Frá þessu segir í tilkynningu frá Advania en Painkiller var stofnað í Noregi árið 2019 og starfa þar nítján öryggissérfræðingar.
„Helsta forgangsmál Advania er að gæta öryggis viðskiptavina sinna. Þörf fyrir þekkingu á upplýsingaöryggi og vörnum gegn stafrænum ógnum, eykst stöðugt.
Með kaupunum og sameiningu við Painkiller er Advania enn betur í stakk búið til að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna. Öflugt starfsfólk Painkiller bætist nú í ört vaxandi teymi sérhæfðra öryggissérfræðinga Advania,“ segir í tilkynningunni.