Maxwell neitaði að bera vitni Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2021 23:36 Ghislaine Maxwell sagðist ekki þurfa að bera vitni því saksóknurum hefði ekki tekist að sanna sekt hennar. AP/Elizabeth Williams Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell. Verið er að rétta yfir Maxwell, sem er 59 ára gömul, í New York en hún var ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði og hefur hún einnig verið sökuð um að taka þátt í misnotkuninni. Hún er sökuð um að hafa fært Epstein allt að fjórtán ára gamlar stúlkur til að misnota í húsnæði hans víðsvegar um Bandaríkin og í London milli 1994 til 1997. Alls hefur hún verið ákærð í átta liðum og þar á meðal fyrir mansal. Hún neitar sök í öllum ákæruliðum. Verjendur hennar hafa haldið því fram að verið sé að gera hana að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epsteins. Búist er við því að málflutningur í málinu fari fram á mánudaginn. Eftir það munu kviðdómendur þurfa að komast að niðurstöðu um hvort sakfella eigi Maxwell eða ekki. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Dómari málsins spurði Maxwell hvort hún vildi bera vitni og sagði hana eiga rétt á því að gera það, eða ekki. Hún svaraði á þá leið að saksóknurum hefði ekki tekst að sanna mál þeirra gegn henni svo það væri engin ástæða fyrir hana til að bera vitni, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Sjá einnig: Sagði ráðsmanni að horfa ekki í augu Epsteins Eva Andersson Dubin, fyrrverandi ungfrú Svíþjóð og læknir í New York, bar vitni fyrir hönd Maxwell en hún var einnig kærasta Epsteins um tíma, áður en hann og Maxwell tóku saman. Hún sagðist hafa treyst Epstein fyrir ungum dætrum sínum og þvertók fyrir að hafa tekið þátt í kynlífsathöfn þar sem eitt meint fórnarlamb Epsteins segir að brotið hafi verið á sér. Sú hefur haldið því fram að kona sem kölluð var Eva hafi tekið þátt í athöfninni. Eva Andersson Dubin bar vitni fyrir hönd Maxwell.AP/Elizabeth Williams Hún sagðist einnig aldrei hafa orðið vitni að því að Epstein hafi hagað sér á óviðeigandi hátt í garð ungra kvenna. AP fréttaveitan segir frá því að Andersson hafi sagt saksóknurum að hún ætti í erfiðleikum með að muna langt aftur í tímann en brotið á að hafa átt sér stað. Þá er tekið fram í frétt fréttaveitunnar að Andersson og eiginmaður hennar stóðu þétt við bakið á Epstein og lýstu yfir stuðningi við hann þegar hann var ákærður og sakfelldur fyrir kynferðisbrot í Flórída árið 2008. Þá hefur kona sem sakað hefur Epstein um að brjóta á sér haldið því fram að eiginmaður Andersson, sem heitir Glenn Dubin, hafi einnig brotið á sér. Bandaríkin Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30. nóvember 2021 23:55 Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Sjá meira
Verið er að rétta yfir Maxwell, sem er 59 ára gömul, í New York en hún var ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði og hefur hún einnig verið sökuð um að taka þátt í misnotkuninni. Hún er sökuð um að hafa fært Epstein allt að fjórtán ára gamlar stúlkur til að misnota í húsnæði hans víðsvegar um Bandaríkin og í London milli 1994 til 1997. Alls hefur hún verið ákærð í átta liðum og þar á meðal fyrir mansal. Hún neitar sök í öllum ákæruliðum. Verjendur hennar hafa haldið því fram að verið sé að gera hana að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epsteins. Búist er við því að málflutningur í málinu fari fram á mánudaginn. Eftir það munu kviðdómendur þurfa að komast að niðurstöðu um hvort sakfella eigi Maxwell eða ekki. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Dómari málsins spurði Maxwell hvort hún vildi bera vitni og sagði hana eiga rétt á því að gera það, eða ekki. Hún svaraði á þá leið að saksóknurum hefði ekki tekst að sanna mál þeirra gegn henni svo það væri engin ástæða fyrir hana til að bera vitni, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Sjá einnig: Sagði ráðsmanni að horfa ekki í augu Epsteins Eva Andersson Dubin, fyrrverandi ungfrú Svíþjóð og læknir í New York, bar vitni fyrir hönd Maxwell en hún var einnig kærasta Epsteins um tíma, áður en hann og Maxwell tóku saman. Hún sagðist hafa treyst Epstein fyrir ungum dætrum sínum og þvertók fyrir að hafa tekið þátt í kynlífsathöfn þar sem eitt meint fórnarlamb Epsteins segir að brotið hafi verið á sér. Sú hefur haldið því fram að kona sem kölluð var Eva hafi tekið þátt í athöfninni. Eva Andersson Dubin bar vitni fyrir hönd Maxwell.AP/Elizabeth Williams Hún sagðist einnig aldrei hafa orðið vitni að því að Epstein hafi hagað sér á óviðeigandi hátt í garð ungra kvenna. AP fréttaveitan segir frá því að Andersson hafi sagt saksóknurum að hún ætti í erfiðleikum með að muna langt aftur í tímann en brotið á að hafa átt sér stað. Þá er tekið fram í frétt fréttaveitunnar að Andersson og eiginmaður hennar stóðu þétt við bakið á Epstein og lýstu yfir stuðningi við hann þegar hann var ákærður og sakfelldur fyrir kynferðisbrot í Flórída árið 2008. Þá hefur kona sem sakað hefur Epstein um að brjóta á sér haldið því fram að eiginmaður Andersson, sem heitir Glenn Dubin, hafi einnig brotið á sér.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30. nóvember 2021 23:55 Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Sjá meira
Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30. nóvember 2021 23:55
Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02