Ríkið dæmt til að greiða hundruð milljóna vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Tryggvi Páll Tryggvason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 17. desember 2021 14:10 Guðjón Skarphéðinsson fær hundruð milljóna frá ríkinu. Stöð 2 Íslenska ríkið þarf að greiða dánarbúi Kristjáns Viðars Júlíussonar 350 milljónir króna og Guðjóni Skarphéðinssyni 260 milljónir króna í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Bótakröfu dánarsbús Tryggva Rúnars Leifssonar var vísað frá dómi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kveðin var upp fyrir stundu. Þarf ríkið því að greiða 610 milljónir í bætur en frá upphæðinni dragast bætur sem ríkið hafði áður greitt Guðjóni og Kristjáni Viðari. Kröfurnar má rekja til Guðmundar- og Geirfinnsmálsins svokallaða en Tryggvi Rúnar og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. Guðjón var á sama tíma dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa átt hlut í dauða Geirfinns. Hér að neðan má sjá viðtal við Ragnar Aðalsteinsson, lögmann Guðjóns, sem tekið var í Landsrétti eftir að dómur féll. Þeir voru allir þrír sýknaðir í Hæstarétti árið 2018 ásamt Sævari Marinó Cieselski og Alberti Klahn Skaftasyni eftir að málið var endurupptekið. Alls fór dánarbú Kristjáns Viðars fram á 1,63 milljarða í miskabætur en dánarbú Tryggva Rúnars fór fram á 1,6 milljarða króna í bætur. Guðjón krafðist 1,3 milljarða í bætur. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af kröfunum á síðasta ári en um er að ræða þrjú aðskilin mál. Þeim var áfrýjað til Landsréttar sem kvað upp úrskurð sinn í dag. Hér að neðan má sjá viðtal við Arnar Þór Stefánsson, lögmann dánarbús Kristjáns Viðars Júlíussonar, sem tekið var í Landsrétti eftir að dómur féll. Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði á síðasta ári til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. Þá fékk Kristján Viðar 204 milljónir og aðstandendur Tryggva Rúnars alls 171 milljón en Guðjón Skarphéðinsson 145 milljónir. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. 20. október 2020 21:32 Blóðsonur Tryggva Rúnars fær engar bætur af því að hann var ættleiddur Sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, sem ættleiddur var tólf ára, fær ekki bætur frá íslenska ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu í gær en sonurinn hafði krafið ríkið um 85 milljónir króna. 23. febrúar 2021 17:57 Ríkið sýknað af 1,3 milljarða bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar Ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Guðjóns Skarphéðinssonar. Guðjón krafðist þess að íslenska ríkið yrði dæmt til að greiða sér rétt rúman 1,3 milljarða króna í bætur. 26. mars 2020 15:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kveðin var upp fyrir stundu. Þarf ríkið því að greiða 610 milljónir í bætur en frá upphæðinni dragast bætur sem ríkið hafði áður greitt Guðjóni og Kristjáni Viðari. Kröfurnar má rekja til Guðmundar- og Geirfinnsmálsins svokallaða en Tryggvi Rúnar og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. Guðjón var á sama tíma dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa átt hlut í dauða Geirfinns. Hér að neðan má sjá viðtal við Ragnar Aðalsteinsson, lögmann Guðjóns, sem tekið var í Landsrétti eftir að dómur féll. Þeir voru allir þrír sýknaðir í Hæstarétti árið 2018 ásamt Sævari Marinó Cieselski og Alberti Klahn Skaftasyni eftir að málið var endurupptekið. Alls fór dánarbú Kristjáns Viðars fram á 1,63 milljarða í miskabætur en dánarbú Tryggva Rúnars fór fram á 1,6 milljarða króna í bætur. Guðjón krafðist 1,3 milljarða í bætur. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af kröfunum á síðasta ári en um er að ræða þrjú aðskilin mál. Þeim var áfrýjað til Landsréttar sem kvað upp úrskurð sinn í dag. Hér að neðan má sjá viðtal við Arnar Þór Stefánsson, lögmann dánarbús Kristjáns Viðars Júlíussonar, sem tekið var í Landsrétti eftir að dómur féll. Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði á síðasta ári til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. Þá fékk Kristján Viðar 204 milljónir og aðstandendur Tryggva Rúnars alls 171 milljón en Guðjón Skarphéðinsson 145 milljónir.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. 20. október 2020 21:32 Blóðsonur Tryggva Rúnars fær engar bætur af því að hann var ættleiddur Sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, sem ættleiddur var tólf ára, fær ekki bætur frá íslenska ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu í gær en sonurinn hafði krafið ríkið um 85 milljónir króna. 23. febrúar 2021 17:57 Ríkið sýknað af 1,3 milljarða bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar Ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Guðjóns Skarphéðinssonar. Guðjón krafðist þess að íslenska ríkið yrði dæmt til að greiða sér rétt rúman 1,3 milljarða króna í bætur. 26. mars 2020 15:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. 20. október 2020 21:32
Blóðsonur Tryggva Rúnars fær engar bætur af því að hann var ættleiddur Sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, sem ættleiddur var tólf ára, fær ekki bætur frá íslenska ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu í gær en sonurinn hafði krafið ríkið um 85 milljónir króna. 23. febrúar 2021 17:57
Ríkið sýknað af 1,3 milljarða bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar Ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Guðjóns Skarphéðinssonar. Guðjón krafðist þess að íslenska ríkið yrði dæmt til að greiða sér rétt rúman 1,3 milljarða króna í bætur. 26. mars 2020 15:03