Meiri ávinningur af persónulegum samskiptum en samskiptum á samfélagsmiðlum Ingrid Kuhlman skrifar 16. desember 2021 12:00 Stór hluti samskipta okkar í dag eiga sér stað í gegnum netið og þá sérstaklega samfélagsmiðla (Facebook, Instagram, Snapchat o.fl.). Þeir eru komnir til að vera og eiga ef til vill eftir að verða enn stærri hluti af lífi okkar. Á samfélagsmiðlum er auðvelt að tjá skoðanir sínar, fá undirtektir við stöðufærslur og samúð þegar manni liggur eitthvað á hjarta. Nýleg rannsókn vísindamanna við Michigan State University sýnir þó að samfélagsmiðlar eru ekki besti staðurinn til að leita stuðnings þegar kemur að andlegri heilsu okkar. Samfélagsmiðlar koma ekki í stað persónulegra samskipta. Í netkönnun sem var lögð fyrir í byrjun ársins 2021 svöruðu yfir 400 háskólanemar við áðurnefndan háskóla spurningum um félagslegan stuðning, notkun sína á samfélagsmiðlum og geðheilsu. Rannsakendur báru svör þeirra saman við svör nemenda sem sögðust fyrst og fremst leita félagslegs stuðnings í raunheimum. Rannsóknin leiddi í ljós að þótt félagslegur stuðningur á samfélagsmiðlum hafi ekki neikvæð áhrif á geðheilsu nemendanna hefur hann heldur ekki jákvæð áhrif. Óhófleg notkun nemendanna á samfélagsmiðlum tengist hins vegar marktækt minni félagslegum stuðningi í raunheimum. Auk þess fara nemendur sem ekki fá félagslegan stuðning í raunheimum á mis við aðalávinning persónulegra samskipta sem er betri geðheilsa s.s. minna þunglyndi, minni kvíði og minni einmanaleiki. Rannsakendur segja að áhrif deilinga, læka, broskarla, hjarta og annarra tjákna (e. emoji) og viðbragða á samfélagsmiðlum séu takmörkuð og veiti ekki þann stuðning sem persónulegt samtal getur veitt. Næst þegar þú átt slæman dag skaltu því frekar nota símann til að skipuleggja hitting með fólki sem þú þekkir og treystir. Persónulegt samtal er ein besta leiðin til að fá huggun og dýpka tengslin. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Samfélagsmiðlar Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Stór hluti samskipta okkar í dag eiga sér stað í gegnum netið og þá sérstaklega samfélagsmiðla (Facebook, Instagram, Snapchat o.fl.). Þeir eru komnir til að vera og eiga ef til vill eftir að verða enn stærri hluti af lífi okkar. Á samfélagsmiðlum er auðvelt að tjá skoðanir sínar, fá undirtektir við stöðufærslur og samúð þegar manni liggur eitthvað á hjarta. Nýleg rannsókn vísindamanna við Michigan State University sýnir þó að samfélagsmiðlar eru ekki besti staðurinn til að leita stuðnings þegar kemur að andlegri heilsu okkar. Samfélagsmiðlar koma ekki í stað persónulegra samskipta. Í netkönnun sem var lögð fyrir í byrjun ársins 2021 svöruðu yfir 400 háskólanemar við áðurnefndan háskóla spurningum um félagslegan stuðning, notkun sína á samfélagsmiðlum og geðheilsu. Rannsakendur báru svör þeirra saman við svör nemenda sem sögðust fyrst og fremst leita félagslegs stuðnings í raunheimum. Rannsóknin leiddi í ljós að þótt félagslegur stuðningur á samfélagsmiðlum hafi ekki neikvæð áhrif á geðheilsu nemendanna hefur hann heldur ekki jákvæð áhrif. Óhófleg notkun nemendanna á samfélagsmiðlum tengist hins vegar marktækt minni félagslegum stuðningi í raunheimum. Auk þess fara nemendur sem ekki fá félagslegan stuðning í raunheimum á mis við aðalávinning persónulegra samskipta sem er betri geðheilsa s.s. minna þunglyndi, minni kvíði og minni einmanaleiki. Rannsakendur segja að áhrif deilinga, læka, broskarla, hjarta og annarra tjákna (e. emoji) og viðbragða á samfélagsmiðlum séu takmörkuð og veiti ekki þann stuðning sem persónulegt samtal getur veitt. Næst þegar þú átt slæman dag skaltu því frekar nota símann til að skipuleggja hitting með fólki sem þú þekkir og treystir. Persónulegt samtal er ein besta leiðin til að fá huggun og dýpka tengslin. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun