Viðureign Borland og Brooks var í alla staði stókostleg skemmtun þar sem keppendurnir skiptust á að taka út hverja risatöluna á fætur annarri.
Brooks vann fyrsta settið 3-0, Borland annað settið 3-1 og svo unnu þeir sitt hvort settið með minnsta mun, 3-2. Báðir höfðu þeir unnið tvo leggi í lokasettinu þegar William Borland gerði það sem alla pílukastara dreymir um.
Borland kláraði legginn, og tryggði sér þar með sigur í viðureigninni, með eins fáum pílum og mögulegt er. Eins og gefur að skilja varð allt viltaust í Alexandra Palace, og Páll Sævar Guðjónsson sem lýsti viðureigninni trúði varla sínum eigin augum.
Sjón er sögu ríkari en myndband af níu pílna leik William Borland gegn Bradley Brooks í lýsingu Páls Sævars má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.