Lífslokalæknirinn og meintur misskilningur Eva Hauksdóttir skrifar 13. desember 2021 09:30 Fyrrum yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir nú lögreglurannsókn. Hann er grunaður um stórkostleg brot í starfi, m.a. að vera valdur að dauða nokkurra sjúklinga sinna. Ríkisútvarpið hefur það eftir lækninum að mikill misskilningur ríki um málið. Svo virðist sem upplýsingar um afstöðu læknisins séu fengnar úr fylgigögnum með dómsúrskurði þar sem Landsréttur hafnaði kröfu lögreglu um farbann. Að kröfu lögreglu er úrskurðurinn ekki birtur almenningi svo RÚV hefur þá fengið hann frá sakborningi eða þá að opinberir starfsmenn hafa brotið gegn trúnaðarskyldu sinni. Í frétt RÚV er gerð grein fyrir þeirri afstöðu læknisins að engri lífslokameðferð hafi hann beitt í málum þeirra sjúklinga sem um ræðir. Þetta sé allt saman misskilningur, hið rétta sé að líknandi meðferð hafi verið skráð sem lífslokameðferð. (Lífslokameðferð er lokastig líknarmeðferðar og á ekki við nema sjúklingur sé sannarlega dauðvona). Staðhæfir læknirinn að enginn rökstuddur grunur sé uppi um sekt hans í málinu. Engin marktæk sönnunargögn liggi fyrir. MISSKILNINGUR EÐA EKKI? Hvað meintan misskilning varðar get ég ekki tjáð mig um mál annarra brotaþola en móður minnar heitinnar. Í álitsgerð landlæknis segir um það berum orðum: Andmæli og útskýringar STG á þá leið að hann hafi ekki áformað eða beitt lífslokameðferð (LLM) heldur einkennameðferð eða líknarmeðferð (LM) og að um misskilning sé að ræða fá ekki stuðning í gögnum. Landlæknir fellst ekki á þá skýringu að tæknilegt atriði hafi ráðið skráningu LLM í stað LM. Þvert á móti liggur fyrir að hugtakið lífslokameðferð var skráð því nafni í sjúkraskrá við innlögn og í vottorði sem STG skrifaði 28.9.2019. Þá var meðferð DJ frá fyrsta degi síðustu legunnar í eðli sínu samsvarandi lífslokameðferð að eðli og framkvæmd. Landlæknir svipti umræddan lækni starfsleyfi eftir að hafa haft málið til rannsóknar í meira en hálft ár (frá nóvember 2019). Ekki er annað að skilja af orðum læknisins en að sú ákvörðun, byggð á ítarlegri úttekt tveggja sérfræðinga, sjúkragögnum, lyfjaskrá og greinargerðum frá starfsfólki spítalans og aðstandendum hinnar látnu, hafi grundvallast á tómum misskilningi um eðli og framkvæmd meðferðinnar. RÖKSTUDDUR GRUNUR EÐA EKKI? Það verður að teljast afar sérstakt að lögregla sé með mál til rannsóknar í meira en ár (þ.e. frá nóvember 2020) án þess að rökstuddur grunur liggi fyrir um refsivert brot. Enda eru þessar fullyrðingar læknisins algjörlega út úr kortinu. Í tilviki móður minnar er uppi rökstuddur grunur um að hún hafi látist af völdum þeirrar meðferðar sem hún sætti á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þannig segir í áliti landlæknis: Vistunarmat var samþykkt 9.7.2019 skv. áritun á skjöl þar að lútandi en ekkert er að finna í gögnum sem styður að reynt hafi verið að þrýsta á um vistun eða finna leiðir til þess að bæta líkamlegt eða andlegt ástand hennar og undirbúa hana fyrir langtímavistun á hjúkrunarheimili. Þvert á móti virðist áhersla meðferðar fyrst og fremst hafa verið á að bæla og slæva og hvers kyns eftirliti með ástandi hennar eða lífsuppihaldandi meðferð hætt. Þetta hafði þær afleiðingar að mati landlæknis að í ellefu vikna langri legu hrakaði DJ; hún var með legusár, næringarskort og sýkingar allt fram til andlátsins, sem verður að telja líklegt að hafi orðið fyrr en ella vegna þeirrar meðferðar sem hún hlaut. Hér er semsé uppi rökstuddur grunur um refsiverð brot sem mögulega leiddu til dauða sjúklings. Og ætli sé þá eitthvað sem tengir lækninn við málið og gefur lögreglu tilefni til að beina sjónum sínum að honum? Jú, hann var nefnilega ábyrgur fyrir meðferð sjúklingsins. Það var hann sem tók allar helstu ákvarðanir um meðferð móður minnar, þ.m.t. lífslokameðferð. Ekki nóg með það heldur stóð hann í vegi fyrir því að hjúkrunarfólk beitti þeim ráðum sem það taldi rétt til að lina kvalir hennar. Hann mælti líka gegn því að tekið yrði tillit til óska aðstandenda um aðgerðir sem mögulega hefðu getað bjargað lífi hennar. ENGIN MARKTÆK SÖNNUNARGÖGN? Ég veit ekki nákvæmlega hvaða gögn lögreglan hefur undir höndum. Ég veit aðeins um þau skjöl sem ég sendi lögreglunni sjálf. Meðal þeirra voru eftirfarandi: Sjúkraskrá sjúklingsins ásamt athugasemdum aðstandenda. Greinargerð óháðs sérfræðings sem landlæknir fékk sem umsagnaraðila, Greinargerðir starfsfólks HSS, þ.á.m. læknisins sjálfs. Álitsgerð landlæknis. Greinargerð óháðs umsagnaraðila er 32 bls. fyrir utan heimildaskrá og 14 bls. viðbót sem hann lagði fram í tilefni af andsvörum læknisins. Í þeirri skýrslu er gerð grein fyrir fjölmörgum þáttum í meðferð móður minnar, undir stjórn lífslokalæknisins, sem flokkast sem vanræksla. Slík brot varða refsingu samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Einnig segir í niðurstöðukafla: Mistökin eru ennfremur í því að í kjölfarið er DJ skrifuð á lífslokameðferð en fyrir slíkri meðferð voru ekki forsendur, þar sem ekki var sýnt fram á að andlát hennar væri yfirvofandi. Álitsgerð landlæknis er 52 bls. fyrir utan heimildaskrá. Þar kemst annar sérfræðingur að svipuðum niðurstöðum og sá fyrri auk þess sem vitnað er í sjúkragögn um önnur atriði og tekið fram að kvartanir vegna læknisins hafi borist frá starfsfólki HSS. Hér er tengill á nokkrar tilvitnanir í álit landlæknis. Mér er kunnugt um fleiri gögn sem lögregla hefur undir höndum sem ég hef þó ekki séð. Þá liggur fyrir vitnisburður systur minnar sem mætti til skýrslutöku hjá lögreglu í febrúar á þessu ári og lagði fram kæru fyrir hönd aðstandenda. Einnig hafði a.m.k. einn aðstandandi annars sjúklings sem dó á HSS um svipað leyti mætt í skýrslutöku þegar lögreglan fór fram á farbann yfir lækninum. Að sjálfsögðu var þessara gagna aflað einhliða án samráðs við sakborninga. Þannig fer lögreglurannsókn fram; það er ekki borið undir sakborninga hvort þeim hugnist að sönnunargögn séu skoðuð. Sakborningar hafa aftur á móti rétt til að leggja fram önnur gögn sem þeir telja að hafi þýðingu í málinu. Þótt læknirinn hafi ekki teflt fram neinum gögnum sem styðja fullyrðingar hans um misskilning af hálfu lögreglu, aðstandenda sjúklinga, landlæknis og allra sérfræðinga sem að málinu hafi komið, rýrir það ekki sönnunargildi þeirra skjala sem fyrir liggja. STAÐAN Í DAG Lífslokalæknirinn er grunaður um stórfelld brot í starfi gagnvart ellefu sjúklingum. Sum málanna eru rannsökuð sem möguleg manndrápsmál enda liggur fyrir rökstuddur grunur byggður á sjúkragögnum, ítarlegum rannsóknum sérfræðinga og skriflegum og munnlegum framburði læknisins sjálfs. Áhuga vekur að það var ekki fyrr en eftir að læknirinn mætti í skýrslutöku (og útskýrði væntanlega allan þennan misskilning) sem lögreglan fór fram á farbann. Lífslokalæknirinn er nú í endurhæfingu á bráðalyflækningadeild Landspítalans. Þar er hann að sögn yfirmanna undir eftirliti og því vonandi skaðlaus. Væri ekki líka alveg upplagt að senda grunaða barnaníðinga í endurhæfingu sem starfsmenn leikskóla? Undir eftirliti að sjálfsögðu. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Læknamistök á HSS Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Fyrrum yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir nú lögreglurannsókn. Hann er grunaður um stórkostleg brot í starfi, m.a. að vera valdur að dauða nokkurra sjúklinga sinna. Ríkisútvarpið hefur það eftir lækninum að mikill misskilningur ríki um málið. Svo virðist sem upplýsingar um afstöðu læknisins séu fengnar úr fylgigögnum með dómsúrskurði þar sem Landsréttur hafnaði kröfu lögreglu um farbann. Að kröfu lögreglu er úrskurðurinn ekki birtur almenningi svo RÚV hefur þá fengið hann frá sakborningi eða þá að opinberir starfsmenn hafa brotið gegn trúnaðarskyldu sinni. Í frétt RÚV er gerð grein fyrir þeirri afstöðu læknisins að engri lífslokameðferð hafi hann beitt í málum þeirra sjúklinga sem um ræðir. Þetta sé allt saman misskilningur, hið rétta sé að líknandi meðferð hafi verið skráð sem lífslokameðferð. (Lífslokameðferð er lokastig líknarmeðferðar og á ekki við nema sjúklingur sé sannarlega dauðvona). Staðhæfir læknirinn að enginn rökstuddur grunur sé uppi um sekt hans í málinu. Engin marktæk sönnunargögn liggi fyrir. MISSKILNINGUR EÐA EKKI? Hvað meintan misskilning varðar get ég ekki tjáð mig um mál annarra brotaþola en móður minnar heitinnar. Í álitsgerð landlæknis segir um það berum orðum: Andmæli og útskýringar STG á þá leið að hann hafi ekki áformað eða beitt lífslokameðferð (LLM) heldur einkennameðferð eða líknarmeðferð (LM) og að um misskilning sé að ræða fá ekki stuðning í gögnum. Landlæknir fellst ekki á þá skýringu að tæknilegt atriði hafi ráðið skráningu LLM í stað LM. Þvert á móti liggur fyrir að hugtakið lífslokameðferð var skráð því nafni í sjúkraskrá við innlögn og í vottorði sem STG skrifaði 28.9.2019. Þá var meðferð DJ frá fyrsta degi síðustu legunnar í eðli sínu samsvarandi lífslokameðferð að eðli og framkvæmd. Landlæknir svipti umræddan lækni starfsleyfi eftir að hafa haft málið til rannsóknar í meira en hálft ár (frá nóvember 2019). Ekki er annað að skilja af orðum læknisins en að sú ákvörðun, byggð á ítarlegri úttekt tveggja sérfræðinga, sjúkragögnum, lyfjaskrá og greinargerðum frá starfsfólki spítalans og aðstandendum hinnar látnu, hafi grundvallast á tómum misskilningi um eðli og framkvæmd meðferðinnar. RÖKSTUDDUR GRUNUR EÐA EKKI? Það verður að teljast afar sérstakt að lögregla sé með mál til rannsóknar í meira en ár (þ.e. frá nóvember 2020) án þess að rökstuddur grunur liggi fyrir um refsivert brot. Enda eru þessar fullyrðingar læknisins algjörlega út úr kortinu. Í tilviki móður minnar er uppi rökstuddur grunur um að hún hafi látist af völdum þeirrar meðferðar sem hún sætti á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þannig segir í áliti landlæknis: Vistunarmat var samþykkt 9.7.2019 skv. áritun á skjöl þar að lútandi en ekkert er að finna í gögnum sem styður að reynt hafi verið að þrýsta á um vistun eða finna leiðir til þess að bæta líkamlegt eða andlegt ástand hennar og undirbúa hana fyrir langtímavistun á hjúkrunarheimili. Þvert á móti virðist áhersla meðferðar fyrst og fremst hafa verið á að bæla og slæva og hvers kyns eftirliti með ástandi hennar eða lífsuppihaldandi meðferð hætt. Þetta hafði þær afleiðingar að mati landlæknis að í ellefu vikna langri legu hrakaði DJ; hún var með legusár, næringarskort og sýkingar allt fram til andlátsins, sem verður að telja líklegt að hafi orðið fyrr en ella vegna þeirrar meðferðar sem hún hlaut. Hér er semsé uppi rökstuddur grunur um refsiverð brot sem mögulega leiddu til dauða sjúklings. Og ætli sé þá eitthvað sem tengir lækninn við málið og gefur lögreglu tilefni til að beina sjónum sínum að honum? Jú, hann var nefnilega ábyrgur fyrir meðferð sjúklingsins. Það var hann sem tók allar helstu ákvarðanir um meðferð móður minnar, þ.m.t. lífslokameðferð. Ekki nóg með það heldur stóð hann í vegi fyrir því að hjúkrunarfólk beitti þeim ráðum sem það taldi rétt til að lina kvalir hennar. Hann mælti líka gegn því að tekið yrði tillit til óska aðstandenda um aðgerðir sem mögulega hefðu getað bjargað lífi hennar. ENGIN MARKTÆK SÖNNUNARGÖGN? Ég veit ekki nákvæmlega hvaða gögn lögreglan hefur undir höndum. Ég veit aðeins um þau skjöl sem ég sendi lögreglunni sjálf. Meðal þeirra voru eftirfarandi: Sjúkraskrá sjúklingsins ásamt athugasemdum aðstandenda. Greinargerð óháðs sérfræðings sem landlæknir fékk sem umsagnaraðila, Greinargerðir starfsfólks HSS, þ.á.m. læknisins sjálfs. Álitsgerð landlæknis. Greinargerð óháðs umsagnaraðila er 32 bls. fyrir utan heimildaskrá og 14 bls. viðbót sem hann lagði fram í tilefni af andsvörum læknisins. Í þeirri skýrslu er gerð grein fyrir fjölmörgum þáttum í meðferð móður minnar, undir stjórn lífslokalæknisins, sem flokkast sem vanræksla. Slík brot varða refsingu samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Einnig segir í niðurstöðukafla: Mistökin eru ennfremur í því að í kjölfarið er DJ skrifuð á lífslokameðferð en fyrir slíkri meðferð voru ekki forsendur, þar sem ekki var sýnt fram á að andlát hennar væri yfirvofandi. Álitsgerð landlæknis er 52 bls. fyrir utan heimildaskrá. Þar kemst annar sérfræðingur að svipuðum niðurstöðum og sá fyrri auk þess sem vitnað er í sjúkragögn um önnur atriði og tekið fram að kvartanir vegna læknisins hafi borist frá starfsfólki HSS. Hér er tengill á nokkrar tilvitnanir í álit landlæknis. Mér er kunnugt um fleiri gögn sem lögregla hefur undir höndum sem ég hef þó ekki séð. Þá liggur fyrir vitnisburður systur minnar sem mætti til skýrslutöku hjá lögreglu í febrúar á þessu ári og lagði fram kæru fyrir hönd aðstandenda. Einnig hafði a.m.k. einn aðstandandi annars sjúklings sem dó á HSS um svipað leyti mætt í skýrslutöku þegar lögreglan fór fram á farbann yfir lækninum. Að sjálfsögðu var þessara gagna aflað einhliða án samráðs við sakborninga. Þannig fer lögreglurannsókn fram; það er ekki borið undir sakborninga hvort þeim hugnist að sönnunargögn séu skoðuð. Sakborningar hafa aftur á móti rétt til að leggja fram önnur gögn sem þeir telja að hafi þýðingu í málinu. Þótt læknirinn hafi ekki teflt fram neinum gögnum sem styðja fullyrðingar hans um misskilning af hálfu lögreglu, aðstandenda sjúklinga, landlæknis og allra sérfræðinga sem að málinu hafi komið, rýrir það ekki sönnunargildi þeirra skjala sem fyrir liggja. STAÐAN Í DAG Lífslokalæknirinn er grunaður um stórfelld brot í starfi gagnvart ellefu sjúklingum. Sum málanna eru rannsökuð sem möguleg manndrápsmál enda liggur fyrir rökstuddur grunur byggður á sjúkragögnum, ítarlegum rannsóknum sérfræðinga og skriflegum og munnlegum framburði læknisins sjálfs. Áhuga vekur að það var ekki fyrr en eftir að læknirinn mætti í skýrslutöku (og útskýrði væntanlega allan þennan misskilning) sem lögreglan fór fram á farbann. Lífslokalæknirinn er nú í endurhæfingu á bráðalyflækningadeild Landspítalans. Þar er hann að sögn yfirmanna undir eftirliti og því vonandi skaðlaus. Væri ekki líka alveg upplagt að senda grunaða barnaníðinga í endurhæfingu sem starfsmenn leikskóla? Undir eftirliti að sjálfsögðu. Höfundur er lögmaður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun