Sá besti mætti allur krambúleraður í framan eftir slys í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 12:00 Hafþór Már Vignisson mætti í viðtalið en sýndi slæmu hliðina eftir slysið í Vestmannaeyjum. S2 Sport. Seinni bylgjan valdi Stjörnumanninn Hafþór Már Vignisson besta leikmann fyrri hluta Olís deildar karla í handbolta og hann mætti í viðtal í jólaþættinum. „Besti leikmaður fyrri hlutans er Hafþór Már Vignisson. Hann er mættur til Naflans. Hann er allur í hakki,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, þegar hann kynnti inn viðtalið. Andri Már Eggertsson, betur þekktur sem Naflinn, tók viðtalið fyrir Seinni bylgjuna. Komu verðlaunin Hafþór á óvart? „Bara svona bæði og. Ég veit það ekki, erfið spurning,“ sagði Hafþór Már Vignisson. Kom sterkur til baka Naflinn afhenti verðlaunin og tók viðtalið við Hafþór.S2 Sport Hafþór missti mikið úr á síðasta tímabili vegna meiðsla en hefur komið mjög sterkur til baka í ár. „Þegar maður fer í svona nýtt lið. Ég var nýkominn í Stjörnuna og svo missti ég úr helminginn af leikjunum. Þá fer maður í næsta tímabil staðráðinn að nýta undirbúningstímabilið og koma sér á gott ról á því. Reyna að spila sem best þá og koma á góðu skriði inn í tímabilið,“ sagði Hafþór Már. „Það er búið að virka vel. Ég er búinn að spila vel og spila mikið. Svo er maður búinn að vera að standa sig í þokkabót,“ sagði Hafþór. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Hafþór Má Vignisson Gerir voða mikið af fjölbreyttum hlutum „Ég myndi segja að ég væri að gera voða mikið af fjölbreyttum hlutum. Ég er ekki endilega alltaf markahæstur en ég er að spila sextíu mínútur í vörn og sókn. Ég er að leysa af miðjuna, skyttuna og tek stundum þristinn í vörninni. Ég bara fer í þau hlutverk sem ég er settur í. Svo er maður með stoðsendingar og eitthvað svona,“ sagði Hafþór. „Það má ekki gleyma því að við erum með mjög gott lið og ég er að njóta góðs af því að geta sent hann niður í horn og að við séum með níutíu prósent nýtingu þar. Svo klikkuðum við lítið á línunni og ég nýt því líka góðs af því að spila með góðum leikmönnum,“ sagði Hafþór. Hafþór Már Vignisson skorar hér fyrir Stjörnuna í Olís deild karla í vetur.Vísir/Hulda Margrét Engin ástæða til að horfa niður En hvað getur Stjörnuliðið gert á þessu tímabili? „Núna erum við tveimur stigum frá toppnum í jólafríinu. Það segir okkur það að það er ekkert sem á að geta stoppað okkur. Við eigum ekkert að þurfa að vera eitthvað litla liðið í neinum leikjum. Við förum í restina af tímabilinu til að gera okkar besta og það er engin ástæða til að horfa niður þegar þú ert bara tveimur stigum frá toppnum. Við getum bara horft upp, það er styttra þangað,“ sagði Hafþór. Stjörnumenn náðu að klára síðustu vikuna fyrir jólafrí með góðum úrslitum en sá besti komst ekki alveg eins vel frá þessu. Hann mætti í viðtalið allur krambúleraður i framan og sagði söguna af því. Dýr ferð til Vestmanneyja „Það var gaman að fara í jólafrí með öll úrslitin en þetta var heldur betur dýr ferð fyrir mig til Vestmannaeyja. Það er búið að sminka svolítið yfir þetta,“ sagði Hafþór og sýndi andlitið sitt. „Við fórum til Vestmannaeyja á fimmtudaginn með Herjólfi og fórum deginum fyrr. Ég tek upp á því að fara á Hopp hlaupahjóli upp á hótel. Ég er á leiðinni niður brekku og sé hótelið en svo fer ég bara heljarstökk og lendi með andlitið á stéttinni,“ sagði Hafþór. „Þetta var pínu dýr ferð fyrir mig og svo fékk ég aðeins í hnéð í leiknum og svona. Jólafríið er til að slaka á held ég og hvíla sig,“ sagði Hafþór en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan er síðan úrvalsliðið sem Seinni bylgjan valdi. S2 Sport Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
„Besti leikmaður fyrri hlutans er Hafþór Már Vignisson. Hann er mættur til Naflans. Hann er allur í hakki,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, þegar hann kynnti inn viðtalið. Andri Már Eggertsson, betur þekktur sem Naflinn, tók viðtalið fyrir Seinni bylgjuna. Komu verðlaunin Hafþór á óvart? „Bara svona bæði og. Ég veit það ekki, erfið spurning,“ sagði Hafþór Már Vignisson. Kom sterkur til baka Naflinn afhenti verðlaunin og tók viðtalið við Hafþór.S2 Sport Hafþór missti mikið úr á síðasta tímabili vegna meiðsla en hefur komið mjög sterkur til baka í ár. „Þegar maður fer í svona nýtt lið. Ég var nýkominn í Stjörnuna og svo missti ég úr helminginn af leikjunum. Þá fer maður í næsta tímabil staðráðinn að nýta undirbúningstímabilið og koma sér á gott ról á því. Reyna að spila sem best þá og koma á góðu skriði inn í tímabilið,“ sagði Hafþór Már. „Það er búið að virka vel. Ég er búinn að spila vel og spila mikið. Svo er maður búinn að vera að standa sig í þokkabót,“ sagði Hafþór. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Hafþór Má Vignisson Gerir voða mikið af fjölbreyttum hlutum „Ég myndi segja að ég væri að gera voða mikið af fjölbreyttum hlutum. Ég er ekki endilega alltaf markahæstur en ég er að spila sextíu mínútur í vörn og sókn. Ég er að leysa af miðjuna, skyttuna og tek stundum þristinn í vörninni. Ég bara fer í þau hlutverk sem ég er settur í. Svo er maður með stoðsendingar og eitthvað svona,“ sagði Hafþór. „Það má ekki gleyma því að við erum með mjög gott lið og ég er að njóta góðs af því að geta sent hann niður í horn og að við séum með níutíu prósent nýtingu þar. Svo klikkuðum við lítið á línunni og ég nýt því líka góðs af því að spila með góðum leikmönnum,“ sagði Hafþór. Hafþór Már Vignisson skorar hér fyrir Stjörnuna í Olís deild karla í vetur.Vísir/Hulda Margrét Engin ástæða til að horfa niður En hvað getur Stjörnuliðið gert á þessu tímabili? „Núna erum við tveimur stigum frá toppnum í jólafríinu. Það segir okkur það að það er ekkert sem á að geta stoppað okkur. Við eigum ekkert að þurfa að vera eitthvað litla liðið í neinum leikjum. Við förum í restina af tímabilinu til að gera okkar besta og það er engin ástæða til að horfa niður þegar þú ert bara tveimur stigum frá toppnum. Við getum bara horft upp, það er styttra þangað,“ sagði Hafþór. Stjörnumenn náðu að klára síðustu vikuna fyrir jólafrí með góðum úrslitum en sá besti komst ekki alveg eins vel frá þessu. Hann mætti í viðtalið allur krambúleraður i framan og sagði söguna af því. Dýr ferð til Vestmanneyja „Það var gaman að fara í jólafrí með öll úrslitin en þetta var heldur betur dýr ferð fyrir mig til Vestmannaeyja. Það er búið að sminka svolítið yfir þetta,“ sagði Hafþór og sýndi andlitið sitt. „Við fórum til Vestmannaeyja á fimmtudaginn með Herjólfi og fórum deginum fyrr. Ég tek upp á því að fara á Hopp hlaupahjóli upp á hótel. Ég er á leiðinni niður brekku og sé hótelið en svo fer ég bara heljarstökk og lendi með andlitið á stéttinni,“ sagði Hafþór. „Þetta var pínu dýr ferð fyrir mig og svo fékk ég aðeins í hnéð í leiknum og svona. Jólafríið er til að slaka á held ég og hvíla sig,“ sagði Hafþór en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan er síðan úrvalsliðið sem Seinni bylgjan valdi. S2 Sport
Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira