Sterk systkini á Selfossi sem æfa þrjá tíma á dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2021 20:15 Sterku systkinin á Selfossi, Bjarki Breiðfjörð, sem er 18 ára og Bergrós, sem er 14 ára. Þau eru með frábæra líkamsræktaraðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þau kalla ekki allt ömmu sína systkinin á Selfossi þegar kemur að kröftum því þau hafa breytt bílskúrnum heima hjá sér í kraftlyftingaskúr. Hann, sem er 18 ára er nýkrýndur Norðurlandameistari í Ólympískum lyftingum og hún, sem er 14 ára hreppti silfrið í sínum flokki. Systkinin æfa að meðaltali í þrjá klukkutíma á dag. Herbergin hjá systkinunum Bjarka Breiðfjörð Björnssyni og Bergrósu systur hans eru full af verðlaunapeningum og bikurum fyrir keppni í mótorkrossi og í lyftingum. Systkinin æfa sig mikið saman inn í bílskúr heima hjá sér í Sílatjörninni á Selfossi þar sem þau hafa komið upp flottri aðstöðu. Bæði kepptu þau nýlega á Norðurlandameistaramót unglinga og ungmenna, undir 17 ára og undir 20 ára í Ólympískum lyftingum í Noregi. Bjarki varð Norðurlandameistari í flokki undir 20 ára en hann keppti fyrir hönd Ungmennafélags Selfoss og Bergrós, sem keppti líka undir merki félagsins gerði sér lítið fyrir og varð í öðru sæti í mínus 71 kílóa flokki kvenna en hún var langyngsti keppandi mótsins og var að berjast við 16 og 17 ára stelpur. Úlfhildur Unnarsdóttir varð Norðurlandameistari í þeim flokki. Aðrir Íslendingar, sem kepptu á mótinu náðu líka mjög góðum árangri. En hvað er skemmtilegast við Ólympískar lyfingar? „Bara bætingarnar, sjá bætingar á hverri æfingu. Líka félagsskapurinn í kringum þetta allt, sem er mjög góður. Það er mjög þægilegt að hafa svona flotta aðstöðu í bílskúrnu því það er svo gott að geta æft heima líka þegar það er vont veður úti og við nennum ekki út úr húsinu,“ segir Bjarki og Bergrós bætir við. „Það koma líka til vegna Covid, þegar líkamsræktarstöðvarnar voru lokaðar, þá var hægt að æfa hérna heima alla daga." Það er oft tekið á því í bílskúrnum í Sílatjörninni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Systkinin segja að áhugi á Ólympískum lyftingum sé alltaf að aukast og aukast enda sé þetta frábær íþróttagrein. „Já, já, viði ætlum okkur langt í lyftingunum, við erum að æfa um þrjá tíma á dag,“ segir Bergrós. En er mikil keppni á milli þeirra? „Nei, engin keppni því ég er miklu betri en hún,“ segir Bjarki og hlær. „Nei, nei, hann er náttúrulega strákur og eldri, þannig að við getum ekkert verið að metast á í þessu,“ segir Bergrós hlægjandi. Systkinin hafa unnið til fjölda verðlauna síðustu ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Lyftingar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira
Herbergin hjá systkinunum Bjarka Breiðfjörð Björnssyni og Bergrósu systur hans eru full af verðlaunapeningum og bikurum fyrir keppni í mótorkrossi og í lyftingum. Systkinin æfa sig mikið saman inn í bílskúr heima hjá sér í Sílatjörninni á Selfossi þar sem þau hafa komið upp flottri aðstöðu. Bæði kepptu þau nýlega á Norðurlandameistaramót unglinga og ungmenna, undir 17 ára og undir 20 ára í Ólympískum lyftingum í Noregi. Bjarki varð Norðurlandameistari í flokki undir 20 ára en hann keppti fyrir hönd Ungmennafélags Selfoss og Bergrós, sem keppti líka undir merki félagsins gerði sér lítið fyrir og varð í öðru sæti í mínus 71 kílóa flokki kvenna en hún var langyngsti keppandi mótsins og var að berjast við 16 og 17 ára stelpur. Úlfhildur Unnarsdóttir varð Norðurlandameistari í þeim flokki. Aðrir Íslendingar, sem kepptu á mótinu náðu líka mjög góðum árangri. En hvað er skemmtilegast við Ólympískar lyfingar? „Bara bætingarnar, sjá bætingar á hverri æfingu. Líka félagsskapurinn í kringum þetta allt, sem er mjög góður. Það er mjög þægilegt að hafa svona flotta aðstöðu í bílskúrnu því það er svo gott að geta æft heima líka þegar það er vont veður úti og við nennum ekki út úr húsinu,“ segir Bjarki og Bergrós bætir við. „Það koma líka til vegna Covid, þegar líkamsræktarstöðvarnar voru lokaðar, þá var hægt að æfa hérna heima alla daga." Það er oft tekið á því í bílskúrnum í Sílatjörninni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Systkinin segja að áhugi á Ólympískum lyftingum sé alltaf að aukast og aukast enda sé þetta frábær íþróttagrein. „Já, já, viði ætlum okkur langt í lyftingunum, við erum að æfa um þrjá tíma á dag,“ segir Bergrós. En er mikil keppni á milli þeirra? „Nei, engin keppni því ég er miklu betri en hún,“ segir Bjarki og hlær. „Nei, nei, hann er náttúrulega strákur og eldri, þannig að við getum ekkert verið að metast á í þessu,“ segir Bergrós hlægjandi. Systkinin hafa unnið til fjölda verðlauna síðustu ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Lyftingar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira