Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun: „Þetta eru alveg ótrúlegar vinsældir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. desember 2021 22:30 Heimsmeistaramótið í pílukasti fer af stað á morgun. Luke Walker/Getty Images Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun, en eins og síðustu ár verður keppt í Ally Pally í London og úrslitin ráðast þann 3. janúar á næsta ári. Páll Sævar Guðjónsson, einn helsti pílusérfræðingur landsins, segir að búast megi við afar spennandi baráttu um heimsmeistaratitilinn. „Ég ætla að leyfa mér að segja Walesverjinn Johnny Clayton,“ sagði Páll Sævar, aðspurður um hver væri sigurstranglegastur á mótinu í ár að hans mati. „Hann er búinn að vera frábær í ár, búinn að vinna fjögur sjónvarpsmót hjá PDC samtökunum, og ég held að hann komi rosalega öflugur inn í mótið.“ Það eru þó fleiri sem koma til greina að mati Páls, en þar á meðal er ríkjandi heimsmeistari, Gerwyn Price. „Svo má náttúrulega ekki gleyma Gerwyn Price, heimsmeistaranum frá því í fyrra, Peter Wright, maðurinn með hanakambinn, og Hollendingurinn ógurlegi, Michael van Gerwen. Þannig að það eru margir til kallaðir, en ég segi Johnny Clayton.“ Vonandi fá áhorfendurnir að mæta Páll Sævar Guðjónsson er einn helsti pílusérfræðingur landsins, en hann mun sjá um að lýsa mótinu á Stöð 2 Sport.Vísir Pílukast hefur notið mikilla vinsælda hér á Íslandi seinustu ár og Páll segir að píluvörur séu orðin ein vinsælasta jólagjöf landsins. „Þetta er alveg frábært hvað hefur gengið vel og þetta er orðið svo vinsælt að það er gaman að segja frá því að píluvörur eru orðnar ein vinsælasta jólagjöfin og þetta selst alltaf upp þegar við byrjum að sýna þetta. Þetta eru alveg ótrúlegar vinsældir.“ Þá hafa áhorfendur á þessum stærstu pílumótum oft vakið mikla athygli fyrir skrautlega búninga og mikla gleði. Páll vonast að sjálfsögðu eftir því að áhorfendurnir fái að mæta á þetta stærsta mót ársins þrátt fyrir heimsfaraldur. „Í þessum mótum er verið að mæla hávaðan rétt upp undir 120 desíbel, og ég ætla bara rétt að vona að áhorfendurnir fái að vera með. Það eru ekki komnar neinar fréttir um að það breytist neitt, þannig að við höldum því og vonum og trúum að þeir verði með allan tíman.“ Klippa: Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun „Hausinn verður að vera rétt skrúfaður á“ Þrátt fyrir að pílukast sé kannski ekki mjög líkamlega erfið íþrótt er ekki á allra færi að ná langt í henni. Páll segir að keppendur þurfi að hafa hausinn skrúfaðan rétt á til að ná árangri. „Þetta er fyrst og fremst hausinn. Hann verður að vera í lagi. Svo er þetta náttúrulega dagsformið, það er í þessari íþrótt eins og öllum öðrum. En hausinn verður að vera rétt skrúfaður á til þess að menn fari í gegnum öll þessi læti og þessa stemningu sem er í Ally Pally.“ Eins og Páll segir er mikil stemning og læti í salnum þegar keppendur eru á sviði og margir áhorfendur mæta í búningum, hver öðrum skrautlegri. „Þetta byrjaði með Wayne Mardle sem er gamall pílukastari. Hann mætti einu sinni í mót árið 1984 í Hawaii-skyrtu og þá einhvernveginn varð allt vitlaust og fólk fór svo að mæta í búningum. Það er verið að kalla eftir því að sjá banana og lögregluþjóna og jólasveina og allar þessar fígúrur og ég veit ekki hvað og hvað,“ sagði Páll að lokum. Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pílukast Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
„Ég ætla að leyfa mér að segja Walesverjinn Johnny Clayton,“ sagði Páll Sævar, aðspurður um hver væri sigurstranglegastur á mótinu í ár að hans mati. „Hann er búinn að vera frábær í ár, búinn að vinna fjögur sjónvarpsmót hjá PDC samtökunum, og ég held að hann komi rosalega öflugur inn í mótið.“ Það eru þó fleiri sem koma til greina að mati Páls, en þar á meðal er ríkjandi heimsmeistari, Gerwyn Price. „Svo má náttúrulega ekki gleyma Gerwyn Price, heimsmeistaranum frá því í fyrra, Peter Wright, maðurinn með hanakambinn, og Hollendingurinn ógurlegi, Michael van Gerwen. Þannig að það eru margir til kallaðir, en ég segi Johnny Clayton.“ Vonandi fá áhorfendurnir að mæta Páll Sævar Guðjónsson er einn helsti pílusérfræðingur landsins, en hann mun sjá um að lýsa mótinu á Stöð 2 Sport.Vísir Pílukast hefur notið mikilla vinsælda hér á Íslandi seinustu ár og Páll segir að píluvörur séu orðin ein vinsælasta jólagjöf landsins. „Þetta er alveg frábært hvað hefur gengið vel og þetta er orðið svo vinsælt að það er gaman að segja frá því að píluvörur eru orðnar ein vinsælasta jólagjöfin og þetta selst alltaf upp þegar við byrjum að sýna þetta. Þetta eru alveg ótrúlegar vinsældir.“ Þá hafa áhorfendur á þessum stærstu pílumótum oft vakið mikla athygli fyrir skrautlega búninga og mikla gleði. Páll vonast að sjálfsögðu eftir því að áhorfendurnir fái að mæta á þetta stærsta mót ársins þrátt fyrir heimsfaraldur. „Í þessum mótum er verið að mæla hávaðan rétt upp undir 120 desíbel, og ég ætla bara rétt að vona að áhorfendurnir fái að vera með. Það eru ekki komnar neinar fréttir um að það breytist neitt, þannig að við höldum því og vonum og trúum að þeir verði með allan tíman.“ Klippa: Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun „Hausinn verður að vera rétt skrúfaður á“ Þrátt fyrir að pílukast sé kannski ekki mjög líkamlega erfið íþrótt er ekki á allra færi að ná langt í henni. Páll segir að keppendur þurfi að hafa hausinn skrúfaðan rétt á til að ná árangri. „Þetta er fyrst og fremst hausinn. Hann verður að vera í lagi. Svo er þetta náttúrulega dagsformið, það er í þessari íþrótt eins og öllum öðrum. En hausinn verður að vera rétt skrúfaður á til þess að menn fari í gegnum öll þessi læti og þessa stemningu sem er í Ally Pally.“ Eins og Páll segir er mikil stemning og læti í salnum þegar keppendur eru á sviði og margir áhorfendur mæta í búningum, hver öðrum skrautlegri. „Þetta byrjaði með Wayne Mardle sem er gamall pílukastari. Hann mætti einu sinni í mót árið 1984 í Hawaii-skyrtu og þá einhvernveginn varð allt vitlaust og fólk fór svo að mæta í búningum. Það er verið að kalla eftir því að sjá banana og lögregluþjóna og jólasveina og allar þessar fígúrur og ég veit ekki hvað og hvað,“ sagði Páll að lokum. Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Pílukast Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira