Kynlífsþrælkun, mansal og umfangsmikil brotastarfsemi hér á landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2021 19:01 Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Vísir/Arnar Halldórsson Kynlífsþrælkun og mansal þrífst í miklum mæli hér á landi, að sögn greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sem telur mikla ógn stafa af skipulagðri brotastarfsemi. Þá fari íslenskur fíkniefnamarkaður stöðugt stækkandi. Talið er að hundruð einstaklinga tengist skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og að velta hennar hlaupi á milljörðum króna ár hvert. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svartri skýrslu ríkislögreglustjóra sem varpar ljósi á umfangsmikla fíkniefnaneyslu, brotastarfsemi, peningaþvætti, mansal og fleira. „Þessi rannsókn leiddi í ljós að við erum á pari við aðrar borgir í Evrópu, miðað við þær rannsóknir sem þar hafa verið gerðar. Og það kom á óvart að amfetamínneysla virðist vera örlítið meiri hér á landi en í þeim borgum sem voru rannsakaðar í Evrópu,” segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Þá segir hann að ferðatakmarkanir virðist hafa haft lítil áhrif á innflutning fíkniefna til landsins. Sömuleiðis sé skipulögð brotastarfsemi hér svipuð og í nágrannalöndunum; meiri atvinnumennska, aukin notkun stafrænnar tækni og aukin fjölþjóðavæðing. Viðskiptin séu að miklu leyti að færast yfir á smáforrit en hér fyrir neðan má sjá auglýsingu þar sem fíkniefni og vændi eru auglýst. Runólfur segir ljóst að mansal þrífist hér á landi. „Það teljum við vera staðfest þó það hafi ekki farið mörg mál í gegnum ákæruferli hjá okkur. Það skýrist af því að lagaumgjörðin varð skýrari núna á þessu ári og við höfum upplýsingar um að það eru fleiri mál sem munu koma til kasta ákæruvaldsins og dómstóla í þessum málaflokki.” Helsta birtingarmyndin sé kynlífsþrælkun og vinnumansal. „Við sjáum það í byggingariðnaði, við sjáum það í ferðamannaiðnaðnum, og við sjáum að fólk lendir í mjög erfiðri stöðu. Það er verið að hagnýta sér neyð fullt af fólki. Þetta er mikið áhyggjuefni og við þurfum að bregðast við þessu,” segir Runólfur. Lögreglumál Vændi Fíkniefnabrot Lögreglan Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Talið er að hundruð einstaklinga tengist skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og að velta hennar hlaupi á milljörðum króna ár hvert. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svartri skýrslu ríkislögreglustjóra sem varpar ljósi á umfangsmikla fíkniefnaneyslu, brotastarfsemi, peningaþvætti, mansal og fleira. „Þessi rannsókn leiddi í ljós að við erum á pari við aðrar borgir í Evrópu, miðað við þær rannsóknir sem þar hafa verið gerðar. Og það kom á óvart að amfetamínneysla virðist vera örlítið meiri hér á landi en í þeim borgum sem voru rannsakaðar í Evrópu,” segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Þá segir hann að ferðatakmarkanir virðist hafa haft lítil áhrif á innflutning fíkniefna til landsins. Sömuleiðis sé skipulögð brotastarfsemi hér svipuð og í nágrannalöndunum; meiri atvinnumennska, aukin notkun stafrænnar tækni og aukin fjölþjóðavæðing. Viðskiptin séu að miklu leyti að færast yfir á smáforrit en hér fyrir neðan má sjá auglýsingu þar sem fíkniefni og vændi eru auglýst. Runólfur segir ljóst að mansal þrífist hér á landi. „Það teljum við vera staðfest þó það hafi ekki farið mörg mál í gegnum ákæruferli hjá okkur. Það skýrist af því að lagaumgjörðin varð skýrari núna á þessu ári og við höfum upplýsingar um að það eru fleiri mál sem munu koma til kasta ákæruvaldsins og dómstóla í þessum málaflokki.” Helsta birtingarmyndin sé kynlífsþrælkun og vinnumansal. „Við sjáum það í byggingariðnaði, við sjáum það í ferðamannaiðnaðnum, og við sjáum að fólk lendir í mjög erfiðri stöðu. Það er verið að hagnýta sér neyð fullt af fólki. Þetta er mikið áhyggjuefni og við þurfum að bregðast við þessu,” segir Runólfur.
Lögreglumál Vændi Fíkniefnabrot Lögreglan Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira