„Vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2021 22:00 Enn er á huldu hvað varð af Guðmundi og Geirfinni Einarssyni sem hurfu sporlaust árið 1974. Leitað var að þeim víða meðal annars í Hafnarfjarðarhrauni. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 610 milljón krónur samanlagt í bætur. Ragnar Aðalsteinsson segir um áfellisdóm að ræða yfir íslenska ríkinu. Það var í september 2018 voru allir fimm sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar, sýknaðir í Hæstarétti af ákæru um að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Í janúar í fyrra samþykkti svo Alþingi frumvarp forsætisráðherra um 774 milljónir króna í miskabætur. Greiðslurnar voru á bilinu 15 til 224 milljónir króna en ekki voru allir sáttir við upphæðirnar. Sakborningar og aðstandendur vildu meira en þingmaður Sjálftæðisflokksins gagnrýndi háar upphæðir. Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Júlíusson og dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar höfðuð mál og kröfðust hver um sig á annan milljarð króna í bætur. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið í öllum tilfellum. Landsréttur var á öðru máli í dag og dæmi Guðjóni og dánarbúi Kristjáns Viðars samanlagt rúmlega sex hundruð milljónir króna í bætur. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, segir málsvörnum ríkisstjórnarinnar hafnað í öllum meginatriðum „Ríkið kemur afar illa út að öllu leyti, bæði málsmeðferðin á sínum tíma, í fangelsinu, fyrir dómi og síðan má segja að ríkið fari líka illa út úr því hvernig það hefur hegðað sér í þessu dómsmáli með þessum vörnum sem voru sérkennilegar. Héraðsdómurinn fékk sínar áminningar hvernig hann stóð sig. Ég er ánægður með það,“ segir Ragnar. Hann segist ekki trúa upp á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að láta reyna á málið fyrir Hæstarétti. Undir það tekur Arnar Þór Stefánsson, lögmaður dánarbús Kristjáns Viðars sem lést fyrr á árinu. „Þetta er söguleg stund í þessu máli sem hófst 1975 og vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021.“ Ríkið var sýknað af kröfu dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar á því tæknilega atriði að Tryggvi Rúnar var látinn þegar málið var höfðað. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður dánarbúsins, segir í samtali við fréttastofu vona að ríkið sjái sóma sinn í því að gera upp við dánarbú Tryggva á sömu forsendum. „Verði það ekki gert verði málinu áfrýjað til hæstaréttar þar sem því verður snúið við,“ segir Páll Rúnar og bætir við: „Það er að segja ef einhver snefill af réttlæti fyrirfinnst í þessu landi.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Það var í september 2018 voru allir fimm sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar, sýknaðir í Hæstarétti af ákæru um að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Í janúar í fyrra samþykkti svo Alþingi frumvarp forsætisráðherra um 774 milljónir króna í miskabætur. Greiðslurnar voru á bilinu 15 til 224 milljónir króna en ekki voru allir sáttir við upphæðirnar. Sakborningar og aðstandendur vildu meira en þingmaður Sjálftæðisflokksins gagnrýndi háar upphæðir. Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Júlíusson og dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar höfðuð mál og kröfðust hver um sig á annan milljarð króna í bætur. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið í öllum tilfellum. Landsréttur var á öðru máli í dag og dæmi Guðjóni og dánarbúi Kristjáns Viðars samanlagt rúmlega sex hundruð milljónir króna í bætur. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, segir málsvörnum ríkisstjórnarinnar hafnað í öllum meginatriðum „Ríkið kemur afar illa út að öllu leyti, bæði málsmeðferðin á sínum tíma, í fangelsinu, fyrir dómi og síðan má segja að ríkið fari líka illa út úr því hvernig það hefur hegðað sér í þessu dómsmáli með þessum vörnum sem voru sérkennilegar. Héraðsdómurinn fékk sínar áminningar hvernig hann stóð sig. Ég er ánægður með það,“ segir Ragnar. Hann segist ekki trúa upp á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að láta reyna á málið fyrir Hæstarétti. Undir það tekur Arnar Þór Stefánsson, lögmaður dánarbús Kristjáns Viðars sem lést fyrr á árinu. „Þetta er söguleg stund í þessu máli sem hófst 1975 og vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021.“ Ríkið var sýknað af kröfu dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar á því tæknilega atriði að Tryggvi Rúnar var látinn þegar málið var höfðað. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður dánarbúsins, segir í samtali við fréttastofu vona að ríkið sjái sóma sinn í því að gera upp við dánarbú Tryggva á sömu forsendum. „Verði það ekki gert verði málinu áfrýjað til hæstaréttar þar sem því verður snúið við,“ segir Páll Rúnar og bætir við: „Það er að segja ef einhver snefill af réttlæti fyrirfinnst í þessu landi.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira