„Þau eru bara fúl að vera ekki boðið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2021 19:15 Gunnar Örn, dætur hans tvær og Sigurður Hólm kunnu vel að meta kæsta skötuna. Vísir Fólk sem fussar og sveiar yfir þeim sem njóta skötunnar er bara fúlt yfir því að vera ekki boðið með. Þetta segir einn af fjölmörgum unnendum skötunnar sem var á borðum í margri skötuveislunni í dag. Á Laugáasi í Laugardalnum byrjaði fólk að mæta í skötuna um ellefuleytið. „En það eru mun færri sem að koma núna en undanfarin ár vegna Covid. Það hafa verið þónokkrar afpantanir, í morgun, og verði mjög leitt að geta ekki komið. Þetta er gömul hefð hjá mörgum,“ segir Ragnar Guðmundsson eigandi Lauga-áss. Lauga-ás var einn fjölmargra veitingastaða sem fékk undanþágu frá heilbrigðisráðuneytinu til að halda fimmtíu manna hólf út Þorláksmessu. Gunnar Örn Ólafsson var ekki að fá sér skötu í fyrsta skipti og sannarlega ekki í það síðasta. „Hún er bara stórkostleg einu orði sagt. Ein er svo rosalega sterk að maður þarf að anda frá sér til að geta borðað hana,“ segir Gunnar Örn sem sat að snæðingi með börnum sínum þremur og góðum vini. „Pabbi er bara farinn að grenja,“ segir Þórunn dóttir hans í gríni og Gunnar tekur undir: „Það liggur við.“ Jóna Vigfúsdóttir kann vel að meta skötuna. „Þetta er ótrúlega gott, þrátt fyrir lykt.“ Allir við borð Gunnars kunnu vel að meta þennan umdeilda fiskrétt. „Alveg meiriháttar. Þetta er það sem maður þarf að gera fyrir jólin. Að fá sér skötuna, svo koma jólin,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson. „Þetta er hluti af hefðinni. Maður er alinn upp við þetta,“ bætir Þórunn við. Sumir gestir á Lauga-ási ætluðu ekkert að fá sér Skötu. Fiskur í gratín var á boðstólnum hjá feðgunum Benedikt Svavarssyni og Svavari Benediktssyni. Þeir tjáðu fréttamanni að það væri jólalegt að koma á Lauga-ás á Þorláksmessu, í skötuveislu, þótt þeir veldu ekki skötuna á diskinn sinn. Hallfríður Vigfúsdóttir, systir Jónu, var klædd í jólavesti sem hún sagði að færi beint í þvott eftir skötuveisluna. Eins og eflaust fleiri flíkur sem fólk klæddist í skötuveislunni. „Mér var vinsamlegast tilkynnt að ég skildi fara í sturtu áður en ég hitti restina af fjölskyldunni,“ segir Hallfríður og hlær. En hvað með alla þá sem segja að skatan sé ekkert góð? Fólk sem borði hana sé bara að ljúga. „Þau eru bara fúl að vera ekki boðið,“ segir Gunnar Örn. Ragnar eigandi man þá tíð þegar skatan var borin fram á hverjum laugardegi. Það var upp úr miðri síðustu öld þegar hann reiddi fram mat á Hressingarskálanum og svo síðar á sjónum. Honum hugnast ekki að byrja á því aftur. „Nei, ég held ekki. Maður fékk nóg af því þá.“ Jól Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Á Laugáasi í Laugardalnum byrjaði fólk að mæta í skötuna um ellefuleytið. „En það eru mun færri sem að koma núna en undanfarin ár vegna Covid. Það hafa verið þónokkrar afpantanir, í morgun, og verði mjög leitt að geta ekki komið. Þetta er gömul hefð hjá mörgum,“ segir Ragnar Guðmundsson eigandi Lauga-áss. Lauga-ás var einn fjölmargra veitingastaða sem fékk undanþágu frá heilbrigðisráðuneytinu til að halda fimmtíu manna hólf út Þorláksmessu. Gunnar Örn Ólafsson var ekki að fá sér skötu í fyrsta skipti og sannarlega ekki í það síðasta. „Hún er bara stórkostleg einu orði sagt. Ein er svo rosalega sterk að maður þarf að anda frá sér til að geta borðað hana,“ segir Gunnar Örn sem sat að snæðingi með börnum sínum þremur og góðum vini. „Pabbi er bara farinn að grenja,“ segir Þórunn dóttir hans í gríni og Gunnar tekur undir: „Það liggur við.“ Jóna Vigfúsdóttir kann vel að meta skötuna. „Þetta er ótrúlega gott, þrátt fyrir lykt.“ Allir við borð Gunnars kunnu vel að meta þennan umdeilda fiskrétt. „Alveg meiriháttar. Þetta er það sem maður þarf að gera fyrir jólin. Að fá sér skötuna, svo koma jólin,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson. „Þetta er hluti af hefðinni. Maður er alinn upp við þetta,“ bætir Þórunn við. Sumir gestir á Lauga-ási ætluðu ekkert að fá sér Skötu. Fiskur í gratín var á boðstólnum hjá feðgunum Benedikt Svavarssyni og Svavari Benediktssyni. Þeir tjáðu fréttamanni að það væri jólalegt að koma á Lauga-ás á Þorláksmessu, í skötuveislu, þótt þeir veldu ekki skötuna á diskinn sinn. Hallfríður Vigfúsdóttir, systir Jónu, var klædd í jólavesti sem hún sagði að færi beint í þvott eftir skötuveisluna. Eins og eflaust fleiri flíkur sem fólk klæddist í skötuveislunni. „Mér var vinsamlegast tilkynnt að ég skildi fara í sturtu áður en ég hitti restina af fjölskyldunni,“ segir Hallfríður og hlær. En hvað með alla þá sem segja að skatan sé ekkert góð? Fólk sem borði hana sé bara að ljúga. „Þau eru bara fúl að vera ekki boðið,“ segir Gunnar Örn. Ragnar eigandi man þá tíð þegar skatan var borin fram á hverjum laugardegi. Það var upp úr miðri síðustu öld þegar hann reiddi fram mat á Hressingarskálanum og svo síðar á sjónum. Honum hugnast ekki að byrja á því aftur. „Nei, ég held ekki. Maður fékk nóg af því þá.“
Jól Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira