Umbótaáætlun Ísteka hrint í framkvæmd Arnþór Guðlaugsson skrifar 19. desember 2021 18:38 Vegna umræðu undanfarið um málefni Ísteka, fyrirkomulag á töku blóðs úr fylfullum hryssum, réttmæti blóðtökunnar og fleira vil ég fyrir hönd fyrirtækisins koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri, almenningi og hlutaðeigandi hagsmunaaðilum til upplýsingar. Í upphafi er þó rétt að ítreka að Ísteka hefur aldrei liðið ósæmandi og ómannúðlega meðferð á dýrum og mun hér eftir sem hingað til taka hart á öllum slíkum tilvikum með slitum á viðskiptasamböndum, eins og fyrirtækið hefur raunar gert í nokkrum tilfellum á undanförnum árum, þar á meðal mjög nýlega. Ísteka leggur enda ríka áherslu á fagleg vinnubrögð og dýravelferð í allri starfsemi sinni og er eina afurðafyrirtækið á Íslandi sem gerir dýravelferðarsamninga við alla samstarfsbændur. Líftæknifyrirtækið Ísteka er verðmætaskapandi útflutningsfyrirtæki sem aflar þjóðarbúinu árlega um tveggja milljarða króna í gjaldeyristekjur. Um 40 manns hafa fasta atvinnu hjá félaginu. Ísteka býr til lyfjaefni (equine Chorionic Gonadotrophin, eCG) með hátækniaðferðum sem þróaðar hafa verið hjá fyrirtækinu úr blóðvökva hryssa. Lyfjahluti starfseminnar hefur verið skoðaður og samþykktur af Fæðu- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) og Lyfjastofnun Íslands. Þá er lyfjaefnið leyft á öllum helstu mörkuðum heims og blóðgjafir og lyfjaframleiðsla úr hryssublóði sömuleiðis í Evrópu, þar með talið í löndum ESB og EES. Áratuga reynsla og margítrekaðar rannsóknir á hryssunum sýna að blóðgjafir hafa engin neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Þær þyngjast eðlilega og blóðgildi þeirra eru í jafnvægi yfir blóðgjafatímabilið. Fyl þeirra þroskast eðlilega og folöldin sömuleiðis eins og önnur folöld. Í tilfellum frávika, sem geta komið upp, er brugðist við með skýrum ábendingum um úrbætur, sérstöku viðbótareftirliti eða uppsögn á viðskiptasambandi. Ísteka hefur sjö sinnum hætt viðskiptum við bændur, þar af tvisvar nýlega. Erlend dýravelferðarsamtök sem hafa að eigin sögn rannsakað blóðtökur á íslenskum bæjum frá 2019 til 2021 fundu frávik frá dýravelferð á tveimur bæjum af alls 119 bæjum. Blóðsöfnun á hverjum bæ tekur marga klukkutíma. Myndefni samtakanna sem birt hefur verið sýnir aðeins nokkrar sekúndur og vissulega óverjandi meðferð, sem Ísteka brást við þegar í stað og málið kom upp. Það liggur einnig fyrir að umrædd samtök hafa farið afar frjálslega með ýmsar staðreyndir og hreinar rangfærslur í sumum tilfellum. Þjóðfélagsumræðan um frávik á dýravelferð á tveimur bæjum hefur nú að ósekju selt alla bændur búgreinarinnar undir sömu sök. Þrátt fyrir ríkt eftirlit Ísteka með blóðtöku varð umræddra frávika ekki vart í eftirlitinu. Af þeim sökum hefur félagið ákveðið að endurskoða framkvæmdina og auka eftirlitið enn frekar til að fyrirbyggja algjörlega að slíkt geti komið upp aftur. Til þessa hefur Ísteka lagt ríka áherslu á dýravelferð með velferðarsamningi við bændur, þjónustusamningi við dýralækna sem annast blóðtökuna, sem m.a. kveður á um ábyrgð þeirra á velferð dýranna og fleira. Þá hefur hafa allir bændur gæðahandbók sem Ísteka gefur út og skylt er að styðjast við í starfseminni auk þess sem fulltrúi Ísteka fer reglulega í eftirlitsferðir til að kanna ástand hryssanna, aðstöðu á bæjum og fyrirkomulag við blóðtöku. Ísteka heimsækir um helming bæja á hverju ári eins og hægt er að kynna sér nánar á heimasíðu félagsins og Facebook-síðu þess. Þar er m.a. að finna myndband sem sýnir blóðsöfnun í rólegu og yfirveguðu umhverfi eins og Ísteka leggur áherslu á. Frávik sem sýnt hefur verið er undantekning frá reglunni. Vegna þessa misbrests hefur Ísteka nú kynnt ítarlega umbótaáætlun sem felur í sér að fræðsla til bænda verður aukin með frekara námskeiðahaldi og verklegri þjálfun, uppfærslu á handbók, fjölgun eftirlitsfólks með framkvæmd allra blóðgjafa sem þegar í stað verða stöðvaðar komi upp frávik. Þá verður myndavélaeftirlit tekið upp og hryssur eftirleiðis sérvaldar með tilliti til skapgerðar. Hryssur sem ekki henta til blóðgjafar verða teknar úr stóðinu. Við hjá Ísteka munum á næstunni fjalla frekar um tilgang blóðtöku úr fylfullum hryssum, frjósemi spendýra, dýraumhverfi og þann aðbúnað sem Ísteka gerir kröfur og mun gera körfur um til framtíðar. Höfundur greinarinnar er framkvæmdastjóri Ísteka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Hestar Arnþór Guðlaugsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Vegna umræðu undanfarið um málefni Ísteka, fyrirkomulag á töku blóðs úr fylfullum hryssum, réttmæti blóðtökunnar og fleira vil ég fyrir hönd fyrirtækisins koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri, almenningi og hlutaðeigandi hagsmunaaðilum til upplýsingar. Í upphafi er þó rétt að ítreka að Ísteka hefur aldrei liðið ósæmandi og ómannúðlega meðferð á dýrum og mun hér eftir sem hingað til taka hart á öllum slíkum tilvikum með slitum á viðskiptasamböndum, eins og fyrirtækið hefur raunar gert í nokkrum tilfellum á undanförnum árum, þar á meðal mjög nýlega. Ísteka leggur enda ríka áherslu á fagleg vinnubrögð og dýravelferð í allri starfsemi sinni og er eina afurðafyrirtækið á Íslandi sem gerir dýravelferðarsamninga við alla samstarfsbændur. Líftæknifyrirtækið Ísteka er verðmætaskapandi útflutningsfyrirtæki sem aflar þjóðarbúinu árlega um tveggja milljarða króna í gjaldeyristekjur. Um 40 manns hafa fasta atvinnu hjá félaginu. Ísteka býr til lyfjaefni (equine Chorionic Gonadotrophin, eCG) með hátækniaðferðum sem þróaðar hafa verið hjá fyrirtækinu úr blóðvökva hryssa. Lyfjahluti starfseminnar hefur verið skoðaður og samþykktur af Fæðu- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) og Lyfjastofnun Íslands. Þá er lyfjaefnið leyft á öllum helstu mörkuðum heims og blóðgjafir og lyfjaframleiðsla úr hryssublóði sömuleiðis í Evrópu, þar með talið í löndum ESB og EES. Áratuga reynsla og margítrekaðar rannsóknir á hryssunum sýna að blóðgjafir hafa engin neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Þær þyngjast eðlilega og blóðgildi þeirra eru í jafnvægi yfir blóðgjafatímabilið. Fyl þeirra þroskast eðlilega og folöldin sömuleiðis eins og önnur folöld. Í tilfellum frávika, sem geta komið upp, er brugðist við með skýrum ábendingum um úrbætur, sérstöku viðbótareftirliti eða uppsögn á viðskiptasambandi. Ísteka hefur sjö sinnum hætt viðskiptum við bændur, þar af tvisvar nýlega. Erlend dýravelferðarsamtök sem hafa að eigin sögn rannsakað blóðtökur á íslenskum bæjum frá 2019 til 2021 fundu frávik frá dýravelferð á tveimur bæjum af alls 119 bæjum. Blóðsöfnun á hverjum bæ tekur marga klukkutíma. Myndefni samtakanna sem birt hefur verið sýnir aðeins nokkrar sekúndur og vissulega óverjandi meðferð, sem Ísteka brást við þegar í stað og málið kom upp. Það liggur einnig fyrir að umrædd samtök hafa farið afar frjálslega með ýmsar staðreyndir og hreinar rangfærslur í sumum tilfellum. Þjóðfélagsumræðan um frávik á dýravelferð á tveimur bæjum hefur nú að ósekju selt alla bændur búgreinarinnar undir sömu sök. Þrátt fyrir ríkt eftirlit Ísteka með blóðtöku varð umræddra frávika ekki vart í eftirlitinu. Af þeim sökum hefur félagið ákveðið að endurskoða framkvæmdina og auka eftirlitið enn frekar til að fyrirbyggja algjörlega að slíkt geti komið upp aftur. Til þessa hefur Ísteka lagt ríka áherslu á dýravelferð með velferðarsamningi við bændur, þjónustusamningi við dýralækna sem annast blóðtökuna, sem m.a. kveður á um ábyrgð þeirra á velferð dýranna og fleira. Þá hefur hafa allir bændur gæðahandbók sem Ísteka gefur út og skylt er að styðjast við í starfseminni auk þess sem fulltrúi Ísteka fer reglulega í eftirlitsferðir til að kanna ástand hryssanna, aðstöðu á bæjum og fyrirkomulag við blóðtöku. Ísteka heimsækir um helming bæja á hverju ári eins og hægt er að kynna sér nánar á heimasíðu félagsins og Facebook-síðu þess. Þar er m.a. að finna myndband sem sýnir blóðsöfnun í rólegu og yfirveguðu umhverfi eins og Ísteka leggur áherslu á. Frávik sem sýnt hefur verið er undantekning frá reglunni. Vegna þessa misbrests hefur Ísteka nú kynnt ítarlega umbótaáætlun sem felur í sér að fræðsla til bænda verður aukin með frekara námskeiðahaldi og verklegri þjálfun, uppfærslu á handbók, fjölgun eftirlitsfólks með framkvæmd allra blóðgjafa sem þegar í stað verða stöðvaðar komi upp frávik. Þá verður myndavélaeftirlit tekið upp og hryssur eftirleiðis sérvaldar með tilliti til skapgerðar. Hryssur sem ekki henta til blóðgjafar verða teknar úr stóðinu. Við hjá Ísteka munum á næstunni fjalla frekar um tilgang blóðtöku úr fylfullum hryssum, frjósemi spendýra, dýraumhverfi og þann aðbúnað sem Ísteka gerir kröfur og mun gera körfur um til framtíðar. Höfundur greinarinnar er framkvæmdastjóri Ísteka.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun