James Franco viðurkennir að hafa sofið hjá nemendum sínum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2021 15:30 James Franco viðurkennir að hafa sofið hjá nemendum í leiklistaskólanum hans Studio 4. Hann segist hafa talið á sínum tíma að kynferðislegt samband hans við nemendur hafi verið með þeira samþykki. EPA-EFE/JAVIER ETXEZARRETA Leikarinn James Franco hefur viðurkennt að hafa sofið hjá nemendum sínum. Franco hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni af nemendum. Undanfarin fjögur ár hefur fjöldi kvenna stigið fram og sakað Franco um óviðeigandi kynferiðslega hegðun og hefur hann meira að segja verið kærður vegna þess. Í sumar samdi hann að greiða 2,2 milljónir Bandaríkjadala, eða um 290 milljónir króna, vegna kynferðislegs áreitis í garð nemenda. Leikarinn, sem er 43 ára gamall, hefur nú viðurkennt í The Jess Cagle hlaðvarpinu að hafa sofið hjá nemendum sem hann kenndi leiklist. Hann sagði þá jafnframt að það hafi verið rangt. Hann sagðist þó ekki hafa stofnað leiklistaskólann til þess að lokka konur í kynferðislegum tilgangi. Spoke to James Franco about sexual misconduct allegations, addiction, and lots of other things. Interview airs tomorrow on #TheJessCagleShow (@SIRIUSXM 109 2pET / 11aPT) and goes up on The Jess Cagle Podcast (available everywhere) tomorrow. https://t.co/KdJdzLDj9Z via @YouTube— .@MrJessCagle (@MrJessCagle) December 22, 2021 Sarah Tither-Kaplan and Toni Gaal, sem báðar námu við Studio 4 skóla Francos, sem nú hefur verið leystur upp, hafa sakað Franco um að hafa reynt að skapa þar hjörð ungra kvenna sem hann gæti nýtt sér kynferðislega. Fjöldi kvenna kærði Franco vegna þessa árið 2019 og úr varð hópmálsókn, sem samið var um greiðslu fyrir í sumar. Í stefnu málsins sagði að Franco hafi misnotað aðstöðu sína og boðið konum hlutverk í kvikmyndum hans gegn kynferðislegum greiðum. Þegar ásakanirnar komu fyrst fram þvertók Franco fyrir þær og sagði þær ekki sannar. Í hlaðvarpsþættinum umrædda talar Franco auk þessa um að hann hafi verið í meðferð við kynlífsfíkn síðan 2016 og hann hafi unnið í sjálfum sér eftir að ásakanirnar komu fram. Hann hafi talið að samband hans við nemendurna væri með allra samþykki, sem greinilega hefði ekki verið. Hollywood Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir James Franco gerði dómsátt í áreitnismáli Máli þar sem leikarinn James Franco var sakaður um kynferðislega áreitni hefur verið lokið með dómsátt. Tveir leiklistarnemendur höfðuðu málið gegn leikaranum en hann neitaði ávallt sök. 22. febrúar 2021 22:51 James Franco hafnar ásökunum um kynferðislega áreitni Leikarinn og leikstjórinn James Franco segir ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni ekki réttar. 10. janúar 2018 18:18 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Undanfarin fjögur ár hefur fjöldi kvenna stigið fram og sakað Franco um óviðeigandi kynferiðslega hegðun og hefur hann meira að segja verið kærður vegna þess. Í sumar samdi hann að greiða 2,2 milljónir Bandaríkjadala, eða um 290 milljónir króna, vegna kynferðislegs áreitis í garð nemenda. Leikarinn, sem er 43 ára gamall, hefur nú viðurkennt í The Jess Cagle hlaðvarpinu að hafa sofið hjá nemendum sem hann kenndi leiklist. Hann sagði þá jafnframt að það hafi verið rangt. Hann sagðist þó ekki hafa stofnað leiklistaskólann til þess að lokka konur í kynferðislegum tilgangi. Spoke to James Franco about sexual misconduct allegations, addiction, and lots of other things. Interview airs tomorrow on #TheJessCagleShow (@SIRIUSXM 109 2pET / 11aPT) and goes up on The Jess Cagle Podcast (available everywhere) tomorrow. https://t.co/KdJdzLDj9Z via @YouTube— .@MrJessCagle (@MrJessCagle) December 22, 2021 Sarah Tither-Kaplan and Toni Gaal, sem báðar námu við Studio 4 skóla Francos, sem nú hefur verið leystur upp, hafa sakað Franco um að hafa reynt að skapa þar hjörð ungra kvenna sem hann gæti nýtt sér kynferðislega. Fjöldi kvenna kærði Franco vegna þessa árið 2019 og úr varð hópmálsókn, sem samið var um greiðslu fyrir í sumar. Í stefnu málsins sagði að Franco hafi misnotað aðstöðu sína og boðið konum hlutverk í kvikmyndum hans gegn kynferðislegum greiðum. Þegar ásakanirnar komu fyrst fram þvertók Franco fyrir þær og sagði þær ekki sannar. Í hlaðvarpsþættinum umrædda talar Franco auk þessa um að hann hafi verið í meðferð við kynlífsfíkn síðan 2016 og hann hafi unnið í sjálfum sér eftir að ásakanirnar komu fram. Hann hafi talið að samband hans við nemendurna væri með allra samþykki, sem greinilega hefði ekki verið.
Hollywood Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir James Franco gerði dómsátt í áreitnismáli Máli þar sem leikarinn James Franco var sakaður um kynferðislega áreitni hefur verið lokið með dómsátt. Tveir leiklistarnemendur höfðuðu málið gegn leikaranum en hann neitaði ávallt sök. 22. febrúar 2021 22:51 James Franco hafnar ásökunum um kynferðislega áreitni Leikarinn og leikstjórinn James Franco segir ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni ekki réttar. 10. janúar 2018 18:18 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
James Franco gerði dómsátt í áreitnismáli Máli þar sem leikarinn James Franco var sakaður um kynferðislega áreitni hefur verið lokið með dómsátt. Tveir leiklistarnemendur höfðuðu málið gegn leikaranum en hann neitaði ávallt sök. 22. febrúar 2021 22:51
James Franco hafnar ásökunum um kynferðislega áreitni Leikarinn og leikstjórinn James Franco segir ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni ekki réttar. 10. janúar 2018 18:18