Fjör í fjárhúsum landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. desember 2021 20:05 Fengitími stendur nú sem hæst í fjárhúsum landsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er mikið líf og fjör í fjárhúsum landsins á þessum tíma árs því nú stendur fengitíminn yfir. Passað er vel upp á að velja bestu hrútana á ærnar þannig að það komi falleg og vel gerð lömb í heiminn næsta vor. Fengitíminn er anna tími hjá hrútum landsins því þá er þeim hleypt til ánna þegar þær eru að ganga. Margir bændur hafa Hrútaskrána til hliðsjónar þegar þeir ákveða hvaða hrút eða hrúta þeir ætla að nota á meðan aðrir nota bestu heimahrútana. Á bænum Oddgeirshólum í Hraungerðishreppnum hinum forna er Magnús Guðmundsson, bóndi búin að hleypa til en hann er með um 300 ær og 70 gemlinga. „Já, ég er með flotta og fína hrúta, meðal annars verðlaunahrút í Hraungerðishreppi en styttan, sem ég fékk fyrir hann er búin til af Ríkharði Jónssyni 1943 en hún er búin að vera verðlaunagripur hér í sveitinni síðan þá,“ segir Magnús En hvernig sér hann þegar ærnar eru að ganga? „Þær gefa sig af hrútnum og dingla dindlinum, þá eru þær að ganga. Hrútarnir eru mjög snöggir með sitt hlutverk en þeir hafa oft margar kindur á dag og eru því þreyttir þegar að kvölda kemur,“ bætir Magnús við. Verðlaunahrútur að störfum í fjárhúsinu á Oddgeirhsólum. Útkoman verður falleg lömb vorið 2022 ef allt hefur heppnast vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er með gott bókhald og skráir allt niður hvaða kind fær hvaða hrút og svo framvegis enda sé það mikilvægt vegna ræktunarstarfsins. Og er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Já, já, það er það, þetta er skemmtilegasta búgreinin,“ segir Magnús brosandi. Magnús segir að fengitíminn taki um þrjár vikur og hann verði því að vera sérstaklega vel vakandi yfir fénu þann tíma svo allt gangi upp. Ef allt gengur upp reiknar hann með að sex til sjö hundruð lömb komi í heiminn á bænum næsta vor. Magnús Guðmundsson, sauðfjárbóndi í Oddgeirshólum í Flóahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Fengitíminn er anna tími hjá hrútum landsins því þá er þeim hleypt til ánna þegar þær eru að ganga. Margir bændur hafa Hrútaskrána til hliðsjónar þegar þeir ákveða hvaða hrút eða hrúta þeir ætla að nota á meðan aðrir nota bestu heimahrútana. Á bænum Oddgeirshólum í Hraungerðishreppnum hinum forna er Magnús Guðmundsson, bóndi búin að hleypa til en hann er með um 300 ær og 70 gemlinga. „Já, ég er með flotta og fína hrúta, meðal annars verðlaunahrút í Hraungerðishreppi en styttan, sem ég fékk fyrir hann er búin til af Ríkharði Jónssyni 1943 en hún er búin að vera verðlaunagripur hér í sveitinni síðan þá,“ segir Magnús En hvernig sér hann þegar ærnar eru að ganga? „Þær gefa sig af hrútnum og dingla dindlinum, þá eru þær að ganga. Hrútarnir eru mjög snöggir með sitt hlutverk en þeir hafa oft margar kindur á dag og eru því þreyttir þegar að kvölda kemur,“ bætir Magnús við. Verðlaunahrútur að störfum í fjárhúsinu á Oddgeirhsólum. Útkoman verður falleg lömb vorið 2022 ef allt hefur heppnast vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er með gott bókhald og skráir allt niður hvaða kind fær hvaða hrút og svo framvegis enda sé það mikilvægt vegna ræktunarstarfsins. Og er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Já, já, það er það, þetta er skemmtilegasta búgreinin,“ segir Magnús brosandi. Magnús segir að fengitíminn taki um þrjár vikur og hann verði því að vera sérstaklega vel vakandi yfir fénu þann tíma svo allt gangi upp. Ef allt gengur upp reiknar hann með að sex til sjö hundruð lömb komi í heiminn á bænum næsta vor. Magnús Guðmundsson, sauðfjárbóndi í Oddgeirshólum í Flóahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira