Searle skaut Borland niður á jörðina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2021 16:17 Þrátt fyrir að sjá varla á píluspjaldið er Ryan Searle afar flinkur spilari. getty/John Walton Ryan Searle, William O'Connor og Luke Humphries komust örugglega í 3. umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. Joe Cullen þurfti hins vegar að hafa mikið fyrir sínum sigri. Í fyrsta leik dagsins mætti Searle Skotanum William Borland sem sló í gegn í 1. umferð þegar hann tryggði sér sigur á Bradley Brooks með ótrúlegum níu pílna leik. Borland átti þó ekki mikla möguleika í Searle sem hefur leikið einkar vel á þessu ári og er í 15. sæti heimslistans. Searle vann fyrsta settið 3-0 og Borland virtist ekki eiga möguleika. Skotinn náði sér aðeins betur á strik í næstu tveimur settum en það dugði ekki til. Searle vann þau bæði, 3-2, og leikinn, 3-0. Í öðrum leik dagsins vann Írinn William O'Connor mjög svo öruggan sigur á reynsluboltanum Glen Durrant. O'Connor vann leikinn 3-0 og tapaði aðeins einum legg. Austurríkismaðurinn Rowby-John Rodriguez sýndi góða takta í 1. umferðinni en átti litla möguleika gegn Luke Humphries sem vann viðureignina, 3-0. Eftir þrjár frekar ójafnar viðureignir var mikil spenna í leik Cullens og Jims Williams. Sá síðarnefndi komst í 0-1 og 1-2 en Cullen gafst ekki upp. Hann jafnaði með því að vinna fjórða settið, 3-0, og tryggði sér svo sigurinn með 3-1 sigri í oddasetti. Fjórir leikir fara fram á HM í kvöld. Bein útsending Stöðvar 2 Sports 3 hefst klukkan 19:00. Leikir kvöldsins Nathan Aspinall - Joe Murnan Dirk van Duijvenbode - Boris Koltsov Kim Huybrechts - Steve Beaton Simon Whitlock - Martiijn Kleermaker Pílukast Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Í fyrsta leik dagsins mætti Searle Skotanum William Borland sem sló í gegn í 1. umferð þegar hann tryggði sér sigur á Bradley Brooks með ótrúlegum níu pílna leik. Borland átti þó ekki mikla möguleika í Searle sem hefur leikið einkar vel á þessu ári og er í 15. sæti heimslistans. Searle vann fyrsta settið 3-0 og Borland virtist ekki eiga möguleika. Skotinn náði sér aðeins betur á strik í næstu tveimur settum en það dugði ekki til. Searle vann þau bæði, 3-2, og leikinn, 3-0. Í öðrum leik dagsins vann Írinn William O'Connor mjög svo öruggan sigur á reynsluboltanum Glen Durrant. O'Connor vann leikinn 3-0 og tapaði aðeins einum legg. Austurríkismaðurinn Rowby-John Rodriguez sýndi góða takta í 1. umferðinni en átti litla möguleika gegn Luke Humphries sem vann viðureignina, 3-0. Eftir þrjár frekar ójafnar viðureignir var mikil spenna í leik Cullens og Jims Williams. Sá síðarnefndi komst í 0-1 og 1-2 en Cullen gafst ekki upp. Hann jafnaði með því að vinna fjórða settið, 3-0, og tryggði sér svo sigurinn með 3-1 sigri í oddasetti. Fjórir leikir fara fram á HM í kvöld. Bein útsending Stöðvar 2 Sports 3 hefst klukkan 19:00. Leikir kvöldsins Nathan Aspinall - Joe Murnan Dirk van Duijvenbode - Boris Koltsov Kim Huybrechts - Steve Beaton Simon Whitlock - Martiijn Kleermaker
Nathan Aspinall - Joe Murnan Dirk van Duijvenbode - Boris Koltsov Kim Huybrechts - Steve Beaton Simon Whitlock - Martiijn Kleermaker
Pílukast Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira