Hvítölið og hefðbundið Jólaöl og appelsín snúa aftur næstu jól Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2021 12:36 Hvítölið og hefðbundið Jólaöl og appelsín snúa aftur jólin 2022. Ölgerðin Nokkrar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum vegna ákvörðunar Ölgerðarinnar að hætta framleiðslu á Hvítöli en nú geta menn tekið gleði sína á ný þar sem fyrirtækið hefur ákveðið að bjóða bæði upp á Hvítöl og hefðbundið Jólaöl og appelsín á næsta ári. Í tilkynningu sem Ölgerðin hefur birt á heimasíðu sinni og Facebook segir að margt sé öðruvísi í ár; ekkert Hvítöl á markaðnum og þá sé eingöngu hægt að fá Jólaöl og appelsín í sykurskertri útgáfu. Vegna dósaskorts og takmarkaðrar afkastagetu verksmiðju Ölgerðarinnar sé ekki hægt að bregðast við óskum viðskiptavina um aukið vöruúrval þessi jól en það verði hins vegar gert á næsta ári. „Okkur hjá Ölgerðinni þykir alltaf jafn leitt þegar fólk saknar einhvers og við áttum okkur á að fólk vill líka sitt hefðbundna Jólaöl og líka sitt Hvítöl,“ segir í tilkynningunni. „Þess vegna getum við lofað ykkur eftirfarandi: Ný og stærri verksmiðja sem Ölgerðin vinnur nú að því að reisa á lóð fyrirtækisins mun hringja inn hátíðirnar á næsta ári. Fyrir næstu jól mun Ölgerðin á ný bjóða upp á hefðbundið Egils Jólaöl og appelsín – og við gerum gott betur – því við ætlum að bjóða aftur upp á Hvítölið vinsæla. Það verða því svo sannarlega hefðbundin jól næst – og Ölgerðin hlakkar til að fylgja ykkur inn í þau, rétt eins og alltaf.“ Umræða um söknuð eftir Hvítölinu hefur meðal annars átt sér stað í Facebook-hópnum Matartips. Þar segir einn: „Man eftir því að hafa staðið í biðröð eftir Hvítöli við verksmiðju Egils Skalla á Rauðarárstíg fyrir 45 árum síðan og ég vil fá Jólaöl aftur, ekki eitthvað blandað sull.“ Og annar: „Er búinn að drekka hvítöl síðustu 38 ár, stóð meira að segja í röð á Rauðarárstíg til að fá hvítöl fyrir jólin. Þetta má ekki vanta um jólin. Ég er hættur að kaupa Egilsvörur útaf þessu. Þannig að gróðinn verður ekki það mikill.“ Í frétt RÚV frá því í fyrra var haft eftir Gunnari B. Sigurgeirssyni, aðstoðarforstjóra Ölgerðarinnar, að ákveðið hefði verið að hætta framleiðslu Hvítöls vegna minnkandi eftirspurnar. Samkvæmt söluspám væri ljóst að hún svaraði ekki kostnaði. Matvælaframleiðsla Jól Neytendur Jóladrykkir Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Í tilkynningu sem Ölgerðin hefur birt á heimasíðu sinni og Facebook segir að margt sé öðruvísi í ár; ekkert Hvítöl á markaðnum og þá sé eingöngu hægt að fá Jólaöl og appelsín í sykurskertri útgáfu. Vegna dósaskorts og takmarkaðrar afkastagetu verksmiðju Ölgerðarinnar sé ekki hægt að bregðast við óskum viðskiptavina um aukið vöruúrval þessi jól en það verði hins vegar gert á næsta ári. „Okkur hjá Ölgerðinni þykir alltaf jafn leitt þegar fólk saknar einhvers og við áttum okkur á að fólk vill líka sitt hefðbundna Jólaöl og líka sitt Hvítöl,“ segir í tilkynningunni. „Þess vegna getum við lofað ykkur eftirfarandi: Ný og stærri verksmiðja sem Ölgerðin vinnur nú að því að reisa á lóð fyrirtækisins mun hringja inn hátíðirnar á næsta ári. Fyrir næstu jól mun Ölgerðin á ný bjóða upp á hefðbundið Egils Jólaöl og appelsín – og við gerum gott betur – því við ætlum að bjóða aftur upp á Hvítölið vinsæla. Það verða því svo sannarlega hefðbundin jól næst – og Ölgerðin hlakkar til að fylgja ykkur inn í þau, rétt eins og alltaf.“ Umræða um söknuð eftir Hvítölinu hefur meðal annars átt sér stað í Facebook-hópnum Matartips. Þar segir einn: „Man eftir því að hafa staðið í biðröð eftir Hvítöli við verksmiðju Egils Skalla á Rauðarárstíg fyrir 45 árum síðan og ég vil fá Jólaöl aftur, ekki eitthvað blandað sull.“ Og annar: „Er búinn að drekka hvítöl síðustu 38 ár, stóð meira að segja í röð á Rauðarárstíg til að fá hvítöl fyrir jólin. Þetta má ekki vanta um jólin. Ég er hættur að kaupa Egilsvörur útaf þessu. Þannig að gróðinn verður ekki það mikill.“ Í frétt RÚV frá því í fyrra var haft eftir Gunnari B. Sigurgeirssyni, aðstoðarforstjóra Ölgerðarinnar, að ákveðið hefði verið að hætta framleiðslu Hvítöls vegna minnkandi eftirspurnar. Samkvæmt söluspám væri ljóst að hún svaraði ekki kostnaði.
Matvælaframleiðsla Jól Neytendur Jóladrykkir Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira