Þrír sakfelldir fyrir að ræna áfengi og appelsínum úr sumarbústað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. desember 2021 19:20 Mennirnir rændu appelsínum og áfengi úr sumarbústað á Akureyri. Vísir/Tryggvi Þrír karlmenn hafa verið dæmdir í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotist inn í sumarbústað á Akureyri og stolið appelsínum og áfengi. Mennirnir þrír voru ákærðir fyrir að hafa aðfaranótt mánudagsins 20. janúar 2020 staðið saman að því að fara inn í sumarbústað á Akureyri og stela þaðan einni rauðvínsflösku, einni hvítvínsflösku, sex bjórum, ausu, brýni, fótum undan Bang & Olufsen hátalara og nokkrum appelsínum. Þá hafi þeir gert tilraun til að stela hátalaranum, ryksugu og ullarteppi en þeir flúðu af vettvangi þegar forsvarsmaður eigenda sumarbústaðarins kom að þeim. Tveir mannanna sóttu ekki þing, þrátt fyrir að hafa verið kallaðir fyrir dóminn. Segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem féll á þriðjudag, að þar sem brotin varði ekki þyngri viðurlögum verði framlögð gögn að teljast nægjanleg til sakfellingar. Þriðji maðurinn mætti fyrir dóm og játaði sök. Fyrri brot tveggja mannanna voru tekin til hliðsjónar við ákvörðun refsingarinnar. Annar þeirra hafði verið dæmdur fyrir umferðalagabrot í mars 2020 og dæmdur til að greiða 140 þúsund króna sekt auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum. Hinn maðurinn hafði í september 2020 verið ákærður fyrir þjófnað og gerði hann sátt við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra um að greiða 100 þúsund krónur í sekt. Þá hlaut hann dóm í ágúst á þessu ári fyrir þjófnað og var refsingin 20 þúsund króna sekt. Dómsmál Akureyri Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Mennirnir þrír voru ákærðir fyrir að hafa aðfaranótt mánudagsins 20. janúar 2020 staðið saman að því að fara inn í sumarbústað á Akureyri og stela þaðan einni rauðvínsflösku, einni hvítvínsflösku, sex bjórum, ausu, brýni, fótum undan Bang & Olufsen hátalara og nokkrum appelsínum. Þá hafi þeir gert tilraun til að stela hátalaranum, ryksugu og ullarteppi en þeir flúðu af vettvangi þegar forsvarsmaður eigenda sumarbústaðarins kom að þeim. Tveir mannanna sóttu ekki þing, þrátt fyrir að hafa verið kallaðir fyrir dóminn. Segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem féll á þriðjudag, að þar sem brotin varði ekki þyngri viðurlögum verði framlögð gögn að teljast nægjanleg til sakfellingar. Þriðji maðurinn mætti fyrir dóm og játaði sök. Fyrri brot tveggja mannanna voru tekin til hliðsjónar við ákvörðun refsingarinnar. Annar þeirra hafði verið dæmdur fyrir umferðalagabrot í mars 2020 og dæmdur til að greiða 140 þúsund króna sekt auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum. Hinn maðurinn hafði í september 2020 verið ákærður fyrir þjófnað og gerði hann sátt við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra um að greiða 100 þúsund krónur í sekt. Þá hlaut hann dóm í ágúst á þessu ári fyrir þjófnað og var refsingin 20 þúsund króna sekt.
Dómsmál Akureyri Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira