„Getur verið að fólk sé ekki að fara í prófin eins fljótt og það gerði“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. desember 2021 17:30 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mikilvægt að fólk mæti í sýnatöku finni það fyrir minnstu einkennum. Vísir/Vilhelm Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn í dag ekki vera stóran þegar kemur að sýnatökum, þrátt fyrir að metfjöldi hafi greinst með Covid-19 í gær. Mögulegt er að fólk veigri sér við því að mæta í sýnatöku fyrir jólin. Heldur færri mættu í sýnatöku í dag vegna Covid-19 í dag heldur en undanfarna daga en að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, eiga þau von á að taka um þrjú þúsund PCR-sýni og tvö þúsund hraðgreiningarpróf í dag. „Hingað til hafa hraðgreiningarprófin yfirleitt verið aðeins fleiri en nú eru einkennasýnatökur og sóttkvíarsýnatökur heldur fleiri, og við upplifum það heldur að þær séu hlutfallslega fleiri. En þetta er ekki stór dagur, alls ekki,“ segir Óskar. Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í gær, eða 443 innanlands og 51 á landamærunum. Í einangrun eru nú 2.622 manns og eru 3.159 í sóttkví. Aðspurður um hvort fólk veigri sér við því að mæta í sýnatöku, til að mynda svo það lendi ekki í einangrun yfir jólin, segir Óskar það erfitt að segja. „Það er svona eitthvað talað um það, það getur verið að fólk sé ekki alveg að fara í prófin eins fljótt og það gerði og það líða einhverjir dagar, sem er mjög óheppilegt vegna þess að um leið og það líða einhverjir dagar þar til sýnin eru tekin þá ertu búinn að vera að umgangast aðra og gætir verið búinn að dreifa veirunni,“ segir Óskar. Kemur ekki á óvart ef margir mæta yfir hátíðirnar Mikið álag hefur verið á sýnatökustöðum undanfarnar vikur en Óskar segir allt ganga vel hjá þeim um þessar mundir. „Við erum mjög vel mönnuð og það er góður gangur á þessu þannig það er nánast engin bið. Þó að við séum að taka þessi fimm þúsund sýni í dag þá er fólk ekkert að bíða, það labbar nánast bara inn, það er svona upp undir korter svona í lengstu bið,“ segir Óskar. Opið verður í sýnatökur á Suðurlandsbraut frá klukkan 8 til 12 á morgun, aðfangadag. Á jóladag verður ekki opið í hraðpróf né PCR-sýnatökur fyrir ferðalög en opið verður í PCR einkenna- og sóttkvíarsýnatöku frá klukkan 10 til 14. „Það gæti komið dálítið margir á morgun, þetta er auðvitað stuttur tími þannig þetta getur orðið svolítið þétt, en við erum vel mönnuð,“ segir Óskar. „Alla dagana verður vel mannað og það ætti ekki að vera nein sérstök bið neins staðar.“ Hann hvetur alla sem eru með minnstu einkenni til að mæta í sýnatöku en mögulega munu margir fara í sýnatöku yfir hátíðirnar. „Það er mikið um veiruna greinilega í samfélaginu þannig að þess vegna ættu að vera margar PCR sýnatökur, það kemur okkur ekkert á óvart þó þeir verði margir,“ segir Óskar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir „Mönnunin er Akkilesar-hællinn“ Alma Möller landlæknir segir að um fjörutíu starfsmenn Landspítalans séu í einangrun vegna Covid-19. Mönnun spítalans er að hennar sögn Akkilesar-hællinn og verið er að leita allra leið til að létta álagi af Landspítalanum. 23. desember 2021 11:56 Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27 Svona var 191. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar í dag, á Þorláksmessu, klukkan 11:00. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 23. desember 2021 09:44 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Sjá meira
Heldur færri mættu í sýnatöku í dag vegna Covid-19 í dag heldur en undanfarna daga en að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, eiga þau von á að taka um þrjú þúsund PCR-sýni og tvö þúsund hraðgreiningarpróf í dag. „Hingað til hafa hraðgreiningarprófin yfirleitt verið aðeins fleiri en nú eru einkennasýnatökur og sóttkvíarsýnatökur heldur fleiri, og við upplifum það heldur að þær séu hlutfallslega fleiri. En þetta er ekki stór dagur, alls ekki,“ segir Óskar. Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í gær, eða 443 innanlands og 51 á landamærunum. Í einangrun eru nú 2.622 manns og eru 3.159 í sóttkví. Aðspurður um hvort fólk veigri sér við því að mæta í sýnatöku, til að mynda svo það lendi ekki í einangrun yfir jólin, segir Óskar það erfitt að segja. „Það er svona eitthvað talað um það, það getur verið að fólk sé ekki alveg að fara í prófin eins fljótt og það gerði og það líða einhverjir dagar, sem er mjög óheppilegt vegna þess að um leið og það líða einhverjir dagar þar til sýnin eru tekin þá ertu búinn að vera að umgangast aðra og gætir verið búinn að dreifa veirunni,“ segir Óskar. Kemur ekki á óvart ef margir mæta yfir hátíðirnar Mikið álag hefur verið á sýnatökustöðum undanfarnar vikur en Óskar segir allt ganga vel hjá þeim um þessar mundir. „Við erum mjög vel mönnuð og það er góður gangur á þessu þannig það er nánast engin bið. Þó að við séum að taka þessi fimm þúsund sýni í dag þá er fólk ekkert að bíða, það labbar nánast bara inn, það er svona upp undir korter svona í lengstu bið,“ segir Óskar. Opið verður í sýnatökur á Suðurlandsbraut frá klukkan 8 til 12 á morgun, aðfangadag. Á jóladag verður ekki opið í hraðpróf né PCR-sýnatökur fyrir ferðalög en opið verður í PCR einkenna- og sóttkvíarsýnatöku frá klukkan 10 til 14. „Það gæti komið dálítið margir á morgun, þetta er auðvitað stuttur tími þannig þetta getur orðið svolítið þétt, en við erum vel mönnuð,“ segir Óskar. „Alla dagana verður vel mannað og það ætti ekki að vera nein sérstök bið neins staðar.“ Hann hvetur alla sem eru með minnstu einkenni til að mæta í sýnatöku en mögulega munu margir fara í sýnatöku yfir hátíðirnar. „Það er mikið um veiruna greinilega í samfélaginu þannig að þess vegna ættu að vera margar PCR sýnatökur, það kemur okkur ekkert á óvart þó þeir verði margir,“ segir Óskar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir „Mönnunin er Akkilesar-hællinn“ Alma Möller landlæknir segir að um fjörutíu starfsmenn Landspítalans séu í einangrun vegna Covid-19. Mönnun spítalans er að hennar sögn Akkilesar-hællinn og verið er að leita allra leið til að létta álagi af Landspítalanum. 23. desember 2021 11:56 Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27 Svona var 191. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar í dag, á Þorláksmessu, klukkan 11:00. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 23. desember 2021 09:44 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Sjá meira
„Mönnunin er Akkilesar-hællinn“ Alma Möller landlæknir segir að um fjörutíu starfsmenn Landspítalans séu í einangrun vegna Covid-19. Mönnun spítalans er að hennar sögn Akkilesar-hællinn og verið er að leita allra leið til að létta álagi af Landspítalanum. 23. desember 2021 11:56
Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27
Svona var 191. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar í dag, á Þorláksmessu, klukkan 11:00. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 23. desember 2021 09:44