Mesta myrkrið yfirstaðið seinnipartinn í dag Sunna Valgerðardóttir skrifar 21. desember 2021 10:56 Vetrarsólstöður marka syðstu og lægstu stöðu sólar á himinum og hún byrjar þá að hækka á lofti. Vísir/Vilhelm Vetrarsólstöður verða hér um klukkan 16 í dag. Þá tekur dagana að lengja á ný. Þessari stöðu himintunglanna hefur verið fagnað á ýmsan hátt á norðurhveli jarðar í gegn um tíðina, enda tilefnið ærið. Sólin verður eins langt í suðri og hún mögulega getur. Sólstöður verða tvisvar á ári. Þá er sólin stödd lengst frá miðbaug himins, annað hvort til norðurs eða suðurs. Sumarsólstöður, þegar dagurinn er lengstur, eru í kring um 21. júní. Vetrarsólstöður, þegar dagurinn er stystur, eru alltaf í kring um 21. desember. Þær verða í dag klukkan 15:58. Þá er sólin á þeim stað á sólbaugnum sem er lengst suður af miðbaug himins. Vetrarsólstöður marka í raun syðstu og lægstu stöðu sólar á himninum. Frá og með deginum í dag tekur sól að hækka á lofti á ný og dagurinn í dag verður örlítið lengri en dagurinn í gær. Og svoleiðis verður þróunin fram á sumar, mörgum eflaust til mikillar ánægju. „Sex mánuðum síðar eða þann 20. til 22. júní nær sólin þeim stað á sólbaugnum sem er lengst norður af miðbaug himins. Verða þá sumarsólstöður sem marka nyrstu og hæstu stöðu sólar á himninum. Byrjar þá sólin aftur að lækka á lofti. Breytileiki dagsetningana stafar af því að almanaksárið er ekki jafnlangt árstíðaárinu,” segir á Stjörnufræðivefnum. Yule, jul eða bara jól Fjölmörg trúarbrögð víða um heim fagna vetrarsólstöðum sem sérstökum hátíðardögum. Nærtækast er hér að nefna á ensku Yule (borið fram Júl), sem er helgur dagur í norður-evrópskum heiðnum trúarbrögðum. Yule, eða bara jól, er sannarlega hátíð ljóssins, þar sem hækkun sólarinnar og stöðu himintunglanna er fagnað. Geitin, eplin, sígrænu barrtrén og villibráðin voru þarna í hávegum höfð - og eins og með svo margt annað frá fornu fari, hefur það varðveist í nútímanum í örlítið breyttri mynd. Sólarlag rétt fyrir kaffi Þessi tími ársins er skiljanlegt fagnaðarefni, þar sem sólin hefur verið af mjög skornum skammti á norðurhveli jarðar undanfarnar vikur. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er hádegi í dag klukkan 13:26 og sólarlag tveimur tímum síðar, klukkan 15:31. Myrkur er formlega skollið á klukkan 16:48 í Reykjavík í dag og aðeins fyrr á Akureyri, klukkan 16:19. Himininn yfir Reykjavík nú fyrir hádegi virðist í fljótu bragði ætla að nýta þessar fáu birtustundir vel. Geimurinn Tímamót Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Sólstöður verða tvisvar á ári. Þá er sólin stödd lengst frá miðbaug himins, annað hvort til norðurs eða suðurs. Sumarsólstöður, þegar dagurinn er lengstur, eru í kring um 21. júní. Vetrarsólstöður, þegar dagurinn er stystur, eru alltaf í kring um 21. desember. Þær verða í dag klukkan 15:58. Þá er sólin á þeim stað á sólbaugnum sem er lengst suður af miðbaug himins. Vetrarsólstöður marka í raun syðstu og lægstu stöðu sólar á himninum. Frá og með deginum í dag tekur sól að hækka á lofti á ný og dagurinn í dag verður örlítið lengri en dagurinn í gær. Og svoleiðis verður þróunin fram á sumar, mörgum eflaust til mikillar ánægju. „Sex mánuðum síðar eða þann 20. til 22. júní nær sólin þeim stað á sólbaugnum sem er lengst norður af miðbaug himins. Verða þá sumarsólstöður sem marka nyrstu og hæstu stöðu sólar á himninum. Byrjar þá sólin aftur að lækka á lofti. Breytileiki dagsetningana stafar af því að almanaksárið er ekki jafnlangt árstíðaárinu,” segir á Stjörnufræðivefnum. Yule, jul eða bara jól Fjölmörg trúarbrögð víða um heim fagna vetrarsólstöðum sem sérstökum hátíðardögum. Nærtækast er hér að nefna á ensku Yule (borið fram Júl), sem er helgur dagur í norður-evrópskum heiðnum trúarbrögðum. Yule, eða bara jól, er sannarlega hátíð ljóssins, þar sem hækkun sólarinnar og stöðu himintunglanna er fagnað. Geitin, eplin, sígrænu barrtrén og villibráðin voru þarna í hávegum höfð - og eins og með svo margt annað frá fornu fari, hefur það varðveist í nútímanum í örlítið breyttri mynd. Sólarlag rétt fyrir kaffi Þessi tími ársins er skiljanlegt fagnaðarefni, þar sem sólin hefur verið af mjög skornum skammti á norðurhveli jarðar undanfarnar vikur. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er hádegi í dag klukkan 13:26 og sólarlag tveimur tímum síðar, klukkan 15:31. Myrkur er formlega skollið á klukkan 16:48 í Reykjavík í dag og aðeins fyrr á Akureyri, klukkan 16:19. Himininn yfir Reykjavík nú fyrir hádegi virðist í fljótu bragði ætla að nýta þessar fáu birtustundir vel.
Geimurinn Tímamót Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira