Varnarmálaráðuneyti Bretlands tilkynnti atvikið í dag en það átti sér stað á þriðjudaginn nærri Al Tanf herstöðinni í Sýrlandi sem notuð er af bandalaginu gegn Íslamska ríkinu og þar á meðal Bretum og Bandaríkjamönnum.
Í frétt BBC segir að ekki sé búið að gefa upp hverjir flugu drónanum en Bretar segja þá aðila vera óvinveitta hryðjuverkamenn.
Verið var að fljúga tveimur Typhoon orrustuþotum nærri Kýpur þegar beiðni barst um að flugmennirnir könnuðu dróna sem verið væri að fljúga nærri herstöðinni. Dróninn var svo skotinn niður með Asraam-flugskeyti.
Í tilkynningu varnarmálaráðuneytis Bretlands er haft eftir Ben Wallace, varnarmálaráðherra, að atvikið sýni vel hve mikla getu flugher Bretlands búi yfir.
Forces are vital to @coalition efforts to defeat Daesh.
— Ministry of Defence (@DefenceHQ) December 16, 2021
The @RoyalAirForce has shot down a hostile drone posing a threat to Coalition partners in Syria. This was the first operational air to air engagement by an RAF Typhoon.
Read more https://t.co/5cpPBI50Kj