Sífellt yngri börn sýni kennurum virðingarleysi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2021 17:58 Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segir sífellt yngri börn sýna kennurum óvirðingu. Vísir Formaður Félags grunnskólakennara segir að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Borið hafi á því að sífellt yngri börn sýni kennurum óvirðingu og kennarar séu ráðalausir um hvernig skuli bregðast við. „Við höfum heilmikið rætt þetta í okkar hópi raunverulega hver ástæðan er fyrir því bæði sé það orðið þannig að yngri nemendur sýni óviðeigandi hegðun og það sé kannski stærri hópur en áður. Þetta er auðvitað alls ekki vísindalega sannað en þetta er tilfinning sem margir félagsmenn hjá mér hafa komið á framfæri,“ sagði Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara í Reykjavík síðdegis í gær. Agi í grunnskólum og hegðun barna hefur verið til töluverðar umræðu undanfarið og segir Þorgerður umræðuna um hegðun barna annars eðlis en þá um skóla án aðgreiningar. Ekki megi rugla þessu tvennu saman. Þegar kennarar lýsi yfir áhyggjum vegna hegðunar barna sé ekki um að ræða þann hóp nemenda sem þurfi á meiri aðstoð að halda en aðrir heldur beri á virðingarleysi og dónaskap hjá stórum hluta nemenda. „Þetta erumræða um krakka sem áður áttu auðvelt með að vinna í skólum og voru kannski ekki krakkar sem bar mikið á. Það er kannski frekar sá hópur sem er til umræðu. Hvers vegna það er og hvað hefur breyst í samfélaginu sem gerir það að verkum að börn og ungmenni koma þannig fram að fullorðnu fólki og jafnvel öðrum börnum finnist það virðingarleysi,“ segir Þorgerður. Hvetur til að breytingin verði rannsökuð Erfitt sé að henda reiður á þessa ómenningu sem upp sé komin. „Það má kannski segja að þetta sé ákveðin menning sem virðist vera uppi, bæði orðbragð og munnsöfnuður og oft gengið fram af fólki.“ Hún telur þessa breytingu vera rannsóknarefni. Nú sé þetta ekki breyting sem hafi verið sönnuð heldur byggi hún á tilfinningu kennara. „Ég held að það þyrfti að gera rannsókn á þessu, það þyrfti að gera vísindalega úttekt því þetta eru allt tilfinningar og það sem fólk talar um sín á milli. Auðvitað eru það ákveðin rök og ákveðin vísbending um að það sé eitthvað sem er að breytast. Þá veltir maður fyrir sér hvaða ástæður liggja á bak við það. Það er kannski það sem fræðimenn þyrftu að fara að skoða núna í samhengi við þessa upplifun kennara,“ segir Þorgerður. Lengi haldið fram að agaleysi ríki í íslenskum skólum Enn annað sé hvort agaleysi hafi ríkt í íslensku skólakerfi. „Við höfum lengi haldið því fram og haft það í flimtingum að agaleysi á Íslandi sé algert og það má kannski segja sem svo að það sé það og það kemur þá inn í skólana líka, skólarnir eru auðvitað samfélag,“ segir Þorgerður. Hún veltir því fyrir sér hvort rekja megi þennan vanda til þess hvernig samskipti heimili og skóla fari fram. „Þegar foreldrar eru komnir svona nálægt skólastarfinu, sem er auðvitað kostur og þeir eiga auðvitað að vera þarna til að fylgjast með líðan barnanna sinna og fylgja eftir námi barnanna sinna, það er þeirra hlutverk. Þá er maður kannski kominn í það að skoðanir foreldra á hegðun sé kannski eitthvað sem við þurfum að fara að ræða um, hvað þyki ásættanlegt í skóla þar sem stórir hópar koma saman og það þarf auðvitað að vinna með hóp en ekki einstakling.“ Samfélagið þurfi að ákveða að breyta samskiptum Það sé þó ekki þar með sagt að vandann megi alfarið rekja til foreldra. Mun líklegra sé að vandamálið sé samfélagslegt. „Það er að segja að við ættum öll að setjast niður og velt því fyrir okkur hvað sé ásættanleg hegðun í hóp og þá er það ekki bara gagnvart börnum sem eru að læra að vera fólk og taka sín skref í skóla, heldur þurfum við kannski sem samfélag að taka á því hvað er ásættanlegt,“ segir Þorgerður. „Þetta er mikið til umræðu til dæmis um samfélagsmiðla. Kannski er bara komin tími á það að íslenskt samfélag fari að setjast niður og velta vöngum hvað þykir ásættanleg hegðun og hvað er kurteisi. Það er kannski það sem við höfum ekki farið mjög djúpt í á undanförnum árum því við héldum kannski öll að við værum sammála um hvað væri kurteisi og ásættanleg hegðun. Kannski er það bara komið upp á yfirborðið að það er mismunandi hvað fólki finnst um það.“ Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
„Við höfum heilmikið rætt þetta í okkar hópi raunverulega hver ástæðan er fyrir því bæði sé það orðið þannig að yngri nemendur sýni óviðeigandi hegðun og það sé kannski stærri hópur en áður. Þetta er auðvitað alls ekki vísindalega sannað en þetta er tilfinning sem margir félagsmenn hjá mér hafa komið á framfæri,“ sagði Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara í Reykjavík síðdegis í gær. Agi í grunnskólum og hegðun barna hefur verið til töluverðar umræðu undanfarið og segir Þorgerður umræðuna um hegðun barna annars eðlis en þá um skóla án aðgreiningar. Ekki megi rugla þessu tvennu saman. Þegar kennarar lýsi yfir áhyggjum vegna hegðunar barna sé ekki um að ræða þann hóp nemenda sem þurfi á meiri aðstoð að halda en aðrir heldur beri á virðingarleysi og dónaskap hjá stórum hluta nemenda. „Þetta erumræða um krakka sem áður áttu auðvelt með að vinna í skólum og voru kannski ekki krakkar sem bar mikið á. Það er kannski frekar sá hópur sem er til umræðu. Hvers vegna það er og hvað hefur breyst í samfélaginu sem gerir það að verkum að börn og ungmenni koma þannig fram að fullorðnu fólki og jafnvel öðrum börnum finnist það virðingarleysi,“ segir Þorgerður. Hvetur til að breytingin verði rannsökuð Erfitt sé að henda reiður á þessa ómenningu sem upp sé komin. „Það má kannski segja að þetta sé ákveðin menning sem virðist vera uppi, bæði orðbragð og munnsöfnuður og oft gengið fram af fólki.“ Hún telur þessa breytingu vera rannsóknarefni. Nú sé þetta ekki breyting sem hafi verið sönnuð heldur byggi hún á tilfinningu kennara. „Ég held að það þyrfti að gera rannsókn á þessu, það þyrfti að gera vísindalega úttekt því þetta eru allt tilfinningar og það sem fólk talar um sín á milli. Auðvitað eru það ákveðin rök og ákveðin vísbending um að það sé eitthvað sem er að breytast. Þá veltir maður fyrir sér hvaða ástæður liggja á bak við það. Það er kannski það sem fræðimenn þyrftu að fara að skoða núna í samhengi við þessa upplifun kennara,“ segir Þorgerður. Lengi haldið fram að agaleysi ríki í íslenskum skólum Enn annað sé hvort agaleysi hafi ríkt í íslensku skólakerfi. „Við höfum lengi haldið því fram og haft það í flimtingum að agaleysi á Íslandi sé algert og það má kannski segja sem svo að það sé það og það kemur þá inn í skólana líka, skólarnir eru auðvitað samfélag,“ segir Þorgerður. Hún veltir því fyrir sér hvort rekja megi þennan vanda til þess hvernig samskipti heimili og skóla fari fram. „Þegar foreldrar eru komnir svona nálægt skólastarfinu, sem er auðvitað kostur og þeir eiga auðvitað að vera þarna til að fylgjast með líðan barnanna sinna og fylgja eftir námi barnanna sinna, það er þeirra hlutverk. Þá er maður kannski kominn í það að skoðanir foreldra á hegðun sé kannski eitthvað sem við þurfum að fara að ræða um, hvað þyki ásættanlegt í skóla þar sem stórir hópar koma saman og það þarf auðvitað að vinna með hóp en ekki einstakling.“ Samfélagið þurfi að ákveða að breyta samskiptum Það sé þó ekki þar með sagt að vandann megi alfarið rekja til foreldra. Mun líklegra sé að vandamálið sé samfélagslegt. „Það er að segja að við ættum öll að setjast niður og velt því fyrir okkur hvað sé ásættanleg hegðun í hóp og þá er það ekki bara gagnvart börnum sem eru að læra að vera fólk og taka sín skref í skóla, heldur þurfum við kannski sem samfélag að taka á því hvað er ásættanlegt,“ segir Þorgerður. „Þetta er mikið til umræðu til dæmis um samfélagsmiðla. Kannski er bara komin tími á það að íslenskt samfélag fari að setjast niður og velta vöngum hvað þykir ásættanleg hegðun og hvað er kurteisi. Það er kannski það sem við höfum ekki farið mjög djúpt í á undanförnum árum því við héldum kannski öll að við værum sammála um hvað væri kurteisi og ásættanleg hegðun. Kannski er það bara komið upp á yfirborðið að það er mismunandi hvað fólki finnst um það.“
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira