Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun: „Þetta eru alveg ótrúlegar vinsældir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. desember 2021 22:30 Heimsmeistaramótið í pílukasti fer af stað á morgun. Luke Walker/Getty Images Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun, en eins og síðustu ár verður keppt í Ally Pally í London og úrslitin ráðast þann 3. janúar á næsta ári. Páll Sævar Guðjónsson, einn helsti pílusérfræðingur landsins, segir að búast megi við afar spennandi baráttu um heimsmeistaratitilinn. „Ég ætla að leyfa mér að segja Walesverjinn Johnny Clayton,“ sagði Páll Sævar, aðspurður um hver væri sigurstranglegastur á mótinu í ár að hans mati. „Hann er búinn að vera frábær í ár, búinn að vinna fjögur sjónvarpsmót hjá PDC samtökunum, og ég held að hann komi rosalega öflugur inn í mótið.“ Það eru þó fleiri sem koma til greina að mati Páls, en þar á meðal er ríkjandi heimsmeistari, Gerwyn Price. „Svo má náttúrulega ekki gleyma Gerwyn Price, heimsmeistaranum frá því í fyrra, Peter Wright, maðurinn með hanakambinn, og Hollendingurinn ógurlegi, Michael van Gerwen. Þannig að það eru margir til kallaðir, en ég segi Johnny Clayton.“ Vonandi fá áhorfendurnir að mæta Páll Sævar Guðjónsson er einn helsti pílusérfræðingur landsins, en hann mun sjá um að lýsa mótinu á Stöð 2 Sport.Vísir Pílukast hefur notið mikilla vinsælda hér á Íslandi seinustu ár og Páll segir að píluvörur séu orðin ein vinsælasta jólagjöf landsins. „Þetta er alveg frábært hvað hefur gengið vel og þetta er orðið svo vinsælt að það er gaman að segja frá því að píluvörur eru orðnar ein vinsælasta jólagjöfin og þetta selst alltaf upp þegar við byrjum að sýna þetta. Þetta eru alveg ótrúlegar vinsældir.“ Þá hafa áhorfendur á þessum stærstu pílumótum oft vakið mikla athygli fyrir skrautlega búninga og mikla gleði. Páll vonast að sjálfsögðu eftir því að áhorfendurnir fái að mæta á þetta stærsta mót ársins þrátt fyrir heimsfaraldur. „Í þessum mótum er verið að mæla hávaðan rétt upp undir 120 desíbel, og ég ætla bara rétt að vona að áhorfendurnir fái að vera með. Það eru ekki komnar neinar fréttir um að það breytist neitt, þannig að við höldum því og vonum og trúum að þeir verði með allan tíman.“ Klippa: Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun „Hausinn verður að vera rétt skrúfaður á“ Þrátt fyrir að pílukast sé kannski ekki mjög líkamlega erfið íþrótt er ekki á allra færi að ná langt í henni. Páll segir að keppendur þurfi að hafa hausinn skrúfaðan rétt á til að ná árangri. „Þetta er fyrst og fremst hausinn. Hann verður að vera í lagi. Svo er þetta náttúrulega dagsformið, það er í þessari íþrótt eins og öllum öðrum. En hausinn verður að vera rétt skrúfaður á til þess að menn fari í gegnum öll þessi læti og þessa stemningu sem er í Ally Pally.“ Eins og Páll segir er mikil stemning og læti í salnum þegar keppendur eru á sviði og margir áhorfendur mæta í búningum, hver öðrum skrautlegri. „Þetta byrjaði með Wayne Mardle sem er gamall pílukastari. Hann mætti einu sinni í mót árið 1984 í Hawaii-skyrtu og þá einhvernveginn varð allt vitlaust og fólk fór svo að mæta í búningum. Það er verið að kalla eftir því að sjá banana og lögregluþjóna og jólasveina og allar þessar fígúrur og ég veit ekki hvað og hvað,“ sagði Páll að lokum. Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pílukast Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Sjá meira
„Ég ætla að leyfa mér að segja Walesverjinn Johnny Clayton,“ sagði Páll Sævar, aðspurður um hver væri sigurstranglegastur á mótinu í ár að hans mati. „Hann er búinn að vera frábær í ár, búinn að vinna fjögur sjónvarpsmót hjá PDC samtökunum, og ég held að hann komi rosalega öflugur inn í mótið.“ Það eru þó fleiri sem koma til greina að mati Páls, en þar á meðal er ríkjandi heimsmeistari, Gerwyn Price. „Svo má náttúrulega ekki gleyma Gerwyn Price, heimsmeistaranum frá því í fyrra, Peter Wright, maðurinn með hanakambinn, og Hollendingurinn ógurlegi, Michael van Gerwen. Þannig að það eru margir til kallaðir, en ég segi Johnny Clayton.“ Vonandi fá áhorfendurnir að mæta Páll Sævar Guðjónsson er einn helsti pílusérfræðingur landsins, en hann mun sjá um að lýsa mótinu á Stöð 2 Sport.Vísir Pílukast hefur notið mikilla vinsælda hér á Íslandi seinustu ár og Páll segir að píluvörur séu orðin ein vinsælasta jólagjöf landsins. „Þetta er alveg frábært hvað hefur gengið vel og þetta er orðið svo vinsælt að það er gaman að segja frá því að píluvörur eru orðnar ein vinsælasta jólagjöfin og þetta selst alltaf upp þegar við byrjum að sýna þetta. Þetta eru alveg ótrúlegar vinsældir.“ Þá hafa áhorfendur á þessum stærstu pílumótum oft vakið mikla athygli fyrir skrautlega búninga og mikla gleði. Páll vonast að sjálfsögðu eftir því að áhorfendurnir fái að mæta á þetta stærsta mót ársins þrátt fyrir heimsfaraldur. „Í þessum mótum er verið að mæla hávaðan rétt upp undir 120 desíbel, og ég ætla bara rétt að vona að áhorfendurnir fái að vera með. Það eru ekki komnar neinar fréttir um að það breytist neitt, þannig að við höldum því og vonum og trúum að þeir verði með allan tíman.“ Klippa: Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun „Hausinn verður að vera rétt skrúfaður á“ Þrátt fyrir að pílukast sé kannski ekki mjög líkamlega erfið íþrótt er ekki á allra færi að ná langt í henni. Páll segir að keppendur þurfi að hafa hausinn skrúfaðan rétt á til að ná árangri. „Þetta er fyrst og fremst hausinn. Hann verður að vera í lagi. Svo er þetta náttúrulega dagsformið, það er í þessari íþrótt eins og öllum öðrum. En hausinn verður að vera rétt skrúfaður á til þess að menn fari í gegnum öll þessi læti og þessa stemningu sem er í Ally Pally.“ Eins og Páll segir er mikil stemning og læti í salnum þegar keppendur eru á sviði og margir áhorfendur mæta í búningum, hver öðrum skrautlegri. „Þetta byrjaði með Wayne Mardle sem er gamall pílukastari. Hann mætti einu sinni í mót árið 1984 í Hawaii-skyrtu og þá einhvernveginn varð allt vitlaust og fólk fór svo að mæta í búningum. Það er verið að kalla eftir því að sjá banana og lögregluþjóna og jólasveina og allar þessar fígúrur og ég veit ekki hvað og hvað,“ sagði Páll að lokum. Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Pílukast Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Sjá meira