Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 13. desember 2021 23:44 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. Staða öryrkja hefur verið borin saman við stöðu þeirra sem eru atvinnulausir en atvinnulausir fá um 92 þúsund króna desemberuppbót. Í ár fá öryrkjar ekki nema um 48 þúsund krónur og er því um 45 þúsund króna munur á. Í fyrra ákvað ríkisstjórnin að gefa öryrkjum 50 þúsund króna eingreiðslu til að brúa bilið sem verður ekki gert í ár. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í þetta á þinginu í dag og segir Inga að Katrín hafi í raun ekki svarað fyrirspurninni. „Þetta voru bara útúrsnúningar eins og þeim einum er lagið ef við erum að koma með spurningar fyrir þau í óundirbúnum fyrirspurnum, því miður,“ sagði Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þegar þú talar um 48 þúsund krónur í jólabónus, eða desemberuppbót til öryrkja núna, þetta skerðir allt. Þetta er skattað og þetta skerðir og uppi standa þau með ekki neitt,“ sagði Inga. Hún gagnrýnir að ekki meira sé gert fyrir þá sem minnst mega sín á meðan komið sé til móts við aðra betur stadda. „Á meðan getum við lækkað hér bankaskatt um milljarða króna og við getum verið að gefa aðgang að sjávarauðlindinni nánast ókeypis og geta ekki rétt fátæku fólki hjálparhönd og gefið því gleðileg jól þá er ég gjörsamlega miður mín,“ segir Inga. „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þau muni ekki taka utan um þennan þjóðfélagshóp þegar málin okkar ganga bæði í gegn um fjárlög og svo getum við komið því líka inn í fjárauka og þá gætu þau fengið greitt fyrir jólin.“ Hún segir þrátt fyrir þetta að ríkisstjórnin geti ekki annað en hlustað á sig. „Þau hlusta á mig, þau geta ekki annað. Ég hef alltaf svo hátt. En jú þau hlusta og auðvitað vita þau að þetta er svona en það er bara spurningin um að taka utan um það og framkvæma hlutina. “ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Jól Tengdar fréttir Átta óþægilegar staðreyndir um fjárlögin Fyrstu fjárlög endurnýjaðrar ríkisstjórnar bera þess merki að lögð er ofuráhersla á að draga hratt úr umfangi ríkisins í hagkerfinu á komandi árum. Í lok kjörtímabilsins á hlutfall ríkisútgjalda af vergri landsframleiðslu að vera orðið lægra heldur en sést hefur á þessari öld og hið sama gildir um umfang hins opinbera í heild. 13. desember 2021 14:32 Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Sjá meira
Staða öryrkja hefur verið borin saman við stöðu þeirra sem eru atvinnulausir en atvinnulausir fá um 92 þúsund króna desemberuppbót. Í ár fá öryrkjar ekki nema um 48 þúsund krónur og er því um 45 þúsund króna munur á. Í fyrra ákvað ríkisstjórnin að gefa öryrkjum 50 þúsund króna eingreiðslu til að brúa bilið sem verður ekki gert í ár. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í þetta á þinginu í dag og segir Inga að Katrín hafi í raun ekki svarað fyrirspurninni. „Þetta voru bara útúrsnúningar eins og þeim einum er lagið ef við erum að koma með spurningar fyrir þau í óundirbúnum fyrirspurnum, því miður,“ sagði Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þegar þú talar um 48 þúsund krónur í jólabónus, eða desemberuppbót til öryrkja núna, þetta skerðir allt. Þetta er skattað og þetta skerðir og uppi standa þau með ekki neitt,“ sagði Inga. Hún gagnrýnir að ekki meira sé gert fyrir þá sem minnst mega sín á meðan komið sé til móts við aðra betur stadda. „Á meðan getum við lækkað hér bankaskatt um milljarða króna og við getum verið að gefa aðgang að sjávarauðlindinni nánast ókeypis og geta ekki rétt fátæku fólki hjálparhönd og gefið því gleðileg jól þá er ég gjörsamlega miður mín,“ segir Inga. „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þau muni ekki taka utan um þennan þjóðfélagshóp þegar málin okkar ganga bæði í gegn um fjárlög og svo getum við komið því líka inn í fjárauka og þá gætu þau fengið greitt fyrir jólin.“ Hún segir þrátt fyrir þetta að ríkisstjórnin geti ekki annað en hlustað á sig. „Þau hlusta á mig, þau geta ekki annað. Ég hef alltaf svo hátt. En jú þau hlusta og auðvitað vita þau að þetta er svona en það er bara spurningin um að taka utan um það og framkvæma hlutina. “
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Jól Tengdar fréttir Átta óþægilegar staðreyndir um fjárlögin Fyrstu fjárlög endurnýjaðrar ríkisstjórnar bera þess merki að lögð er ofuráhersla á að draga hratt úr umfangi ríkisins í hagkerfinu á komandi árum. Í lok kjörtímabilsins á hlutfall ríkisútgjalda af vergri landsframleiðslu að vera orðið lægra heldur en sést hefur á þessari öld og hið sama gildir um umfang hins opinbera í heild. 13. desember 2021 14:32 Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Sjá meira
Átta óþægilegar staðreyndir um fjárlögin Fyrstu fjárlög endurnýjaðrar ríkisstjórnar bera þess merki að lögð er ofuráhersla á að draga hratt úr umfangi ríkisins í hagkerfinu á komandi árum. Í lok kjörtímabilsins á hlutfall ríkisútgjalda af vergri landsframleiðslu að vera orðið lægra heldur en sést hefur á þessari öld og hið sama gildir um umfang hins opinbera í heild. 13. desember 2021 14:32
Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58
Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29