Reyna að kaupa bíl en leggja milljónir inn á erlenda glæpahópa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. desember 2021 19:24 Jökull Gíslason sérhæfir sig í netglæpum hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. vísir/skjáskot/sigurjón Lögregla er með nokkur mál til rannsóknar þar sem fólk hefur millifært milljónir á erlenda glæpahópa í trú um að það sé að kaupa sér bíl. Oftast er ómögulegt að fá peninginn til baka. Æ oftar verslar fólk hluti í gegn um erlendar vefverslanir, meira að segja bíla. En í því er fólgin ákveðin áhætta. Fjársvik og svindl á netinu aukast nefnilega sífellt samhliða þessu og nú eru erlendir glæpahópar búnir að koma sér fyrir á viðurkenndum sölusíðum. „Svindlarar eru farnir að nota sömu síður, eru með lögformlegar skráningar eins og það sé alvöru fyrirtæki á bak við það. Eru jafnvel með heimasíður og alla umgjörðina rétta. En eru síðan aldrei að fara að selja þér bíl. Þeir eru einfaldlega að taka peningana og láta sig hverfa,“ segir Jökull Gíslason, rannsóknarmaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lítið hægt að gera Lögregla er nú með fjögur mál til rannsóknar þar sem Íslendingar hafa gengið í gildru erlendra glæpahópa og millifært á þá milljónir í trú um að þeir væru að kaupa bíla eða jafnvel vinnuvélar. Klippa: Lögregla rannsakar nokkur fjársvikamál „Svindlararnir eru mjög skipulagðir og þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Þannig þeir eru að selja kannski bíl sem að kostar kannski fimm til tólf milljónirog fólk telur sig vera að gera kjarakaup í þessum bílum. En síðan er ekkert á bak við það og þetta eru náttúrulega góðar tekjur fyrir skipulögð glæpasamtök að vera að fá inn svona mikla innkomu á einu og einu svindli,“ segir Jökull. Og það er afskaplega erfitt fyrir lögregluna að gera nokkuð í málinu. „Það er mjög erfitt ða ná þessum pening til baka því það er líka hluti af þessum skipulögðu glæpasamtökum að fyrsti viðtökureikningur, peningarnir staldra aldrei við þar,“ segir Jökull. Algengast er að honum sé samstundis breytt í rafmynt. Og þá er alger ógerningur að nálgast hann aftur. Hægt að gera ýmislegt til að sjá við svindli Því hefur lögregla sett mikið púður í forvarnir í þessum málum og Jökull bendir okkur á aðferð sem getur nýst fólki. Allir ættu nefnilega að kynna sér síðuna Domaintools.com því hún getur verið gagnleg þegar við erum í vafa um hvort vefsíða sé raunveruleg eða ekki. Ef að einhver ætti til dæmis í viðskiptum við síðu honum þykir vafasöm getur hann afritað lén hennar og rennt því í gegn um Domaintools.com. Hér sjáum við upplýsingar sem Domaintools gefur okkur um aðra netsíðu. Þar sem stendur Dates: 64 days old, sjáum við að síðan er ekki nema tveggja mánaða gömul.SKJÁSKOT Þá birtast þessar upplýsingar á borð við þær sem sjást á myndinni hér að ofan. Þær segja okkur meðal annars hversu gömul síðan er. Og viti menn - síðan hér að ofan er ekki nema tveggja mánaða gömul og það ætti að hringja viðvörunarbjöllum. „Fólk þarf bara að temja sér hæfilega tortryggni í svona málum. Og hæfileg tortryggni í viðskiptum á netinu er eiginlega sú að ganga út frá því að þetta sé svindl þar og þangað til að þú ert nokkuð viss um annað“ segir Jökull. Lögreglumál Netöryggi Fjártækni Netglæpir Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Æ oftar verslar fólk hluti í gegn um erlendar vefverslanir, meira að segja bíla. En í því er fólgin ákveðin áhætta. Fjársvik og svindl á netinu aukast nefnilega sífellt samhliða þessu og nú eru erlendir glæpahópar búnir að koma sér fyrir á viðurkenndum sölusíðum. „Svindlarar eru farnir að nota sömu síður, eru með lögformlegar skráningar eins og það sé alvöru fyrirtæki á bak við það. Eru jafnvel með heimasíður og alla umgjörðina rétta. En eru síðan aldrei að fara að selja þér bíl. Þeir eru einfaldlega að taka peningana og láta sig hverfa,“ segir Jökull Gíslason, rannsóknarmaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lítið hægt að gera Lögregla er nú með fjögur mál til rannsóknar þar sem Íslendingar hafa gengið í gildru erlendra glæpahópa og millifært á þá milljónir í trú um að þeir væru að kaupa bíla eða jafnvel vinnuvélar. Klippa: Lögregla rannsakar nokkur fjársvikamál „Svindlararnir eru mjög skipulagðir og þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Þannig þeir eru að selja kannski bíl sem að kostar kannski fimm til tólf milljónirog fólk telur sig vera að gera kjarakaup í þessum bílum. En síðan er ekkert á bak við það og þetta eru náttúrulega góðar tekjur fyrir skipulögð glæpasamtök að vera að fá inn svona mikla innkomu á einu og einu svindli,“ segir Jökull. Og það er afskaplega erfitt fyrir lögregluna að gera nokkuð í málinu. „Það er mjög erfitt ða ná þessum pening til baka því það er líka hluti af þessum skipulögðu glæpasamtökum að fyrsti viðtökureikningur, peningarnir staldra aldrei við þar,“ segir Jökull. Algengast er að honum sé samstundis breytt í rafmynt. Og þá er alger ógerningur að nálgast hann aftur. Hægt að gera ýmislegt til að sjá við svindli Því hefur lögregla sett mikið púður í forvarnir í þessum málum og Jökull bendir okkur á aðferð sem getur nýst fólki. Allir ættu nefnilega að kynna sér síðuna Domaintools.com því hún getur verið gagnleg þegar við erum í vafa um hvort vefsíða sé raunveruleg eða ekki. Ef að einhver ætti til dæmis í viðskiptum við síðu honum þykir vafasöm getur hann afritað lén hennar og rennt því í gegn um Domaintools.com. Hér sjáum við upplýsingar sem Domaintools gefur okkur um aðra netsíðu. Þar sem stendur Dates: 64 days old, sjáum við að síðan er ekki nema tveggja mánaða gömul.SKJÁSKOT Þá birtast þessar upplýsingar á borð við þær sem sjást á myndinni hér að ofan. Þær segja okkur meðal annars hversu gömul síðan er. Og viti menn - síðan hér að ofan er ekki nema tveggja mánaða gömul og það ætti að hringja viðvörunarbjöllum. „Fólk þarf bara að temja sér hæfilega tortryggni í svona málum. Og hæfileg tortryggni í viðskiptum á netinu er eiginlega sú að ganga út frá því að þetta sé svindl þar og þangað til að þú ert nokkuð viss um annað“ segir Jökull.
Lögreglumál Netöryggi Fjártækni Netglæpir Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira