Gagnrýnir aðgerðaleysi til að mæta þeim sem mest missa vegna sóttvarna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2021 10:01 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gagnrýnir að ríkisstjórn sé ekki skýrari í því hvort styðja eigi við fólk og fyrirtæki sem verði fyrir skaða vegna sóttvarnaaðgerða. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir aðgerðir ríkisstjórnar til að mæta fólki og fyrirtækjum vegna hertra sóttvarnaaðgerða ekki nógu skýrar. Óljóst sé hvort standi til að koma til móts við fólk og fyrirtæki sem hljóti skaða af sóttvarnaaðgerðum. „Ég saknaði þess sannarlega að ekki væru gefin skýr skilaboð um aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að mæta stöðunni fyrir fólk og fyrirtæki. Margvíslegur rekstur sem hefur staðið kófið af sér með útsjónarsemi og úthaldi þurfti sannarlega á jólavertíðinni að halda til að geta rétt úr kútnum,“ skrifar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti í gær hertar sóttvarnaaðgerðir vegna uppgangs ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar hér á landi. Aðgerðirnar felast meðal annars í styttri opnunartíma hjá veitinga- og skemmtistöðum og krám og sundstaðir, líkamsræktir og skíðasvæði mega þá taka á móti 50% leyfilegs hámarksfjölda. Róður margra fyrirtækja hefur verið þungur frá því að faraldur byrjaði, með sífelldum breytingum á sóttvarnaaðgerðum, styttum opnunartímum, lægri gestafjölda og svo mætti lengi telja. Þá hefur sviðslistafólk gagnrýnt aðgerðir harðlega, sérstaklega þegar þær eru boðaðar með stuttum fyrirvara með þeim afleiðingum að aflýsa eða fresta þurfi viðburðum. „Ljóst er að janúar og febrúar geta orðið mörgum fyrirtækjum erfiðir, ekki síst veitingarekstri, viðburðahaldi og sviðslistum en það getur einnig átt við um ferðaþjónustu og fleiri,“ skrifar borgarstjóri. Dagur segist telja nauðsynlegt að ríkisstjórn og Alþingi gefi skýrar til kynna að til standi að koma til móts við fólk í þessum aðstæðum og það verði ekki skilið eftir með óvissuna á herðunum yfir hátíðarnar. „Sama á sannarlega við um fyrirtæki og ýmsan rekstur. Skýra þarf hvaða úrræði verða endurvakin, hverjum framlengt og hverjum ekki. Ég mælist eindregið til þess að Alþingi taki af skarið í þessu efni áður en fjárlög verði afgreidd að nýtt ár gengur í garð.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að innan tiltölulega skamms tíma verði meira og minna allir Íslendingar búnir að sýkjast af kórónuveirunni. Það sé mögulega eina leiðin til að binda hnút á þennan langdregna faraldur. 21. desember 2021 23:28 Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59 Ekki ósennilegt að Allir vinna verði framlengt „að einhverju leyti“ Ekki er ósennilegt að átakið Allir vinna verði framlengt að einhverju leyti. Málið verður tekið til umræðu í fjárlaganefnd milli annarar á þriðju umræðu á þingi. 22. desember 2021 08:14 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Sjá meira
„Ég saknaði þess sannarlega að ekki væru gefin skýr skilaboð um aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að mæta stöðunni fyrir fólk og fyrirtæki. Margvíslegur rekstur sem hefur staðið kófið af sér með útsjónarsemi og úthaldi þurfti sannarlega á jólavertíðinni að halda til að geta rétt úr kútnum,“ skrifar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti í gær hertar sóttvarnaaðgerðir vegna uppgangs ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar hér á landi. Aðgerðirnar felast meðal annars í styttri opnunartíma hjá veitinga- og skemmtistöðum og krám og sundstaðir, líkamsræktir og skíðasvæði mega þá taka á móti 50% leyfilegs hámarksfjölda. Róður margra fyrirtækja hefur verið þungur frá því að faraldur byrjaði, með sífelldum breytingum á sóttvarnaaðgerðum, styttum opnunartímum, lægri gestafjölda og svo mætti lengi telja. Þá hefur sviðslistafólk gagnrýnt aðgerðir harðlega, sérstaklega þegar þær eru boðaðar með stuttum fyrirvara með þeim afleiðingum að aflýsa eða fresta þurfi viðburðum. „Ljóst er að janúar og febrúar geta orðið mörgum fyrirtækjum erfiðir, ekki síst veitingarekstri, viðburðahaldi og sviðslistum en það getur einnig átt við um ferðaþjónustu og fleiri,“ skrifar borgarstjóri. Dagur segist telja nauðsynlegt að ríkisstjórn og Alþingi gefi skýrar til kynna að til standi að koma til móts við fólk í þessum aðstæðum og það verði ekki skilið eftir með óvissuna á herðunum yfir hátíðarnar. „Sama á sannarlega við um fyrirtæki og ýmsan rekstur. Skýra þarf hvaða úrræði verða endurvakin, hverjum framlengt og hverjum ekki. Ég mælist eindregið til þess að Alþingi taki af skarið í þessu efni áður en fjárlög verði afgreidd að nýtt ár gengur í garð.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að innan tiltölulega skamms tíma verði meira og minna allir Íslendingar búnir að sýkjast af kórónuveirunni. Það sé mögulega eina leiðin til að binda hnút á þennan langdregna faraldur. 21. desember 2021 23:28 Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59 Ekki ósennilegt að Allir vinna verði framlengt „að einhverju leyti“ Ekki er ósennilegt að átakið Allir vinna verði framlengt að einhverju leyti. Málið verður tekið til umræðu í fjárlaganefnd milli annarar á þriðju umræðu á þingi. 22. desember 2021 08:14 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Sjá meira
„Eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að innan tiltölulega skamms tíma verði meira og minna allir Íslendingar búnir að sýkjast af kórónuveirunni. Það sé mögulega eina leiðin til að binda hnút á þennan langdregna faraldur. 21. desember 2021 23:28
Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59
Ekki ósennilegt að Allir vinna verði framlengt „að einhverju leyti“ Ekki er ósennilegt að átakið Allir vinna verði framlengt að einhverju leyti. Málið verður tekið til umræðu í fjárlaganefnd milli annarar á þriðju umræðu á þingi. 22. desember 2021 08:14