Skrautlegi þjálfarinn sem kallaði sig „winner“ en tapaði nær öllum leikjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2021 14:01 Urban Meyer var rekinn sem þjálfari Jacksonville Jaguars í gær. AP/Gary McCullough Jacksonville Jaguars rak í gær þjálfara sinn Urban Meyer en hann náði aðeins að stýra þrettán leikjum hjá félaginu áður en hann þurfti að taka pokann sinn. Jaguars-liðið hefur aðeins unnið tvo af þrettán leikjum á tímabilinu og það er allt í rugli hjá liðinu. Lokasóknin er alltaf á dagskrá á þriðjudögum á Stöð 2 Sport en þar er farið yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni. Í síðasta þætti ræddu strákarnir einmitt umræddan Urban Meyer. „Urban Meyer er heldur betur skrautlegur karakter. Hann kemur úr háskólaboltanum og ég held bara að allir hjá Jacksonville félaginu hati nú Urban Meyer. Hann sagði við meðþjálfara sína á dögunum að hann væri winner en að þeir væru allir lúserar og bað þá um að bakka upp afrekaskrána sína,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson við upphafi umfjöllunnar um Meyer. „Þetta eru gæjar sem hann réð í vinnu. Hvað gengur þessum manni til,“ spurði Henry Birgir. „Þetta er algjörlega galið. Hæpið í kringum hann þegar hann kom inn í deildina. Það voru allir að tala um það að hann væri búinn að sanna sig sem sigurvegara í háskólaboltanum og hann myndi koma og gjörbreyta eyðimerkurgöngu Jaguars liðsins,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. „Hann er að taka hverju slæmu ákvöðina á fætur annarri. Við töluðum um það fyrr í þessum þætti þegar hann var að dansa við einhverja kornunga stelpu á einhverjum bar,“ sagði Maggi Peran. „Hann varð eftir í Cincinnati og í stað þess að fljúga heim þá fór hann á góðan bender og endaði á einhverjum stripstað,“ skaut Henry inn. „Menn í Bandaríkjunum eru margir farnir að tala um að þetta sé ekki bara vond þjálfaraákvörðun heldur ein sú versta í sögu NFL-deildarinnar,“ sagði Henry Birgir. „Það er alveg eitthvað til eitthvað sem heitir að kunna að tapa. Þarna kemur hann með allt egó í heiminum sem einn besti háskólaþjálfarinn. Svo byrjar hann bara að tapa öllum leikjum og hann er ekki að ráða við það,“ sagði Valur Gunnarsson. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Urban Meyer. Klippa: Lokasóknin: Hinn skrautlegi Urban Meyer NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Jaguars-liðið hefur aðeins unnið tvo af þrettán leikjum á tímabilinu og það er allt í rugli hjá liðinu. Lokasóknin er alltaf á dagskrá á þriðjudögum á Stöð 2 Sport en þar er farið yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni. Í síðasta þætti ræddu strákarnir einmitt umræddan Urban Meyer. „Urban Meyer er heldur betur skrautlegur karakter. Hann kemur úr háskólaboltanum og ég held bara að allir hjá Jacksonville félaginu hati nú Urban Meyer. Hann sagði við meðþjálfara sína á dögunum að hann væri winner en að þeir væru allir lúserar og bað þá um að bakka upp afrekaskrána sína,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson við upphafi umfjöllunnar um Meyer. „Þetta eru gæjar sem hann réð í vinnu. Hvað gengur þessum manni til,“ spurði Henry Birgir. „Þetta er algjörlega galið. Hæpið í kringum hann þegar hann kom inn í deildina. Það voru allir að tala um það að hann væri búinn að sanna sig sem sigurvegara í háskólaboltanum og hann myndi koma og gjörbreyta eyðimerkurgöngu Jaguars liðsins,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. „Hann er að taka hverju slæmu ákvöðina á fætur annarri. Við töluðum um það fyrr í þessum þætti þegar hann var að dansa við einhverja kornunga stelpu á einhverjum bar,“ sagði Maggi Peran. „Hann varð eftir í Cincinnati og í stað þess að fljúga heim þá fór hann á góðan bender og endaði á einhverjum stripstað,“ skaut Henry inn. „Menn í Bandaríkjunum eru margir farnir að tala um að þetta sé ekki bara vond þjálfaraákvörðun heldur ein sú versta í sögu NFL-deildarinnar,“ sagði Henry Birgir. „Það er alveg eitthvað til eitthvað sem heitir að kunna að tapa. Þarna kemur hann með allt egó í heiminum sem einn besti háskólaþjálfarinn. Svo byrjar hann bara að tapa öllum leikjum og hann er ekki að ráða við það,“ sagði Valur Gunnarsson. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Urban Meyer. Klippa: Lokasóknin: Hinn skrautlegi Urban Meyer NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira