Ratajski er í 12. sæti heimslistans og því voru úrslitin heldur óvænt. Lennon vann fyrsta settið 3-2, en Ratajski svaraði með 3-0 sigri í öðru setti.
Lennon lét þó taugarnar ekki taka yfir og vann næstu tvö sett, 3-0 og 3-1, og tryggði sér þar með sæti í 32-manna úrslitum á kostnað Pólverjans.
𝗟𝗘𝗡𝗡𝗢𝗡 𝗞𝗢𝘀 𝗥𝗔𝗧𝗔𝗝𝗦𝗞𝗜! 🇮🇪
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2021
Steve Lennon produces a truly composed performance, eliminating 12th seed Krzysztof Ratajski with a 3-1 set victory!
What a win for Scuba Steve! pic.twitter.com/8DN2HocrfP
Í fyrri viðureignum dagsins hafði Englendingurinn Ryan Joyce betur gegn Roman Benecký, Keane Barry sigraði Royden Lam og Boris Koltsov vann öruggan sigur gegn Jermaine Wattimena og eru þessir þrír því komnir í 64-manna úrslit.
Í kvöld eru svo aðrar fjórar viðureignir á dagskrá á Stöð 2 Sport, en þar ber hæst að nefna viðureign hins skrautlega Peter Wright gegn Ryan Meikle.
Viðureignir kvöldsins
Joe Murnan - Paul Lim
William Borland - Bradley Brooks
Ross Smith - Jeff Smith
Peter Wright - Ryan Meikle