Engin merki um byrlun Eiður Þór Árnason skrifar 17. desember 2021 17:07 Málin hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri. Vísir/Vilhelm Engin merki voru um deyfilyf eða fíkniefni í sýnum sem tekin voru vegna gruns um að þremur einstaklingum hafi verið byrlað á skemmtistöðum eða heimahúsum á Akureyri í lok október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra sem hefur haft málin þrjú til rannsóknar. Blóðsýni voru tekin úr þeim aðilum sem tilkynntu grun um byrlun. „Í öllum tilvikum voru sýnin tekin fljótlega eftir að grunur vaknaði um brot og strax eftir að afskipti lögreglu hófust.“ Við rannsókn á sýnunum kom í ljós að einstaklingarnir höfðu töluvert áfengismagn í blóðinu, að sögn lögreglu en engin merki voru um deyfilyf eða fíkniefni. Lögregla hafði áður haft afskipti af fjórða aðilanum sem taldi að sér hefði verið byrlað. Að mati læknis var ekki talið að um byrlun væri að ræða í því tilviki og voru því ekki tekin blóðsýni. Fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað Greint var frá því í lok október að grunur léki á að tveimur konum og einum karlmanni hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri. Önnur kvennanna fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild. „Það fór lögreglumaður á bráðamóttökuna en við náðum ekkert að ræða við viðkomandi einstaklinga til þess að spyrja út í ferðir þeirra og fleira,” sagði Árni Páll Jóhannesson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra þá í samtali við fréttastofu. Bætti hann við að almennt hafi ekki verið mikið um tilkynningar um byrlanir á Akureyri. Hins vegar hafi átt sér stað ákveðin vitundarvakning og fólk því hugsanlega meira á varðbergi. Jákvætt væri að fólk fylgdist vel með. Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um að þremur hafi verið byrlað Grunur leikur á að þremur hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri í nótt, tveimur konum og einum karlmanni. Önnur kvennanna fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild. 31. október 2021 13:12 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra sem hefur haft málin þrjú til rannsóknar. Blóðsýni voru tekin úr þeim aðilum sem tilkynntu grun um byrlun. „Í öllum tilvikum voru sýnin tekin fljótlega eftir að grunur vaknaði um brot og strax eftir að afskipti lögreglu hófust.“ Við rannsókn á sýnunum kom í ljós að einstaklingarnir höfðu töluvert áfengismagn í blóðinu, að sögn lögreglu en engin merki voru um deyfilyf eða fíkniefni. Lögregla hafði áður haft afskipti af fjórða aðilanum sem taldi að sér hefði verið byrlað. Að mati læknis var ekki talið að um byrlun væri að ræða í því tilviki og voru því ekki tekin blóðsýni. Fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað Greint var frá því í lok október að grunur léki á að tveimur konum og einum karlmanni hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri. Önnur kvennanna fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild. „Það fór lögreglumaður á bráðamóttökuna en við náðum ekkert að ræða við viðkomandi einstaklinga til þess að spyrja út í ferðir þeirra og fleira,” sagði Árni Páll Jóhannesson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra þá í samtali við fréttastofu. Bætti hann við að almennt hafi ekki verið mikið um tilkynningar um byrlanir á Akureyri. Hins vegar hafi átt sér stað ákveðin vitundarvakning og fólk því hugsanlega meira á varðbergi. Jákvætt væri að fólk fylgdist vel með.
Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um að þremur hafi verið byrlað Grunur leikur á að þremur hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri í nótt, tveimur konum og einum karlmanni. Önnur kvennanna fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild. 31. október 2021 13:12 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Grunur um að þremur hafi verið byrlað Grunur leikur á að þremur hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri í nótt, tveimur konum og einum karlmanni. Önnur kvennanna fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild. 31. október 2021 13:12