Patrekur: Var búinn að segja við hann að ég tæki hann út af ef hann færi úr færunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2021 22:51 Annan leikinn í röð var Hjálmtýr Alfreðsson hetja Stjörnunnar. vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var merkilega rólegur eftir sigurinn á Aftureldingu, 36-35, í 32-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla í kvöld, enda ekki að byrja í bransanum. „Það var sáralítið sem skildi að. Arnór [Freyr Stefánsson] varði bolta í restina. Þetta var búið að gerast svo oft að maður var eiginlega orðinn rólegur,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi og vísaði þar til sveiflanna í leiknum. „Þetta var hörkuleikur. Bæði lið áttu góða kafla en hikstuðu á milli. Ég er ánægður með að við skildum vinna en þetta var mjög jafnt.“ Þetta var annar leikur Aftureldingar og Stjörnunnar á fimm dögum en þau gerðu jafntefli, 26-26, í Olís-deildinni á föstudaginn. Þar unnu Stjörnumenn upp tíu marka forskot Mosfellinga á síðustu 22 mínútum leiksins. „Í heildina spiluðum við betur,“ sagði Patrekur um muninn milli leikjanna. „Við erum að spila voða mikið á sömu mönnunum og þetta voru áttatíu mínútur. Sóknin var stundum svolítið hæg og þess vegna fór ég í sjö á sex á köflum og það gekk ágætlega. Ég vil hrósa strákunum því þetta reyndi á taugarnar en við vorum kannski heppnari í restina.“ Hjálmtýr Alfreðsson hefur fengið stærra hlutverk hjá Stjörnunni í fjarveru Dags Gautasonar. Hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Aftureldingu á föstudaginn og sigurmarkið í leiknum í kvöld. Patrekur gat ekki annað en verið sáttur með strákinn. „Þetta er algjör öðlingur, þessi drengur. Ég var búinn að segja við hann að ég tæki hann út af ef hann færi úr færunum. Hann klikkaði mikið gegn Víkingi og Aftureldingu síðast en hann tók stóru skotin í dag og þorði og það er frábært að vera með hann og Dag,“ sagði Patrekur að lokum. Íslenski handboltinn Stjarnan Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Sjá meira
„Það var sáralítið sem skildi að. Arnór [Freyr Stefánsson] varði bolta í restina. Þetta var búið að gerast svo oft að maður var eiginlega orðinn rólegur,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi og vísaði þar til sveiflanna í leiknum. „Þetta var hörkuleikur. Bæði lið áttu góða kafla en hikstuðu á milli. Ég er ánægður með að við skildum vinna en þetta var mjög jafnt.“ Þetta var annar leikur Aftureldingar og Stjörnunnar á fimm dögum en þau gerðu jafntefli, 26-26, í Olís-deildinni á föstudaginn. Þar unnu Stjörnumenn upp tíu marka forskot Mosfellinga á síðustu 22 mínútum leiksins. „Í heildina spiluðum við betur,“ sagði Patrekur um muninn milli leikjanna. „Við erum að spila voða mikið á sömu mönnunum og þetta voru áttatíu mínútur. Sóknin var stundum svolítið hæg og þess vegna fór ég í sjö á sex á köflum og það gekk ágætlega. Ég vil hrósa strákunum því þetta reyndi á taugarnar en við vorum kannski heppnari í restina.“ Hjálmtýr Alfreðsson hefur fengið stærra hlutverk hjá Stjörnunni í fjarveru Dags Gautasonar. Hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Aftureldingu á föstudaginn og sigurmarkið í leiknum í kvöld. Patrekur gat ekki annað en verið sáttur með strákinn. „Þetta er algjör öðlingur, þessi drengur. Ég var búinn að segja við hann að ég tæki hann út af ef hann færi úr færunum. Hann klikkaði mikið gegn Víkingi og Aftureldingu síðast en hann tók stóru skotin í dag og þorði og það er frábært að vera með hann og Dag,“ sagði Patrekur að lokum.
Íslenski handboltinn Stjarnan Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Sjá meira