Aldís Kara kjörin skautakona ársins eftir sögulegt ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2021 15:00 Aldís Kara Bergsdóttir var valin skautakona ársins 2021 hjá Skautasambandi Íslands. Skautasamband Íslands Skautasamband Íslands hefur valið Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautakonu ársins 2021 en það er óhætt að segja að hún hafi skrifað sögu skautaíþróttarinnar á árinu 2021. Þetta er þriðja árið í röð sem Aldís Kara er valin skautakona ársins en hún æfir með Skautafélagi Akureyrar undir leiðsögn Darja Zajcenko. Aldís Kara lét ekki heimsfaraldur stöðva sig og hefur verið jafnvel enn staðfastari í sínum markmiðum en áður en þau voru að ná lágmörkum inn á Evrópumeistaramót og Heimsmeistaramót. Samhliða æfingum og keppni er Aldís Kara einnig að ljúka stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri í vor. Á nýju keppnistímabili keppti hún á tveimur ISU Challenger Series mótum, í september og október en á Finlandia Trophy mótinu í október vann Aldís Kara sér inn keppnisrétt á Evrópumeistaramóti í listskautum en það er í fyrsta sinn sem íslenskur skautari vinnur sér þátttökurétt á því móti. Til þess að öðlast keppnisrétt þarf að ná lágmarksstigum í bæði stuttu og frjálsu prógrammi á alþjóðlegu móti á lista ISU. Ekki þarf að ná lágmörkum fyrir bæði prógröm á sama móti. Hún hefur einnig sett markið enn hærra og stefnir að því að ná lágmörkum fyrir Heimsmeistaramót líka en það næst þó ekki á þessu ári. Nýtt ár mun hefjast með þátttöku Aldísar á Evrópumeistaramótinu sem mun verða haldið í Tallin, Eistlandi, dagana 6. til 10. janúar. View this post on Instagram A post shared by SkatingIceland (@skatingicelandofficial) Skautaíþróttir Fréttir ársins 2021 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Þetta er þriðja árið í röð sem Aldís Kara er valin skautakona ársins en hún æfir með Skautafélagi Akureyrar undir leiðsögn Darja Zajcenko. Aldís Kara lét ekki heimsfaraldur stöðva sig og hefur verið jafnvel enn staðfastari í sínum markmiðum en áður en þau voru að ná lágmörkum inn á Evrópumeistaramót og Heimsmeistaramót. Samhliða æfingum og keppni er Aldís Kara einnig að ljúka stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri í vor. Á nýju keppnistímabili keppti hún á tveimur ISU Challenger Series mótum, í september og október en á Finlandia Trophy mótinu í október vann Aldís Kara sér inn keppnisrétt á Evrópumeistaramóti í listskautum en það er í fyrsta sinn sem íslenskur skautari vinnur sér þátttökurétt á því móti. Til þess að öðlast keppnisrétt þarf að ná lágmarksstigum í bæði stuttu og frjálsu prógrammi á alþjóðlegu móti á lista ISU. Ekki þarf að ná lágmörkum fyrir bæði prógröm á sama móti. Hún hefur einnig sett markið enn hærra og stefnir að því að ná lágmörkum fyrir Heimsmeistaramót líka en það næst þó ekki á þessu ári. Nýtt ár mun hefjast með þátttöku Aldísar á Evrópumeistaramótinu sem mun verða haldið í Tallin, Eistlandi, dagana 6. til 10. janúar. View this post on Instagram A post shared by SkatingIceland (@skatingicelandofficial)
Skautaíþróttir Fréttir ársins 2021 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira