Simmi Vill harmar innilega vanhugsað tíst sitt Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2021 13:40 Sigmar Vilhjálmsson birti umdeilt tíst á Twitter í gær sem reitti margan þar til reiði, svo mjög að margir hótuðu því að sniðganga þá veitingastaði sem hann rekur. Simmi hefur nú beðist afsökunar og harmar mistökin, þau að hafa skrifað tístið. vísir/vilhelm Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður með meiru hefur sent út innblásna tilkynningu þar sem hann harmar mistök sín og biðst afsökunar á því sem hann kallar virkilega lélegt og rangt tíst á Twitter. „Þetta var virkilega vanhugsað og mislukkað tíst. Ekki bara var það efnislega rangt, heldur má lesa úr því að ég sé að að hvetja fólk til að virða ekki sóttkví eða einangrun. ÉG MYNDI ALDREI HVETJA TIL ÞESS,“ segir Sigmar í pistli sem hann birti Facebook. Það að grípa til hástafa á samfélagsmiðlum er til marks um að fólki sé talsvert niðri fyrir. Uppi varð fótur og fit á Twitter, sem reyndar er ekkert nýtt en Sigmar, sem ætíð er kallaður Simmi Vill, reitti fjölmarga til reiði í gær þegar hann skrifaði á Twitter-síðu sína: Ef þú er send/ur eða skipuð/aður í sóttkví eða einangrun, þá getur þú kært niðurstöðuna og þér verður sleppt út. Það er ekki lagaleg heimild fyrir þessum aðgerðum. Þetta vissi ég ekki fyrr en í dag og ákvað að deila því með ykkur. Ekkert að þakka, þetta samtal kostaði bara 24K Tístið fór vægast sagt þversum ofan í margan manninn. En nú dregur veitingamaðurinn í land með hlaðinni afsökunarbeiðni. Hótanir um boycott vegna tístsins Simmi segir að frá upphafi Covid hafi hann lagt á það áherslu við börnin mín og samstarfsfólk að „gera þetta vel og gera þetta saman“. Taka öllu af æðruleysi og vinna þetta saman í lausnum innan þeirra reglna sem liggja fyrir. Hann rekur í afsökunarpistli sínum að fyrirtæki hans og samstarfsfólks hafi verið í fararbroddi í sóttvörnum á þeirra stöðum; innleiddu snertilausar lausnir á stöðum í Mars 2020, hitamyndavélar við inngang staðanna, sprittbrúsa á öllum borðum, hólfaskiptingar með sérmerktum salernum og dyravörðum sem framfylgt hafa opnunartímum og 2 metra reglu. Miklu hafi verið kostað til í að halda okkar stöðum algjörlega til fyrirmyndar. „Tíst mitt á twitter er því algjörlega ferlegt, því að það slær rýrð á allt sem við stöndum fyrir. Tístið gefur í skyn að við viljum vinna gegn reglum, sem er alls ekki raunin.“ Simmi segist ekki síst skulda samstarfsfólki sínu afsökunarbeiðni því þetta ferlega tíst sé þess efnis að það geti hreinilega rifið niður alla þá vinnu sem að baki er. „Viðbrögð fólks á samfélagsmiðlum er með þeim hætti að fólk segist ætla að hætta viðskiptum við staðina okkar og slíkt ógnar atvinnuöryggi samstarfsmanna minna. Það er ekki góð tilfinning inn í hátíðirnar. Ég ber ábyrgð á því.“ Hrein og klár mistök Simmi segist miður sín að hafa þetta fram og miður sín ef það gefi einhverjum þá hugmynd að það sé í lagi að virða ekki sóttkví eða einangrun. „ÞAÐ ER EKKI í lagi.“ Simmi segist sjálfur hafa bæði verið í sóttkví og einangrun, hann líti á það sem skyldu sína og allra að sinna því samviskusamlega. „Ég á nú ekki von á að afsökunarbeiðni mín nái til jafnmargra og þetta lélega tíst mitt, enda virðist nú oftast það neikvæða vera meira spennandi en það jákvæða. Það er ósk mín að fólk skilji að þetta tíst var hrein og klár mistök af minni hálfu og að fólk finni það í hjarta sínu að fyrirgefa þessi mistök,“ segir Simmi og óskar öllum gleðilegra jóla. Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Simmi Vill segir hið opinbera skaðabótaskylt Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður og atvinnurekandi skorar á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að bæta fyrirtækjum skaðann sem sóttvarnarráðstafanir valda. 12. nóvember 2021 13:31 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
„Þetta var virkilega vanhugsað og mislukkað tíst. Ekki bara var það efnislega rangt, heldur má lesa úr því að ég sé að að hvetja fólk til að virða ekki sóttkví eða einangrun. ÉG MYNDI ALDREI HVETJA TIL ÞESS,“ segir Sigmar í pistli sem hann birti Facebook. Það að grípa til hástafa á samfélagsmiðlum er til marks um að fólki sé talsvert niðri fyrir. Uppi varð fótur og fit á Twitter, sem reyndar er ekkert nýtt en Sigmar, sem ætíð er kallaður Simmi Vill, reitti fjölmarga til reiði í gær þegar hann skrifaði á Twitter-síðu sína: Ef þú er send/ur eða skipuð/aður í sóttkví eða einangrun, þá getur þú kært niðurstöðuna og þér verður sleppt út. Það er ekki lagaleg heimild fyrir þessum aðgerðum. Þetta vissi ég ekki fyrr en í dag og ákvað að deila því með ykkur. Ekkert að þakka, þetta samtal kostaði bara 24K Tístið fór vægast sagt þversum ofan í margan manninn. En nú dregur veitingamaðurinn í land með hlaðinni afsökunarbeiðni. Hótanir um boycott vegna tístsins Simmi segir að frá upphafi Covid hafi hann lagt á það áherslu við börnin mín og samstarfsfólk að „gera þetta vel og gera þetta saman“. Taka öllu af æðruleysi og vinna þetta saman í lausnum innan þeirra reglna sem liggja fyrir. Hann rekur í afsökunarpistli sínum að fyrirtæki hans og samstarfsfólks hafi verið í fararbroddi í sóttvörnum á þeirra stöðum; innleiddu snertilausar lausnir á stöðum í Mars 2020, hitamyndavélar við inngang staðanna, sprittbrúsa á öllum borðum, hólfaskiptingar með sérmerktum salernum og dyravörðum sem framfylgt hafa opnunartímum og 2 metra reglu. Miklu hafi verið kostað til í að halda okkar stöðum algjörlega til fyrirmyndar. „Tíst mitt á twitter er því algjörlega ferlegt, því að það slær rýrð á allt sem við stöndum fyrir. Tístið gefur í skyn að við viljum vinna gegn reglum, sem er alls ekki raunin.“ Simmi segist ekki síst skulda samstarfsfólki sínu afsökunarbeiðni því þetta ferlega tíst sé þess efnis að það geti hreinilega rifið niður alla þá vinnu sem að baki er. „Viðbrögð fólks á samfélagsmiðlum er með þeim hætti að fólk segist ætla að hætta viðskiptum við staðina okkar og slíkt ógnar atvinnuöryggi samstarfsmanna minna. Það er ekki góð tilfinning inn í hátíðirnar. Ég ber ábyrgð á því.“ Hrein og klár mistök Simmi segist miður sín að hafa þetta fram og miður sín ef það gefi einhverjum þá hugmynd að það sé í lagi að virða ekki sóttkví eða einangrun. „ÞAÐ ER EKKI í lagi.“ Simmi segist sjálfur hafa bæði verið í sóttkví og einangrun, hann líti á það sem skyldu sína og allra að sinna því samviskusamlega. „Ég á nú ekki von á að afsökunarbeiðni mín nái til jafnmargra og þetta lélega tíst mitt, enda virðist nú oftast það neikvæða vera meira spennandi en það jákvæða. Það er ósk mín að fólk skilji að þetta tíst var hrein og klár mistök af minni hálfu og að fólk finni það í hjarta sínu að fyrirgefa þessi mistök,“ segir Simmi og óskar öllum gleðilegra jóla.
Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Simmi Vill segir hið opinbera skaðabótaskylt Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður og atvinnurekandi skorar á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að bæta fyrirtækjum skaðann sem sóttvarnarráðstafanir valda. 12. nóvember 2021 13:31 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Simmi Vill segir hið opinbera skaðabótaskylt Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður og atvinnurekandi skorar á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að bæta fyrirtækjum skaðann sem sóttvarnarráðstafanir valda. 12. nóvember 2021 13:31