Meiri ávinningur af persónulegum samskiptum en samskiptum á samfélagsmiðlum Ingrid Kuhlman skrifar 16. desember 2021 12:00 Stór hluti samskipta okkar í dag eiga sér stað í gegnum netið og þá sérstaklega samfélagsmiðla (Facebook, Instagram, Snapchat o.fl.). Þeir eru komnir til að vera og eiga ef til vill eftir að verða enn stærri hluti af lífi okkar. Á samfélagsmiðlum er auðvelt að tjá skoðanir sínar, fá undirtektir við stöðufærslur og samúð þegar manni liggur eitthvað á hjarta. Nýleg rannsókn vísindamanna við Michigan State University sýnir þó að samfélagsmiðlar eru ekki besti staðurinn til að leita stuðnings þegar kemur að andlegri heilsu okkar. Samfélagsmiðlar koma ekki í stað persónulegra samskipta. Í netkönnun sem var lögð fyrir í byrjun ársins 2021 svöruðu yfir 400 háskólanemar við áðurnefndan háskóla spurningum um félagslegan stuðning, notkun sína á samfélagsmiðlum og geðheilsu. Rannsakendur báru svör þeirra saman við svör nemenda sem sögðust fyrst og fremst leita félagslegs stuðnings í raunheimum. Rannsóknin leiddi í ljós að þótt félagslegur stuðningur á samfélagsmiðlum hafi ekki neikvæð áhrif á geðheilsu nemendanna hefur hann heldur ekki jákvæð áhrif. Óhófleg notkun nemendanna á samfélagsmiðlum tengist hins vegar marktækt minni félagslegum stuðningi í raunheimum. Auk þess fara nemendur sem ekki fá félagslegan stuðning í raunheimum á mis við aðalávinning persónulegra samskipta sem er betri geðheilsa s.s. minna þunglyndi, minni kvíði og minni einmanaleiki. Rannsakendur segja að áhrif deilinga, læka, broskarla, hjarta og annarra tjákna (e. emoji) og viðbragða á samfélagsmiðlum séu takmörkuð og veiti ekki þann stuðning sem persónulegt samtal getur veitt. Næst þegar þú átt slæman dag skaltu því frekar nota símann til að skipuleggja hitting með fólki sem þú þekkir og treystir. Persónulegt samtal er ein besta leiðin til að fá huggun og dýpka tengslin. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Samfélagsmiðlar Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Stór hluti samskipta okkar í dag eiga sér stað í gegnum netið og þá sérstaklega samfélagsmiðla (Facebook, Instagram, Snapchat o.fl.). Þeir eru komnir til að vera og eiga ef til vill eftir að verða enn stærri hluti af lífi okkar. Á samfélagsmiðlum er auðvelt að tjá skoðanir sínar, fá undirtektir við stöðufærslur og samúð þegar manni liggur eitthvað á hjarta. Nýleg rannsókn vísindamanna við Michigan State University sýnir þó að samfélagsmiðlar eru ekki besti staðurinn til að leita stuðnings þegar kemur að andlegri heilsu okkar. Samfélagsmiðlar koma ekki í stað persónulegra samskipta. Í netkönnun sem var lögð fyrir í byrjun ársins 2021 svöruðu yfir 400 háskólanemar við áðurnefndan háskóla spurningum um félagslegan stuðning, notkun sína á samfélagsmiðlum og geðheilsu. Rannsakendur báru svör þeirra saman við svör nemenda sem sögðust fyrst og fremst leita félagslegs stuðnings í raunheimum. Rannsóknin leiddi í ljós að þótt félagslegur stuðningur á samfélagsmiðlum hafi ekki neikvæð áhrif á geðheilsu nemendanna hefur hann heldur ekki jákvæð áhrif. Óhófleg notkun nemendanna á samfélagsmiðlum tengist hins vegar marktækt minni félagslegum stuðningi í raunheimum. Auk þess fara nemendur sem ekki fá félagslegan stuðning í raunheimum á mis við aðalávinning persónulegra samskipta sem er betri geðheilsa s.s. minna þunglyndi, minni kvíði og minni einmanaleiki. Rannsakendur segja að áhrif deilinga, læka, broskarla, hjarta og annarra tjákna (e. emoji) og viðbragða á samfélagsmiðlum séu takmörkuð og veiti ekki þann stuðning sem persónulegt samtal getur veitt. Næst þegar þú átt slæman dag skaltu því frekar nota símann til að skipuleggja hitting með fólki sem þú þekkir og treystir. Persónulegt samtal er ein besta leiðin til að fá huggun og dýpka tengslin. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar