„Ég ítreka að þetta verður alltaf val“ Kolbeinn Tumi Daðason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 14. desember 2021 14:54 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir fólk á að bólusetningar séu val. Málið sé eðlilega mjög viðkvæmt og þar tali faðirinn Willum en ekki ráðherrann. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir afar mikilvægt að ef verði af bólusetningu barna hér á landi að þá verði það undirbúið með öllum tiltækum ráðum og upplýsingum. Lykilatriði sé að fólk átti sig á því að um val sé að ræða. Willum Þór ræddi bólusetningar barna að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Lyfjastofnun Evrópu samþykkti fyrir þremur vikum notkun bóluefnis Pfizer fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Bóluefnið hefur verið pantað og er á leið til landsins en reiknað er með markaðsleyfi hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagst reikna með því að bólusetningin hefjist aðra vikuna í janúar. Fyrir liggur að ekki verður bólusett í Laugardalshöll en hugsanlega í grunnskólum. „Ég ítreka að þetta verður alltaf val. Það er rosalega mikilvægt, ef við bjóðum þetta svona, að við undirbúum það vel með öllum tiltækum upplýsingum og ráðum. Vöndum okkur við þetta. Þetta er mjög viðkvæmt mál og eðlilega. Nú er ég bara að tala sem foreldri,“ segir Willum Þór. Hann segir samtal í gangi um framkvæmdina. „Heilsugæslan er að undirbúa framkvæmdina á þessu. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig það verður framkvæmt.“ Yfirstandandi bylgja faraldursins hefur að hluta verið borin uppi af óbólusettum börnum á grunnskólaaldri. „Það er auðvitað búið að leggja til grundvallar um hvað þetta snýst, að vernda börnin. Þannig verðum við að horfa á þetta. En á sama tíma þarf að leggja áherslu á að þetta er val, sem er í boði. Svo er framkvæmdin og upplýsingagjöfin lykilatriði í þessu.“ Heilbrigðismál Bólusetningar Réttindi barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Willum Þór ræddi bólusetningar barna að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Lyfjastofnun Evrópu samþykkti fyrir þremur vikum notkun bóluefnis Pfizer fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Bóluefnið hefur verið pantað og er á leið til landsins en reiknað er með markaðsleyfi hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagst reikna með því að bólusetningin hefjist aðra vikuna í janúar. Fyrir liggur að ekki verður bólusett í Laugardalshöll en hugsanlega í grunnskólum. „Ég ítreka að þetta verður alltaf val. Það er rosalega mikilvægt, ef við bjóðum þetta svona, að við undirbúum það vel með öllum tiltækum upplýsingum og ráðum. Vöndum okkur við þetta. Þetta er mjög viðkvæmt mál og eðlilega. Nú er ég bara að tala sem foreldri,“ segir Willum Þór. Hann segir samtal í gangi um framkvæmdina. „Heilsugæslan er að undirbúa framkvæmdina á þessu. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig það verður framkvæmt.“ Yfirstandandi bylgja faraldursins hefur að hluta verið borin uppi af óbólusettum börnum á grunnskólaaldri. „Það er auðvitað búið að leggja til grundvallar um hvað þetta snýst, að vernda börnin. Þannig verðum við að horfa á þetta. En á sama tíma þarf að leggja áherslu á að þetta er val, sem er í boði. Svo er framkvæmdin og upplýsingagjöfin lykilatriði í þessu.“
Heilbrigðismál Bólusetningar Réttindi barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira