Steinunn Ólína segir viðbjóðsljóð Megasar Litla ljót ekki um Bergþóru Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2021 14:41 Steinunn Ólína segir það ekki standast að viðbjóðsljóðið Litla ljót eftir Megas fjalli um raunverulega atburði og reynslu Megasar. vísir/skjáskot/Sara Sig Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hefur lýst því yfir að ljóðið Litla ljót, sem kemur við sögu í ásökunum Bergþóru Einarsdóttur á hendur Megasi og Gunnari Erni Jónssyni um kynferðislegt ofbeldi gegn henni, sé ekki um Bergljótu. Kveikja athugasemda Steinunnar er frétt Vísis af því að allsherjar- og menntamálanefnd sé nú að bræða með sér hvort ekki sé vert að svipta Megas heiðurslaunum listamanna. En ýmsum þykir ótækt að hann sé þar á lista vegna ásakana Bergþóru. En Bergþóra greinir frá því í viðtali við Stundina að texti eftir Megas, Litla ljót, sé beinlínis byggður á þeim atburði. Steinunn Ólína segir að ef þetta séu raunverulegar vangaveltur, að svipta eigi Megas heiðurslaununum þá sé nefndin á verulegum villigötum. „Mig langar að benda á að viðbjóðsljóðið umrædda, Litla ljót, er byggt á karakter eftir Guðberg Bergsson sem ég fékk að leika í leikgerðinni, Sannar Sögur af sálarlífi systra, sem unnið var upp úr Tangabókum Guðbergs. Karakterinn heitir Dídí, hún er hölt, misþroska, ljót og miskunarlausir karlar sífellt að ,,sprauta” í hana. Ljót saga um illa meðferð á varnarlausum,“ segir Steinunn Ólína í stuttum pistli sem hún birti á Facebooksíðu sinni. Hún heldur áfram: „Ég dreg ekki í efa vanlíðan þá sem Bergþóra lýsir að samskipti hennar við Megas og Gunna súkkat hafi haft en ljóð Megasar um Litlu ljót er EKKI um Bergþóru. Annað sem er næsta víst er að kveðskapur Megasar mun lifa okkur öll hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Steinunn Ólína segist, í samtali við blaðamann Vísis, að hún hafi ekki ætlað sér að tjá sig um þetta en þótt nóg um. „Og ég ætla ekki að tjá mig frekar um þetta mál. Þetta er verkefni fyrir bókmenntafræðinga framtíðarinnar sem munu fást við verk Megasar löngu eftir að við öll erum dauð,“ segir Steinunn. Sannar sögur voru á fjölum Þjóðleikhússins, Smíðaverkstæðinu 1994 en leikgerð var Viðars Eggertssonar sem jafnframt var leikstjóri sem byggði á þremur skáldsögum Guðbergs Bergssonar, Hermann og Dídí, Það sefur í djúpinu og Það rís úr djúpinu. Hún var kynnt sem „meinfyndin og raunsönn lýsing á íslenskri fjölskyldu í rammíslensku sjávarplássi á sjötta áratugnum.“ Leikhús Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Alþingi í klípu vegna Megasarmála Meðal dagskrárliða á fundi allsherjar- og menntamálanefndar (amen) í gær og aftur í dag eru heiðurslaun listamanna. 16. desember 2021 13:10 „Kominn tími til að hann sé opinberaður“ Kona, sem hefur sakað Megas um að hafa brotið á sér kynferðislega ásamt öðrum manni, segir lagið Litlu ljót eftir Megas fjalla um ofbeldið. Hún var tvítug þegar hún kynntist Megasi en hann sextugur. 26. nóvember 2021 14:54 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Kveikja athugasemda Steinunnar er frétt Vísis af því að allsherjar- og menntamálanefnd sé nú að bræða með sér hvort ekki sé vert að svipta Megas heiðurslaunum listamanna. En ýmsum þykir ótækt að hann sé þar á lista vegna ásakana Bergþóru. En Bergþóra greinir frá því í viðtali við Stundina að texti eftir Megas, Litla ljót, sé beinlínis byggður á þeim atburði. Steinunn Ólína segir að ef þetta séu raunverulegar vangaveltur, að svipta eigi Megas heiðurslaununum þá sé nefndin á verulegum villigötum. „Mig langar að benda á að viðbjóðsljóðið umrædda, Litla ljót, er byggt á karakter eftir Guðberg Bergsson sem ég fékk að leika í leikgerðinni, Sannar Sögur af sálarlífi systra, sem unnið var upp úr Tangabókum Guðbergs. Karakterinn heitir Dídí, hún er hölt, misþroska, ljót og miskunarlausir karlar sífellt að ,,sprauta” í hana. Ljót saga um illa meðferð á varnarlausum,“ segir Steinunn Ólína í stuttum pistli sem hún birti á Facebooksíðu sinni. Hún heldur áfram: „Ég dreg ekki í efa vanlíðan þá sem Bergþóra lýsir að samskipti hennar við Megas og Gunna súkkat hafi haft en ljóð Megasar um Litlu ljót er EKKI um Bergþóru. Annað sem er næsta víst er að kveðskapur Megasar mun lifa okkur öll hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Steinunn Ólína segist, í samtali við blaðamann Vísis, að hún hafi ekki ætlað sér að tjá sig um þetta en þótt nóg um. „Og ég ætla ekki að tjá mig frekar um þetta mál. Þetta er verkefni fyrir bókmenntafræðinga framtíðarinnar sem munu fást við verk Megasar löngu eftir að við öll erum dauð,“ segir Steinunn. Sannar sögur voru á fjölum Þjóðleikhússins, Smíðaverkstæðinu 1994 en leikgerð var Viðars Eggertssonar sem jafnframt var leikstjóri sem byggði á þremur skáldsögum Guðbergs Bergssonar, Hermann og Dídí, Það sefur í djúpinu og Það rís úr djúpinu. Hún var kynnt sem „meinfyndin og raunsönn lýsing á íslenskri fjölskyldu í rammíslensku sjávarplássi á sjötta áratugnum.“
Leikhús Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Alþingi í klípu vegna Megasarmála Meðal dagskrárliða á fundi allsherjar- og menntamálanefndar (amen) í gær og aftur í dag eru heiðurslaun listamanna. 16. desember 2021 13:10 „Kominn tími til að hann sé opinberaður“ Kona, sem hefur sakað Megas um að hafa brotið á sér kynferðislega ásamt öðrum manni, segir lagið Litlu ljót eftir Megas fjalla um ofbeldið. Hún var tvítug þegar hún kynntist Megasi en hann sextugur. 26. nóvember 2021 14:54 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Alþingi í klípu vegna Megasarmála Meðal dagskrárliða á fundi allsherjar- og menntamálanefndar (amen) í gær og aftur í dag eru heiðurslaun listamanna. 16. desember 2021 13:10
„Kominn tími til að hann sé opinberaður“ Kona, sem hefur sakað Megas um að hafa brotið á sér kynferðislega ásamt öðrum manni, segir lagið Litlu ljót eftir Megas fjalla um ofbeldið. Hún var tvítug þegar hún kynntist Megasi en hann sextugur. 26. nóvember 2021 14:54