilhelm Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn í dag ekki vera stóran þegar kemur að sýnatökum, þrátt fyrir að metfjöldi hafi greinst með Covid-19 í gær. Mögulegt er að fólk veigri sér við því að mæta í sýnatöku fyrir jólin. Heldur færri mættu í sýnatöku í dag vegna Covid-19 í dag heldur en undanfarna daga en að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, eiga þau von á að taka um þrjú þúsund PCR-sýni og tvö þúsund hraðgreiningarpróf í dag. „Hingað til hafa hraðgreiningarprófin yfirleitt verið aðeins fleiri en nú eru einkennasýnatökur og sóttkvíarsýnatökur heldur fleiri, og við upplifum það heldur að þær séu hlutfallslega fleiri. En þetta er ekki stór dagur, alls ekki,“ segir Óskar. Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í gær, eða 443 innanlands og 51 á landamærunum. Í einangrun eru nú 2.622 manns og eru 3.159 í sóttkví. Aðspurður um hvort fólk veigri sér við því að mæta í sýnatöku, til að mynda svo það lendi ekki í einangrun yfir jólin, segir Óskar það erfitt að segja. „Það er svona eitthvað talað um það, það getur verið að fólk sé ekki alveg að fara í prófin eins fljótt og það gerði og það líða einhverjir dagar, sem er mjög óheppilegt vegna þess að um leið og það líða einhverjir dagar þar til sýnin eru tekin þá ertu búinn að vera að umgangast aðra og gætir verið búinn að dreifa veirunni,“ segir Óskar. Kemur ekki á óvart ef margir mæta yfir hátíðirnar Mikið álag hefur verið á sýnatökustöðum undanfarnar vikur en Óskar segir allt ganga vel hjá þeim um þessar mundir. „Við erum mjög vel mönnuð og það er góður gangur á þessu þannig það er nánast engin bið. Þó að við séum að taka þessi fimm þúsund sýni í dag þá er fólk ekkert að bíða, það labbar nánast bara inn, það er svona upp undir korter svona í lengstu bið,“ segir Óskar. Opið verður í sýnatökur á Suðurlandsbraut frá klukkan 8 til 12 á morgun, aðfangadag. Á jóladag verður ekki opið í hraðpróf né PCR-sýnatökur fyrir ferðalög en opið verður í PCR einkenna- og sóttkvíarsýnatöku frá klukkan 10 til 14. „Það gæti komið dálítið margir á morgun, þetta er auðvitað stuttur tími þannig þetta getur orðið svolítið þétt, en við erum vel mönnuð,“ segir Óskar. „Alla dagana verður vel mannað og það ætti ekki að vera nein sérstök bið neins staðar.“ Hann hvetur alla sem eru með minnstu einkenni til að mæta í sýnatöku en mögulega munu margir fara í sýnatöku yfir hátíðirnar. „Það er mikið um veiruna greinilega í samfélaginu þannig að þess vegna ættu að vera margar PCR sýnatökur, það kemur okkur ekkert á óvart þó þeir verði margir,“ segir Óskar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir „Mönnunin er Akkilesar-hællinn“ Alma Möller landlæknir segir að um fjörutíu starfsmenn Landspítalans séu í einangrun vegna Covid-19. Mönnun spítalans er að hennar sögn Akkilesar-hællinn og verið er að leita allra leið til að létta álagi af Landspítalanum. 23. desember 2021 11:56 Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27 Svona var 191. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar í dag, á Þorláksmessu, klukkan 11:00. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 23. desember 2021 09:44 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Heldur færri mættu í sýnatöku í dag vegna Covid-19 í dag heldur en undanfarna daga en að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, eiga þau von á að taka um þrjú þúsund PCR-sýni og tvö þúsund hraðgreiningarpróf í dag. „Hingað til hafa hraðgreiningarprófin yfirleitt verið aðeins fleiri en nú eru einkennasýnatökur og sóttkvíarsýnatökur heldur fleiri, og við upplifum það heldur að þær séu hlutfallslega fleiri. En þetta er ekki stór dagur, alls ekki,“ segir Óskar. Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í gær, eða 443 innanlands og 51 á landamærunum. Í einangrun eru nú 2.622 manns og eru 3.159 í sóttkví. Aðspurður um hvort fólk veigri sér við því að mæta í sýnatöku, til að mynda svo það lendi ekki í einangrun yfir jólin, segir Óskar það erfitt að segja. „Það er svona eitthvað talað um það, það getur verið að fólk sé ekki alveg að fara í prófin eins fljótt og það gerði og það líða einhverjir dagar, sem er mjög óheppilegt vegna þess að um leið og það líða einhverjir dagar þar til sýnin eru tekin þá ertu búinn að vera að umgangast aðra og gætir verið búinn að dreifa veirunni,“ segir Óskar. Kemur ekki á óvart ef margir mæta yfir hátíðirnar Mikið álag hefur verið á sýnatökustöðum undanfarnar vikur en Óskar segir allt ganga vel hjá þeim um þessar mundir. „Við erum mjög vel mönnuð og það er góður gangur á þessu þannig það er nánast engin bið. Þó að við séum að taka þessi fimm þúsund sýni í dag þá er fólk ekkert að bíða, það labbar nánast bara inn, það er svona upp undir korter svona í lengstu bið,“ segir Óskar. Opið verður í sýnatökur á Suðurlandsbraut frá klukkan 8 til 12 á morgun, aðfangadag. Á jóladag verður ekki opið í hraðpróf né PCR-sýnatökur fyrir ferðalög en opið verður í PCR einkenna- og sóttkvíarsýnatöku frá klukkan 10 til 14. „Það gæti komið dálítið margir á morgun, þetta er auðvitað stuttur tími þannig þetta getur orðið svolítið þétt, en við erum vel mönnuð,“ segir Óskar. „Alla dagana verður vel mannað og það ætti ekki að vera nein sérstök bið neins staðar.“ Hann hvetur alla sem eru með minnstu einkenni til að mæta í sýnatöku en mögulega munu margir fara í sýnatöku yfir hátíðirnar. „Það er mikið um veiruna greinilega í samfélaginu þannig að þess vegna ættu að vera margar PCR sýnatökur, það kemur okkur ekkert á óvart þó þeir verði margir,“ segir Óskar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir „Mönnunin er Akkilesar-hællinn“ Alma Möller landlæknir segir að um fjörutíu starfsmenn Landspítalans séu í einangrun vegna Covid-19. Mönnun spítalans er að hennar sögn Akkilesar-hællinn og verið er að leita allra leið til að létta álagi af Landspítalanum. 23. desember 2021 11:56 Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27 Svona var 191. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar í dag, á Þorláksmessu, klukkan 11:00. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 23. desember 2021 09:44 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
„Mönnunin er Akkilesar-hællinn“ Alma Möller landlæknir segir að um fjörutíu starfsmenn Landspítalans séu í einangrun vegna Covid-19. Mönnun spítalans er að hennar sögn Akkilesar-hællinn og verið er að leita allra leið til að létta álagi af Landspítalanum. 23. desember 2021 11:56
Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27
Svona var 191. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar í dag, á Þorláksmessu, klukkan 11:00. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 23. desember 2021 09:44