Íslenska ríkið þarf að greiða dánarbúi Kristjáns Viðars Júlíussonar 350 milljónir króna og Guðjóni Skarphéðinssyni 260 milljónir króna í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Bótakröfu dánarsbús Tryggva Rúnars Leifssonar var hins vegar vísað frá dómi.

„Málið fellur á því að ríkið er sýknað því Tryggvi lést áður en málið var höfðað,“ segir Páll Rúnar í samtali við fréttastofu.
„Hins vegar er fallist á bótarétt Kristján því hann lést eftir að málið var höfðað.“
Páli Rúnar er ekki skemmt varðandi niðurstöðuna í dag.
Sé einhver snefill af réttlæti eftir í landinu
„Það að ríkið geti pyntað fólk og frelsissvipt í þúsundir daga og kokkað upp ranglátar reglur sem svipti það um bótarétt er fráleitt bæði í lagalegu og siðferðislegu tilliti.“
Hann segist eiga von á það að íslenska ríkið, ætli það að una dómunum í máli Guðjóns og Kristjáns, geri upp við dánarbú Tryggva Rúnars á sömu forsendum.
„Verði það ekki gert verði málinu áfrýjað til Hæstaréttar þar sem því verður snúið við,“ segir Páll Rúnar og bætir við:
„Það er að segja ef einhver snefill af réttlæti fyrirfinnst í þessu landi.“