Veiruskita herjar á kýr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2021 14:01 Mögulegt er að sjúkdómurinn sé af völdum nautgripakórónaveiru. Vísir/Vilhelm. Veiruskita í kúm hefur geisað á Eyjafjarðarsvæðinu að undanförnu og virðist nú vera farin að stinga sér niður í Þingeyjarsýslum og á Héraði. Biðlað er til bænda að huga að sóttvörnum til að forðast að fá smitið inn á kúabú. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun þar sem segir að stofnunin og Tilraunastöð HÍ að Keldum hafa áhuga á að fá sýni til greiningar. Veiruskita er bráðsmitandi sjúkdómur í nautgripum. Ekki hefur tekist að greina orsök sjúkdómsins en honum svipar mjög til sjúkdóms sem kallast á ensku „winter dysentery“. Talið er að orsök þess sjúkdóms sé nautgripakórónaveira en það hefur þó ekki verið staðfest, segir á vef MAST. Sjúkdómurinn smitast með saur og slími frá nösum. Smit berst mjög auðveldlega með fólki, dýrum og ýmsum hlutum, svo sem múlum, fatnaði, tækjum og bifreiðum. Oftast smitast allir næmir gripir á búinu á nokkrum dögum og sjúkdómurinn gengur yfir á einni til tveimur vikum. Sjúkdómurinn er ekki hættulegur fólki og hefur ekki áhrif á neysluhæfni afurða. Bændur sem vilja senda sýni hafi samband við dýralækni Segir ennfremur að afleiðingar sjúkdómsins geti verið alvarleg og langdregnar þar sem hann veiki ónæmiskerfi kúnna. „Mikilvægt er að bændur hugi vel að sóttvörnum á búum sínum og dragi eins og mögulegt er úr umgengni utanaðkomandi fólks um búið og flutningi gripa og tækja milli búa. Þeir sem fara inn í gripahús ættu að nota hlífðarfatnað og stígvél búsins eða einnota skó-/stígvélahlífar. Tæki sem notuð eru á búinu þarf að þrífa og sótthreinsa eins og kostur er, áður en þau eru notuð á öðrum búum,“ segir á vef MAST. Matvælastofnun og Tilraunastöð HÍ að Keldum óska eftir samstarfi við bændur um töku sýna til rannsókna. Bændur sem áhuga hafa að taka þátt eru vinsamlega beðnir að hafa samband við sinn dýralækni um sýnatökur. Landbúnaður Eyjafjarðarsveit Dýraheilbrigði Þingeyjarsveit Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun þar sem segir að stofnunin og Tilraunastöð HÍ að Keldum hafa áhuga á að fá sýni til greiningar. Veiruskita er bráðsmitandi sjúkdómur í nautgripum. Ekki hefur tekist að greina orsök sjúkdómsins en honum svipar mjög til sjúkdóms sem kallast á ensku „winter dysentery“. Talið er að orsök þess sjúkdóms sé nautgripakórónaveira en það hefur þó ekki verið staðfest, segir á vef MAST. Sjúkdómurinn smitast með saur og slími frá nösum. Smit berst mjög auðveldlega með fólki, dýrum og ýmsum hlutum, svo sem múlum, fatnaði, tækjum og bifreiðum. Oftast smitast allir næmir gripir á búinu á nokkrum dögum og sjúkdómurinn gengur yfir á einni til tveimur vikum. Sjúkdómurinn er ekki hættulegur fólki og hefur ekki áhrif á neysluhæfni afurða. Bændur sem vilja senda sýni hafi samband við dýralækni Segir ennfremur að afleiðingar sjúkdómsins geti verið alvarleg og langdregnar þar sem hann veiki ónæmiskerfi kúnna. „Mikilvægt er að bændur hugi vel að sóttvörnum á búum sínum og dragi eins og mögulegt er úr umgengni utanaðkomandi fólks um búið og flutningi gripa og tækja milli búa. Þeir sem fara inn í gripahús ættu að nota hlífðarfatnað og stígvél búsins eða einnota skó-/stígvélahlífar. Tæki sem notuð eru á búinu þarf að þrífa og sótthreinsa eins og kostur er, áður en þau eru notuð á öðrum búum,“ segir á vef MAST. Matvælastofnun og Tilraunastöð HÍ að Keldum óska eftir samstarfi við bændur um töku sýna til rannsókna. Bændur sem áhuga hafa að taka þátt eru vinsamlega beðnir að hafa samband við sinn dýralækni um sýnatökur.
Landbúnaður Eyjafjarðarsveit Dýraheilbrigði Þingeyjarsveit Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira