Umfangsmikil dópneysla í Reykjavík og tengsl við helstu fíkniefnamarkaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2021 14:42 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Áhætta vegna skipulagðrar brotastarfsemi á Íslandi telst mjög mikil. Aukin notkun brotahópa á stafrænni tækni eykur álag á ýmsum sviðum löggæslunnar. Skipulögð brotastarfsemi felur í sér ógn við öryggi samfélags og einstaklinga. Þetta kemur fram í mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra á skipulagðri brotastarfsemi. Þar segir að íslenskur fíkniefnamarkaður líkist æ meira þeim evrópska. Viðskipti hafi í auknum mæli færst á smáforrit og samfélagsmiðla og rafrænni slóð jafnharðan eytt eða samskipti dulkóðuð. Hreinleiki fíkniefna hafi vaxið en verðlag verið nokkuð stöðugt þó að greina megi nokkrar verðsveiflur innan ákveðinna flokka. Afskipti lögreglu af skipulagðri brotastarfsemi í formi frumkvæðislöggæslu á landsvísu séu takmörkuð. Aukin umsvif fjölþjóðlegra brotahópa Aðgengi íslenskra brotahópa að erlendum mörkuðum er sagt auðveldara meðal annars vegna þess að íslenskir brotamenn hafi komið sér fyrir erlendis og myndað tengsl á helstu fíkniefnamörkuðum, til dæmis í Hollandi, Spáni og í Suður-Ameríku. Aukin umsvif fjölþjóðlegra brotahópa og skipulagðra brotahópa frá Suðaustur-Evrópu á Íslandi séu merkjanleg. Ný íslensk rannsókn á frárennslisvatni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir umfangsmikla fíkniefnaneyslu í Reykjavík og samkvæmt henni er fíkniefnaneysla hér mjög í líkingu við fíkniefnaneyslu í borgum Norðurlanda og Evrópu þar sem sambærilegar rannsóknir hafa verið unnar. Vísbendingar um jafnvel meiri neyslu sumra fíkniefna til dæmis amfetamíns hér á landi en á sumum Norðurlanda. Lögregla hefur upplýsingar um að hingað til lands sé flutt fólk er sæti misneytingu og jafnvel mansali. Þýfi flutt úr landi „Á Íslandi eru starfandi glæpahópar sem eru tengdir ákveðnum þjóðarbrotum frá Mið-Austurlöndum og Suðaustur-Evrópu og stunda skipulagt smygl á fólki og mansal. Talið er afar líklegt að með breytingum og útvíkkun á 227. gr. a. alm. hgl. nr. 19/1940 og að þeirri forsendu gefinni að lögregla leggi aukna áherslu á málaflokkinn muni mansalsmálum fjölga á næstu tveimur árum.“ Aðstoðarmenn skipulagðrar brotastarfsemi varðandi smygl á fólki og mansal séu þeir sem með markvissum hætti veita aðstoð vegna komu, dvalar eða starfsemi fórnarlamba mansals á Íslandi. „Slík aðstoð getur m.a. verið fólgin í að útvega dvalarstað fyrir fórnarlömb mansals, velja staði þar sem misneyting fer fram, vera tengiliður við innlenda glæpamenn/hópa og aðstoða við peningaþvætti eða við flutning á þýfi úr landi eða koma því í verð á annan veg. Þetta á m.a. við um þá sem tilheyra þjóðarbrotum frá löndum með mörgum virkum glæpamönnum á Íslandi og þá einstaklinga innan þess hóps sem hafa aðgang að eða tengjast fyrirtækjum í lögmætum rekstri,“ segir í skýrslunni. Lögreglan Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Þetta kemur fram í mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra á skipulagðri brotastarfsemi. Þar segir að íslenskur fíkniefnamarkaður líkist æ meira þeim evrópska. Viðskipti hafi í auknum mæli færst á smáforrit og samfélagsmiðla og rafrænni slóð jafnharðan eytt eða samskipti dulkóðuð. Hreinleiki fíkniefna hafi vaxið en verðlag verið nokkuð stöðugt þó að greina megi nokkrar verðsveiflur innan ákveðinna flokka. Afskipti lögreglu af skipulagðri brotastarfsemi í formi frumkvæðislöggæslu á landsvísu séu takmörkuð. Aukin umsvif fjölþjóðlegra brotahópa Aðgengi íslenskra brotahópa að erlendum mörkuðum er sagt auðveldara meðal annars vegna þess að íslenskir brotamenn hafi komið sér fyrir erlendis og myndað tengsl á helstu fíkniefnamörkuðum, til dæmis í Hollandi, Spáni og í Suður-Ameríku. Aukin umsvif fjölþjóðlegra brotahópa og skipulagðra brotahópa frá Suðaustur-Evrópu á Íslandi séu merkjanleg. Ný íslensk rannsókn á frárennslisvatni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir umfangsmikla fíkniefnaneyslu í Reykjavík og samkvæmt henni er fíkniefnaneysla hér mjög í líkingu við fíkniefnaneyslu í borgum Norðurlanda og Evrópu þar sem sambærilegar rannsóknir hafa verið unnar. Vísbendingar um jafnvel meiri neyslu sumra fíkniefna til dæmis amfetamíns hér á landi en á sumum Norðurlanda. Lögregla hefur upplýsingar um að hingað til lands sé flutt fólk er sæti misneytingu og jafnvel mansali. Þýfi flutt úr landi „Á Íslandi eru starfandi glæpahópar sem eru tengdir ákveðnum þjóðarbrotum frá Mið-Austurlöndum og Suðaustur-Evrópu og stunda skipulagt smygl á fólki og mansal. Talið er afar líklegt að með breytingum og útvíkkun á 227. gr. a. alm. hgl. nr. 19/1940 og að þeirri forsendu gefinni að lögregla leggi aukna áherslu á málaflokkinn muni mansalsmálum fjölga á næstu tveimur árum.“ Aðstoðarmenn skipulagðrar brotastarfsemi varðandi smygl á fólki og mansal séu þeir sem með markvissum hætti veita aðstoð vegna komu, dvalar eða starfsemi fórnarlamba mansals á Íslandi. „Slík aðstoð getur m.a. verið fólgin í að útvega dvalarstað fyrir fórnarlömb mansals, velja staði þar sem misneyting fer fram, vera tengiliður við innlenda glæpamenn/hópa og aðstoða við peningaþvætti eða við flutning á þýfi úr landi eða koma því í verð á annan veg. Þetta á m.a. við um þá sem tilheyra þjóðarbrotum frá löndum með mörgum virkum glæpamönnum á Íslandi og þá einstaklinga innan þess hóps sem hafa aðgang að eða tengjast fyrirtækjum í lögmætum rekstri,“ segir í skýrslunni.
Lögreglan Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira